Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 5
6 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur: 73.52 Evra: 86.41 Sterlingspund: 122.99 Kanadadalur: 54.41 Dönsk króna: 11.64 Gengisvístala krónu 121,27 -0,10% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 232 Velta 3.896 m ICEX-15 1.459 0,050% Mestu viðskiptin Íslandssími hf. 93.271.332 Pharmaco hf. 67.291.103 Tryggingamiðstöðin hf. 63.375.000 Mesta hækkun Tryggingamiðstöðin hf. 2,78% Vátryggingafélag Íslands hf. 1,92% Íslandssími hf. 1,18% Mesta lækkun Kögun hf. -4,86% Kaldbakur hf. -2,78% Nýherji hf. -1,23% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 9174,5 -0,1% Nsdaq: 1650,0 0,2% FTSE: 4161,3 0,3% Nikke: 8918,6 0,3% S&P: 997,0 -0,1% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir bæjarstjóri Mosfellsbæjarsem er sakaður um að hafa haft óeðli- leg afskipti af vali á bæjarlistamanni? 2Hvernig fór landsleikur Íslendinga ogLitháa í Kaunas í Litháen? 3Hvaða íslenska hljómsveit á lag ímyndinni „2 Fast 2 Furious“ sem frumsýnd verður í dag? Svörin eru á bls. 39 NORÐURLÖND Ólíklegt er að Ísland standi lengi eitt Norðurlanda utan Evrópusambandsins ef Norðmenn gerast aðilar að sambandinu, seg- ir í úttekt breska vikublaðsins The Economist á stöðu Norður- landa. Blaðið kemst að þeirri nið- urstöðu að þróun Evrópuumræð- unnar í Noregi verði til þess að sótt verði um aðild í þriðja sinn. Líkur eru leiddar að því að Íslend- ingar myndu sækja um aðild í framhaldinu frekar en að standa einir norrænna þjóða eftir utan Evrópusambandsins. „Eyjan var upphaflega numin af þóttafullum víkingum sem vildu stjórna sér sjálfir og þjóð- erniskennd er enn rík þar,“ segir The Economist um Ísland og gef- ur Íslendingum þá einkunn að þeir séu ofurefasemdamenn þeg- ar kemur að aðild að Evrópusam- bandinu. Það er helst ef Noregur gengur í Evrópusambandið að Ís- lendingar sækja um aðild, segir í úttekt blaðsins. Rökin eru þau að samkeppnisstaða íslensks sjávar- útvegs gagnvart norskum skaðað- ist mjög ef Norðmenn væru innan sambandsins en Ísland utan. ■ ÍSLENSKIR OFUREFASEMDAMENN Engin Norðurlandaþjóð er andvígari aðild að Evrópusambandinu en Íslendingar, segir í nýjasta tölublaði The Economist. The Economist spáir í stöðu Norðurlandanna gagnvart Evrópusambandinu: Ísland myndi fylgja í kjölfar Noregs LEIKHÚS Afkoma Leikfélags Reykjavíkur hefur farið hríð- versnandi síðustu fjögur ár og náði botni með rúmlega 60 millj- óna króna tapi frá ágúst í fyrra til apríl síðastliðins, sem Reykjavík- urborg brást við með 50 milljóna króna aukafjárveitingu. Sam- skipti Reykjavíkurborgar og leik- félagsins komust í uppnám í vor þegar samráðsnefnd sem hefur eftirlit með efndum félagsins neitaði að samþykkja fjárhags- áætlun sem fól í sér taprekstur. Stefán Jón Hafstein, formaður menningarmálanefndar Reykja- víkurborgar, segir borgina bíða eftir aðgerðum Leikfélagsins vegna rekstrarvandans. „Við styrkjum Leikfélagið mjög ríflega og höfum teygt okkur eins langt og við getum. Þeir bera ábyrgð á sín- um rekstri og verða að grípa til sinna ráða til að bæta hann.“ Guðjón Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins, segir halla- rekstur Leikfélagsins mega rekja til hækkandi launa. „Leikhús er engin gullnáma og metnaðarfull- ur rekstur er dýr. Vandi leikfé- lagsins er fyrst og fremst miklar launahækkanir starfsmanna. Kröfurnar um lífsgæði eru orðnar miklar í samfélaginu.“ Til marks um rekstrarvanda leikfélagsins má benda á að launa- kostnaður hefur aukist að raun- gildi um 30 prósent síðasta ára- tuginn á meðan opinber framlög hafa hækkað um fjögur prósent. Leikfélag Reykjavíkur hefur starfað í Borgarleikhúsinu frá ár- inu 1989 og borgar hvorki leigu af húsnæðinu né viðhald. Frá árinu 1996 hefur félagið misst úr greip- um sér andvirði 130 milljónir króna í eigin fé. Að sögn Stefáns Jóns er beðið svara frá Íslensku óperunni um að samnýta húsnæði Borgarleikhúss- ins svo að minni kröfur séu til Leikfélags Reykjavíkur um að nýta húsið. jtr@frettabladid.is AFKOMA LEIKFÉLAGS REYKJAVÍKUR ÁN FJÁRMAGNSGJALDA Sigið hefur á ógæfuhliðina í afkomu Leikfélags Reykjavíkur. Eftir stöðugleikatímabil frá því það flutti í Borgarleikhúsið hefur tugmilljónatap tekið við ár hvert. Leikfélag Reykjavíkur glímir við gríðarlegan hallarekstur og Reykjavík- urborg knýr á um viðsnúning. Stefán Jón Hafstein, formaður menning- armálanefndar, segir ábyrgðina liggja hjá leikfélaginu. Leikhússtjóri segir launakostnað sliga félagið. NEW YORK, AP Karlmaður um sjö- tugt hefur játað að hafa haldið fimm konum í gíslingu í neðan- jarðarbyrgi og misnotað þær kyn- ferðislega. Lögreglan komst á spor mannsins þegar einni kvenn- anna tókst að sleppa úr haldi hans og hringja í systur sína. John Jamelske er ákærður fyr- ir fimm mannrán af fyrstu gráðu og ef hann verður fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi. Jamelske var handtekinn 7. apríl síðastliðinn grunaður um að hafa haldið sextán ára gamalli stúlku fanginni í hátt í sjö mánuði í neðanjarðarbyrgi í bakgarði í út- hverfi borgarinnar Syracuse. Í byrginu voru tvö lítil herbergi með baðkari, fötu, örbylgjuofni og dýnu. Stúlkunni tókst að hringja í systur sína þegar Jamelske fór með hana út eftir sex mánaða vist í neðanjarðarbyrginu. Í kjölfar handtöku Jamelske gáfu fjögur önnur fórnarlömb sig fram við lögreglu. Við húsleit hjá misindismanninum fundust myndir af konunum hlekkjuðum við vegg og dagbækur sem hann hafði neytt þær til að skrifa. Nokkrar kvennanna höfðu leitað til lögreglu en ekki getað vísað á heimili mannsins. Yngsta fórnar- lamb Jamelske var kona sem hafði verið fangi hans í hátt í tvö ár í lok 9. áratugarins, þá þrettán ára gömul. ■ LEIDDUR FYRIR DÓMARA Verjandi Jamelske segir að það hafi tekið skjólstæðinginn sinn töluverðan tíma að átta sig á því hvað hann hefði gert rangt en hann sé nú fullur iðrunar. Sjötugur kynferðisglæpamaður lýsir sig sekan: Hélt konum föngnum í neðanjarðarbyrgi BANKARÆNINGINN Heiðarlegir ferðamenn skiluðu ránsfengn- um úr bankaráninu í Grindavík. Grindavíkurránið: Ferðamenn fundu ráns- fenginn LÖGREGLUMÁL Ítalskir ferðamenn fundu ránsfenginn úr bankarán- inu í Grindavík, tveir menn og ein kona. Þau sáu tösku í vegarkantin- um við afleggjarann að Reykja- nesvita og fóru með hana til lög- reglunnar í Reykjavík. „Ferðamennirnir voru mjög stressaðir og hræddir um að vera eltir. Fólkið vildi ekki að athygli beindist að því vegna fundarins,“ segir Karl Hermannsson, yfirlög- regluþjónn í Keflavík. Hann sagð- ist ekki vita til þess að fundarlaun hafi verið veitt. ■ Brjáluð móðir: Hjó hendur af nágrann- anum TORONTO, AP Kanadísk móðir réðst á nágrannakonu sína með sveðju og hjó af henni hendurnar nokkrum mínútum eftir að félagsmálayfir- völd sóttu börn hennar fjögur. Skólayfirvöld höfðu samband við barnaverndarnefnd þar sem börnin höfðu ekki mætt í skólann svo mánuðum skipti. Konan hélt aftur á móti að nágranninn hefði klagað sig til yfirvalda. Fórnarlambið, 44 ára gömul ein- stæð móðir, rak upp neyðaróp en missti svo meðvitund vegna blóð- missis. Önnur nágrannakona kom henni til bjargar og var hún flutt á sjúkrahús þar sem læknar reyndu að græða hendurnar aftur á hana. ■ Gíslataka í Perú: Verka- menn teknir höndum PERÚ, AP Hátt í 60 vopnaðir menn gerðu árás á búðir verkamanna í Andesfjöllum í Perú og fluttu 60 menn nauðuga á brott með sér. Ríkisstjórnin hefur sent hersveit- ir á svæðið í þeim tilgangi að frelsa gíslanna, að sögn varnar- málaráðherra landsins. Verkamennirnir voru að vinna við uppsetningu leiðslukerfis sem á að flytja jarðgas frá Amazon- frumskóginum að strönd Kyrra- hafsins. Ráðamaður á svæðinu þar sem atvikið átti sér stað segir að árásarmennirnir hafi haft á brott með sér mikið magn dýnamíts og krafist sem svarar um 73 milljónum íslenskra króna í lausnargjald auk fjarskiptabún- aðar. Ekki liggur fyrir hverjir voru að verki. ■ Verðlagsþróun: 0,2% verð- bólga VÍSITALA Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækk- að um 0,04%, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands, en það jafn- gildir 0,2% verðbólgu á ári. Vísitala neysluverðs í júní er 226,8 stig og hækkaði um 0,06% frá fyrra mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8%. Nokkur lækkun hefur orðið á sama tímabili í ein- stökum vöruflokkum. Til dæmis hefur undirvísitala búvöru og grænmetis lækkað um 2,7%, og innfluttrar vöru án áfengis og tó- baks um 2,2%. ■ Nýstárleg tískusýning: Hátíska fyrir hunda TÓKÍÓ, AP Japanskir hundaeigend- ur fjölmenntu á nýstárlega tísku- sýningu í verslunarmiðstöð í Tókíó. Á sýningunni mátti sjá hunda af ýmsum stærðum og gerðum sýna hátískufatnað sér- hannaðan fyrir ferfætlinga, allt frá hefðbundnum regnfatnaði upp í glæsilegan spariklæðnað. Sumum þótti verðið heldur í hærri kantinum en flíkurnar verða seldar á sem svarar um 2.500 til 6.000 íslenskum krónum. „Þetta höfðar til áköfustu hunda- eigendanna“ sagði talsmaður verslunarmiðstöðvarinnar. ■ Jákvæð afkoma (m. kr.) Neikvæð afkoma (m. kr.) -7,4 0 kr. 21,5 8,6 5,7 9,8 7,7 2,5 -8,4 -18,0 -30,0 -41,6 -45,9 50 m . k r. au ka fj ár ve it in g -65,0 -27,7 ‘89-’90 ‘90-’91 ‘91-’92 ‘93-’94 ‘92-’93 ‘94-’95 ‘95-’96 ‘96-’97 ‘97-’98 ‘98-’99 ‘99-’00 ‘00-’01 ‘01-’02 ‘02-’03 Beðið lausna leikfélagsins Menntamálaráðherra: Friðar skóla HÚSNÆÐI Tómas Ingi Olrich hefur undirritað yfirlýsingu um friðun á hluta húsnæðis tveggja skóla að fenginni tillögu húsafriðunar- nefndar ríkisins. Um er að ræða Héraðsskólann á Laugarvatni og Háskóla Íslands. Skólarnir verða ekki friðaðir í heild sinni heldur ákveðnir hlut- ar þeirra. Ytra byrði Héraðs- skólans á Laugarvatni verður friðað sem og fyrirkomulag stiga við anddyri. Anddyri, for- salur, hátíðarsalur og kapella í aðalbyggingu Háskóla Íslands eru friðuð hér eftir. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.