Fréttablaðið - 13.06.2003, Side 11

Fréttablaðið - 13.06.2003, Side 11
17FÖSTUDAGUR 13. júní 2003 LUNDÚNIR Hans Blix, yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna, sakar bandaríska ráðamenn um að hafa borið út óhróður um sig og reynt að grafa undan starfi sínu í Írak. Í viðtali við breska blaðið Guardian segir Blix að banda- rísk yfirvöld hafi þrýst á sig að nota stór orð í skýrslum um meinta vopnaeign Íraka. Blix heldur því fram að starfsmenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins hafi matað fjölmiðla á ósannindum um sig. „Þetta var eins og að fá moskító- bit á kvöldin sem var enn að angra mann morguninn eftir,“ sagði Blix. Blix viðurkenndi engu að síð- ur að samstarfið við Bandaríkin hefði á heildina litið verið gott. Hann benti á að írösk stjórnvöld hefðu sennilega aldrei komið til móts við vopnaeftirlitsmenn ef þeim hefði ekki stafað veruleg ógn af bandarísku herafli. Hersveitum Bandaríkja- manna og Breta hefur ekki tek- ist að finna gereyðingarvopn í Írak þrátt fyrir að hafa fínkembt yfir 230 staði. Í viðtali í sjón- varpsþættinum „Good Morning America“ ítrekaði Blix að yfir- völd í Bandaríkjunum hefðu engar haldbærar upplýsingar um vopnaeign Íraka þrátt fyrir allan þann hátæknibúnað sem bandaríska leyniþjónustan hefði yfir að ráða. ■ Í HÖFUÐSTÖÐVUM SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Hans Blix lætur af störfum hjá Sameinuðu þjóðunum sökum aldurs í lok mánaðarins. Yfirmaður vopnaeftirlitssveita Sameinuðu þjóðanna: Sakar bandaríska ráðamenn um rógburð FERNINGSLAGA MELÓNUR Garðyrkjufyrirtæki í Zentsuji í Japan er farið að rækta ferningslaga melónur sem eru seldar innanlands og til Hong Kong. Melónurnar eru ekki ætar en seljast dýrum dómum til fólks sem vill geta sýnt gestum eitthvað nýstárlegt. DÓMSMÁL Einn sakborninganna í fíkniefnamálinu sem er til með- ferðar í héraðsdómi Reykjaness er einnig ákærður fyrir að hafa haft barnaklám í vörslu sinni. Við húsleit hjá manninum fundust rúmlega níu þúsund ljósmyndir og fimmtíu og sex hreyfimyndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Lögfræðingur mannsins krafð- ist þess að ákæruliðnum um vörslu barnaklámsins yrði frestað. Hann hefði ekki fengið efnið til skoðunar og væri því óljóst hvað hann væri að verja. Saksóknari var ósáttur við þetta og kvað verjandann hafa vitað að efnið væri í vörslu dómara og þar hefði hann getað nálgast það. Engu að síður var þessum ákæru- lið frestað þar til í dag. ■ Héraðsdómur Reykjaness: Ákærður fyrir barnaklám HÉRAÐSDÓMUR REYKJANESS Málsmeðferð kæru um vörslu barnakláms var frestað þar til í dag. SADDAM BÝÐUR PENINGAVERÐ- LAUN Leiðtogi fyrr- um stjórnarandstöðu Íraks segir að Saddam Hussein bjóði nú peninga- verðlaun fyrir hvern bandarískan her- mann sem er drepinn í landinu. Fjöldi bandarískra hermanna hef- ur látið lífið í árásum stuðnings- manna fyrrum stjórnvalda Íraks. ■ Írak EIÐUR TIL MONGÓLÍU Eiður Guðnason hefur afhent forseta Mongólíu trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Mongólíu. TÓMAS SKIPAR THOMAS Tómas Ingi Olrich hefur skipað Thomas Möller formann verkefnisins Iceland Naturally. Thomas tekur við af Ómari Benediktssyni, for- stjóra Íslandsflugs. ■ Stjórnvöld

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.