Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 30
37FÖSTUDAGUR 13. júní 2003 ■ Andlát ■ Jarðarfarir Í byrjun júní er ávallt spenna aðfylgjast með landselsurtunum í selalauginni í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum. Þær hafa verið nokkuð samtaka í gegnum árin og kæpt með nokkurra daga millibili eða nánast sama sólarhringinn. Hver og ein urta eignast eitt af- kvæmi og hafa þær kópana aðeins á spena í um fjórar vikur, en þá venja þær þá af sér. Eftir það þurfa kóparnir að læra að bjarga sér sjálfir, sem getur orðið þeim erfitt. Urtan Kobba var aðeins á und- an núna og kæpti á sunnudeginum 8. júní og Særún degi á eftir. Faðir beggja kópanna er brimillinn Snorri. Kópum og urtum heilsast vel og synda nú um í selalauginni með tilheyrandi móðurást, þar sem þær eru duglegar að snúast í kringum þá svona litla. ■ KÓPARNIR KOMNIR Nú getur að líta litla sæta kópa í Húsdýra- garðinum. Kæping hjá Kobbu og Særúnu PERSÓNULEIKI HÓTELS Hótel Búðir verður opnað að nýju eftir endurbyggingu næstkomandi laugardag klukkan 20:20. Gunn- laugur Guðmundsson stjörnuspek- ingur var fenginn til að ákveða vígslustund hótelsins með tilliti til persónuleika hótelsins. Ef mann- eskja fæddist á þessum tíma yrðu eiginleikar hennar þeir sömu og leitast verður við að skapa nýju hóteli á Búðum. Manneskjan hefði sótt í skoðanaskipti og fjölbreytt mannlíf en jafnframt verið dularfull og viljað vera einangruð í náttúr- unni. Manneskjan er rísandi sporð- dreki sem er merki kynnautnarinn- ar. Hótel Búðir verður því tilvalinn staður elskenda. Bókin Um víðerni Snæfellseftir Guðmund Pál Ólafsson, náttúrufræðing og ljósmyndara, er komin út hjá Máli og menn- ingu. Guðmundur Páll er löngu þekktur fyrir bækur sínar um íslenska náttúru, meðal annars Hálendið í náttúru Íslands. Þessi bók er unnin í samstarfi við þrjá valinkunna ljósmynd- ara, Friðþjóf Helgason, Jóhann Ísberg og Ragnar Axelsson. Ör- lög hálendisins hafa verið eitt helsta hitamál í íslensku þjóðfé- lagi hin síðustu ár, og hefur ekki síst verið deilt um náttúr- una norðan Vatnajökuls, stærsta ósnortna víðerni Evrópu. Um víðerni Snæfells lýsir þessu svæði í máli og myndum. Fjall- að er um staði á hálendinu sem fáir þekkja, en allt stefnir í að stór hluti þeirra muni brátt hverfa undir lón Kárahnjúka- virkjunar. Bókin Með þjóðskáldum viðþjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson er komin út hjá Almenna bókafélaginu. Í þess- ari nýstárlegu ferðahandbók er farið eftir hringveginum og fæðingarstaðir 42 stórskálda heimsóttir. Ævi þeirra er rifjuð upp og fléttað inn í frásögnina ljóðum sem sum hver eru orðin órjúfanlegur hluti af þjóðarvit- undinni. Samhliða þessu fjallar höfundur bókarinnar um ýmis- legt merkilegt sem mætir ferða- manninum. Saga skáldjöfra þjóðarinnar er oft á tíðum mögnuð og hefur að geyma glæsta sigra, djúpar sorgir, óbeislaða hamingju og hljóðlátan harm. Skáldskapur- inn er af ýmsum toga enda skáldin ólík og frá ýmsum tím- um, allt frá sautjándu öld til þeirrar tuttugustu. 10.30 Berta Guðjónsdóttir Hall, Réttar- holtsvegi 29, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju. 14.00 Birgir Antonsson, Ársölum 3, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju, Akureyri. 14.00 Þorsteinn Eiríksson, frá Ásgeirs- stöðum, verður jarðsunginn frá Eiðakirkju. 14.00 Kristín Sölvadóttir, Skógargötu 8, Sauðárkróki, verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju. 15.00 Guðrún Þorkelsdóttir, dvalar- heimilinu Grund, áður Leifsgötu 7, Reykjavík, verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju. 15.00 Heiðar Guðlaugsson, bókbindari, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kapellu. Ilse W. Árnason, Oddgerishólum, Hraungerðishreppi, lést 10. júní. Ingvi Gunnar Ebenhardsson, fyrrver- andi skrifstofustjóri, Árskógum 6, Reykja- vík, lést 10. júní. Kristrún Cortes (Rúna) er látin. Guðmundur Þórðarson, frá Kílhrauni, er látinn. ■ Nýjar bækur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.