Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 16
22 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR Bæjarvinnan fínasta starf í góðu veðri: Áhyggju- laust líf Það er mjög fínt að vera í bæjar-vinnunni.“ segir Birna Dröfn Benediktsdóttir, sem ásamt Gunn- hildi Böðvarsdóttur, Rósu Dögg Gunnarsdóttur, Kristínu Svövu Tóm- asdóttur, Einari Helgasyni og Þor- valdi Jóhannessyni var að gróður- setja blóm við Landssímahúsið. „Það eru engar áhyggjur.“ „Maður fær að vera úti í góða veðrinu,“ segir Birna og bendir á að í góðu veðri gæti maður varla verið í betri vinnu. „Þú hittir á okkur á góð- um degi,“ segir Kristín Svava. „Ef það væri rigning vildi maður heldur vera að vinna í bakaríi.“ ■ Ég mæli með því að allir komi áAusturvöll þegar veðrið er gott,“ segir Berglind Heiða Guð- mundsdóttir, sem lætur fara vel um sig á vindsæng á Austurvelli. „Það er miklu þægilegra að sitja á vindsænginni en á grasinu,“ segir hún. Berglind kemur oft á Austur- völl þegar hún er í fríi í vinnunni. „Það eru oft margir sem maður þekkir hérna,“ segir hún. Skemmtilegast er þó á Austurvelli í sólskini. „Það er mjög skemmti- leg stemning hérna þegar veðrið er gott,“ segir hún. „Þá er fullt af fólki hérna og oft verið að spila á gítar.“ ■ Þeir Davíð Þór Jósefsson ogDaði Snær Haraldsson voru á hjólabrettum á Ingólfstorgi. Þeir segjast koma þangað næst- um því á hverjum degi. „Við för- um í skeitparkið þegar er rign- ing,“ segir Daði. Í skeitparkinu er aðstaða innandyra til hjóla- brettaiðkunar. Að þeirra sögn æfa þeir sig á hjólabrettin á hverjum einasta degi. „Það er gaman að vera hérna niðri í bæ,“ segir Davíð og þeir félagar eru sammála um það að í góðu veðri sé skemmtilegra að vera inni en úti. Þeir stunda líka hjólabrettin á veturna, en eru þá yfirleitt innandyra. ■ STARFSMENN ÍSTURNSINS Á INGÓLFSTORGI Steinunni Helgu Sigurðardóttur, Unni Malín Sigurðardóttur og Svövu Andreu Arnardóttur finnst skemmtilegra í vinnunni þegar mikið er að gera. Íssala: Lítil í rigningu Um leið og byrjar að rigna þáhverfur fólkið úr bænum,“ segir Unnur Malín Sigurðardóttir, starfsmaður Ísturnsins á Ingólfs- torgi. Hún segir að íssalan dragist þá mjög mikið saman, en þó sé alltaf nokkuð um að fólk kaupi sér pylsu í rigningunni. „Það er miklu skemmtilegra í vinnunni þegar mikið er að gera,“ segir Unnur Malín, og samstarfs- stúlkur hennar, Steinunn Helga Sigurðardóttir og Svava Andrea Arnardóttir, eru henni sammála. „Það er ekkert gaman að vera bara einn að vinna.“ Unnur var að vinna í Ísturnin- um í vetur og segir lítið hafa verið að gera. „Ég var oft bara ein á vakt,“ segir hún og finnst mun skemmtilegra í vinnunni á sumrin. ■ GRÓÐURSETNING VIÐ LANDSSÍMAHÚSIÐ Birna Dröfn Birgisdóttir, Gunnhildur Böðvarsdóttir, Rósa Dögg Gunnarsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir, Einar Helgason og Þorvaldur Jó- hannesson eru sátt við bæjarvinnuna í góða veðrinu. BERGLIND HEIÐA Á VINDSÆNGINNI Berglind kemur oft á Austurvöll þegar veðrið er gott. SKEITARAR Á INGÓLFSTORGI Davíð Þór Jósefsson og Daði Snær Haraldsson koma alltaf á Ingólfstorg þegar veðrið er gott. Daði og Davíð fara á hjólabretti á hverjum degi: Skemmtilegra úti en inni Berglind Heiða mælir með Austurvelli: Skemmtileg stemning í sólskini Mikið úrval puma - nike - hummel buffalo london - el naturalista - bronx le coq sportif - björn borg - converse face - roots - intenz - dna VERSLUNIN HÆTTIR Allt á að seljast 20-60% afsláttur K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Converse Nokkrar gerðir 50% afsláttur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.