Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 9
KÓKAÍN Í SKEMMTIFERÐASKIPI Sænsk tollayfirvöld fundu um átta kíló af kókaíni um borð í skemmtiferðaskipi sem lá við höfn í Stokkhólmi. Söluverðmæti efnisins er metið á sem svarar um 70 milljónum íslenskra króna. Tveir skipverjar voru handteknir og ákærðir fyrir smygl á eitur- lyfjum. Skipið var að koma frá Noregi. SLÖKKVILIÐSMENN SEMJA Slökkviliðsmenn í Bretlandi hafa und- irritað nýjan kjara- samning og þar með bundið endi á verkfallsaðgerðir. Breskir slökkviliðs- menn, sem eru um 55.000 talsins, lögðu niður vinnu fimm sinnum á tímabilinu nóv- ember til febrúar til að knýja fram kröfur sínar. 12 13. júní 2003 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa DVÍNANDI VONIR Írösk kona grætur eftir að borin voru kennsl á lík ættingja hennar sem féll fyrir hendi liðsmanna Saddams Husseins. Sam- tök sem reyna að bera kennsl á lík telja að aldrei takist að bera kennsl á alla, til þess þyrfti óhemju fjölda starfsmanna og ótæmandi fjárráð. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B A U 2 14 41 06 /2 00 3 Aðalfundur Baugs Group hf. Aðalfundur Baugs Group hf., sem halda átti 20. maí sl. en var frestað vegna yfirtökutilboðs Mundar ehf., verður haldinn föstudaginn 20. júní nk. kl. 13.00 á Hótel Sögu. Dagskrá fundarins verður sem hér segir: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt grein 3.5 í samþykktum félagsins. 2. Tillögur um breytingar á samþykktum félagsins: a. Heimilisfang Baugs Group hf. verði að Túngötu 6, Reykjavík. b. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 100.000.000 kr., eitthundraðmilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sameiningar eða kaupa á hlutum í öðrum félögum, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. c. Heimild til stjórnar um hækkun hlutafjár félagsins um 10.000.000 kr., tíumilljónirkróna að nafnverði, sem nota skal til sölu hlutabréfa til stjórnenda og starfsmanna samkvæmt kaupréttaráætlun stjórnar, svo og að hluthafar falli frá forkaupsrétti sínum vegna hækkunarinnar, verði framlengd til 31. maí 2004. 3. Tillaga um heimild stjórnar félagsins til kaupa á hlutabréfum í félaginu. 4. Umræður og afgreiðsla um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Dagskrá, tillögur og ársreikningur félagsins, auk annarra gagna, munu liggja frammi á skrifstofu félagsins að Túngötu 6, 101 Reykjavík, hluthöfum til sýnis, viku fyrir aðalfund. HEILBRIGÐISMÁL Mikil aðsókn er í skurðaðgerðir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi vegna offitu- vandamála. Að sögn Björns Geirs Leifssonar, læknis á al- mennri skurðdeild, eru nú um 200 manns á biðlista eftir að- gerð. „Þetta er fólk sem þjáist af hæsta stigi offituvandamáls,“ segir Björn Geir. „Ef fólk er með fylgisjúkdóma offitu styrkir það líka ábendinguna um að koma til greina í aðgerð.“ Að sögn Björns Geirs er aðgerðin áhættusöm og því ekki gerð fyrr en önnur ráð hafa verið fullreynd, en árang- urinn er yfirleitt mjög góður. „Þetta hjálpar fólki mjög mikið,“ segir hann. „Við vitum til dæmis um þó nokkra sem hafa verið ör- yrkjar fyrir aðgerðina en eru nú komnir í fulla vinnu.“ „Ég hef mikið meiri stjórn á líkama mínum og heilsu. Þetta bjargaði mér í rauninni,“ segir Ragnheiður Linda Skúladóttir. Hún gekkst undir skurðaðgerð í mars á síðasta ári og hefur misst 52 kíló síðan þá. „Ég var komin í offituþyngdarstuðul og var búin að reyna allt annað,“ segir Ragn- heiður. Að hennar sögn var loka- úrræði að gangast undir skurð- aðgerð. „Ég tók þetta mjög al- varlega og byrjaði strax að æfa af krafti. Ég hef síðan haldið því áfram,“ segir Ragnheiður, sem hafði náð kjörþyngd ári eftir að- gerðina. ■ LÍFEYRIR Rannsókn efnahagsbrota- deildar vegna kæru fjögurra sjóð- félaga á hendur stjórnarmönnum Lífeyrissjóðs Austurlands er á frumstigi, að sögn Jóns H. Snorrason- ar, yfirmanns efna- hagsbrotadeildar r í k i s l ö g r e g l u - stjóra. Ríkissak- sóknari sendi málið til ríkislögreglu- stjóra eftir að nokkrir sjóðsfélagar kærðu stjórnarmenn, fram- kvæmdastjóra og endurskoðanda sjóðsins fyrir meinta ólögmæta meðferð fjármuna sjóðsins og kröfðust opinberrar rannsóknar á störfum stjórnarinnar og endur- skoðandans. Lífeyrissjóðurinn hef- ur á undanförnum árum tapað stór- fé vegna umdeildra fjárfestinga. Á aðalfundi lífeyrissjóðsins í síðasta mánuði vék öll stjórn sjóðsins. Þar hélt Hrafnkell A. Jónsson, fráfarandi formaður, mikla ræðu um málefni lífeyris- sjóðsins. Hann lagði áherslu á að fjölmiðlar hefðu farið offari í mál- efnum sjóðsins og taldi að huldu- menn virtust reyna að ganga á milli bols og höfuðs á stjórn sjóðs- ins og samstarfsaðilum. Þar nefndi Hrafnkell sérstaklega Kaupþing, sem ekki væri á vin- sældalista allra. Formaðurinn gerði ársfundin- um grein fyrir því að stjórnin hefði sjálf haft frumkvæði að því að rannsaka mál sem sneru að fjárfestingum sjóðsins með því að fela endurskoðunarfyrirtækinu Deloitte & Touche og lögmanni fé- lagsins 30. janúar 2002 að skoða einstök mál. Hrafnkell sagði í ræðu sinni að við skoðun hafi komið í ljós að lánveiting upp á 40 milljónir króna til Burnham International 28. desember 1998 hafi verið án heimildar stjórnar og verið brot á reglum sjóðsins og andstæð hagsmunum hans. Þá lýsti Hrafnkell því að Gísli Mart- einsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, hefði fengið 6,6 milljóna króna lán sem væri um- fram heimildir þar sem einstak- lingar mættu að hámarki fá fjórar milljónir króna að láni. Finnbogi Jónsson, stjórnarmað- ur lífeyrissjóðsins, skrifaði undir lán sem Netagerð Friðriks Vil- hjálmssonar fékk. Lánveitingin uppfyllti skilyrði um tryggingar. Formaðurinn vitnaði til þess að Ísold ehf. hefði fengið 50 milljóna króna lán án þess að veð uppfylltu skilyrði sjóðsins. Sigurður Tr. Sig- urðsson, endurskoðandi Lífeyris- sjóðs Austurlands, skrifaði undir lánið fyrir hönd Ísoldar. Hrafnkell sagði í ræðu sinni að lánveitingin til endurskoðandans væri talin brjóta gegn samþykktum sjóðsins um heimildir og einnig væri að- koma endurskoðandans talin brjóta reglur sjóðsins. rt@frettabladid.is INDÓNESÍA, AP Amrozi bin Nurhas- yim, sem er grunaður um aðild að hryðjuverkaárásunum á Balí í fyrra, sagðist fyrir rétti í gær búa til sprengjur til þess að hrekja út- lendinga á brott frá Indónesíu. Hann sagði að útlendingar hefðu lagt undir sig kvöldsjón- varp Indónesíu og bætti því við að Vesturlandabúar hefðu mengað Indónesíu með bíómyndum sínum og eiturlyfjum. Amrozi er sagður hafa játað að hafa tekið þátt í hryðjuverkaárás- unum á Balí sem urðu 202 manns að bana, flestum útlendingum. Hann játað einnig í gær að hafa staðið fyrir nokkrum smærri sprengjuárásum í Indónesíu. ■ AMROZI Amrozi bin Nurhasyim, sem er fertugur vélvirki, fyrir rétti í gær. Hann vil útlendinga burt úr Indónesíu. Hryðjuverkaárásirnar á Balí: Amrozi vill útlendinga á brott FRÁ AUSTFJÖRÐUM Á aðalfundi lagði formaður sjóðsins áherslu á að fjölmiðlar hefðu farið offari í málefnum sjóðsins og taldi að huldumenn virtust reyna að ganga á milli bols og höf- uðs á stjórn sjóðsins og samstarfsaðilum. Endurskoðandi lífeyris- sjóðsins fékk 50 milljónir Rannsókn á fjárreiðum stjórnenda Lífeyrissjóðs Austurlands miðar hægt. Fráfarandi formaður lýsti lánveitingum sem brutu reglur. RAGNHEIÐUR LINDA SKÚLADÓTTIR Gekkst undir skurðaðgerð vegna offitu- vandamáls í mars á síðasta ári og hefur misst 52 kíló síðan þá. RAGNHEIÐUR LINDA Ragnheiður Linda áður en hún gekkst undir aðgerðina. Fjöldi fólks á biðlista eftir skurðaðgerð vegna offituvandamála: Hjálpar fólki mjög mikið AP /M YN D ■ Endurskoðandi Lífeyrissjóðs Austurlands skrifaði undir lánið fyrir hönd Ísoldar. ATVINNUMÁL Forsvarsmenn sjávar- útvegsfyrirtækisins Jökuls funda í dag með verkalýðsfélag- inu og trúnaðarmönnum starfs- manna fyrirtækisins um leiðir til að forðast uppsagnir 50 starfsmanna. Jökull ákvað fyrir helgi að draga til baka uppsagn- irnar vegna gagnrýni ASÍ á framkvæmd uppsagnanna og var í kjölfarið haldinn fundur á þriðjudaginn þar sem fulltrúum starfsmanna gafst kostur á að koma fram með tillögur til lausnar á vanda fyrirtækisins. Margrét Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækis- ins, kveðst litla trú hafa á því að forðast megi uppsagnir. „Boltinn liggur hjá verkalýðsfélaginu og trúnaðarmönnum. Ég satt best að segja veit ekki hvaða tillögur gætu komið fram til að leysa vandann.“ ■ SVEITARSTJÓRINN Á RAUFARHÖFN Guðný Hrund Karlsdóttir hefur haft í nógu að snúast síðan hún tók við starfi sveitarstjóra. Uppsagnir á Raufarhöfn: Boltinn er hjá starfsmönnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.