Fréttablaðið - 23.06.2003, Page 4
4 23. júní 2003 MÁNUDAGUR
Hefurðu áhyggjur af aukningu
vopnaðra rána hérlendis?
Spurning dagsins í dag:
Mun Reykjavíkurlistinn lifa út kjör-
tímabilið?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
36%
64%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
■ Lögreglufréttir
GALLABUXUR
kr. 490
Virkir dagar frá kl. 10-18
Laugardagar frá kl. 11-16
Sunnudagar frá kl. 12-16
HÁVELLA
Franskur eggjaþjófur var gómaður með há-
vellu- og húsandaregg á Egilsstaðaflugvelli.
Egilsstaðir:
Eggjaþjófur
gripinn
SMYGL Franskur ferðamaður á miðj-
um aldri var gripinn með 30 húsand-
ar- og hávelluegg við innritun í flug
til Düsseldorf frá Egilsstöðum á
föstudagskvöld.
Endurbættur gegnumlýsingarbún-
aður var tekinn í notkun á Egilsstaða-
flugvelli í vor og vegna hans fundust
eggin. Áður var handfarangur aðeins
gegnumlýstur og því ómögulegt að
vita hvort eggjasmygl hafi verið al-
gengt undanfarin misseri. Enginn
gegnumlýsingarbúnaður er í notkun á
millilandaferjunni Norrænu.
Aðspurður sagðist Frakkinn vera
í „eggjabransanum“ og vildi hann
ekki gefa nánari upplýsingar um
hvernig eggin ættu að nýtast. Talið er
að maðurinn hafi viljað selja eggin í
svokallaða andagarða í Evrópu, sem
eru eins konar dýragarðar fyrir
fugla að breskri hefð. ■
SKIPULAGSMÁL „Mér sýnist ekki
vera valdir þarna skipulags-
fræðingar með lágmarks mennt-
un og starfsreynslu,“ segir Gest-
ur Ólafsson, arkitekt og skipu-
lagsfræðingur í Reykjavík.
Hann var í forsvari fyrir einum
af þeim 19 hópum arkitekta,
skipulagsfræðinga og verkfræð-
inga sem sóttu
um að fá að
vinna tillögur
að framtíðar-
skipulagi slipp-
svæðisins við
Mýrargötu í
Reykjavík. Hópur Gests var
ekki valinn sem einn af þeim
fjórum hópum sem forvalsnefnd
hefur valið til að vinna að til-
lögugerðinni. Gestur kveðst
undrandi á þeirri niðurstöðu,
sérstaklega með tilliti til þess að
hann hafi myndað sinn hóp í
samstarfi við heimsþekkta aðila
á sviði skipulagsfræða. „Stofan
sem við erum í samstarfi við,
Lichfield Planning, er með ára-
tuga reynslu á þessu sviði, er
heimsþekkt og hefur hlotið fjöl-
margar alþjóðlegar viðurkenn-
ingar,“ segir Gestur. Stofa Gests
hefur m.a. sinnt skipulagsmál-
um á Akureyri, Hveragerði,
Garðabæ og Selfossi og sjálfur
var hann formaður Skipulags-
fræðingafélags Íslands.
Gestur hefur skrifað borgar-
ráði og farið fram á útskýringu á
niðurstöðu forvalsnefndarinnar.
„Ég á erfitt með að skilja þetta,“
segir hann. „Ég get þaðan af síð-
ur útskýrt þetta fyrir erlendum
samstarfsaðilum mínum, sem
ganga til þessa verks með opnum
huga og í góðri trú um að það sé
farið með umsóknir af fyllstu
sanngirni.“
Annar aðili sem hefur látið
undrun sína í ljós á vali forvals-
nefndar Reykjavíkurborgar er
Guðjón Bjarnason arkitekt, en
umsjón hans var hafnað þrátt
fyrir að í slagtogi við hann hafi
m.a. verið heimsþekktur arki-
tekt, Carlos Zapata, sem meðal
annars var valinn af New York-
borg til að gera tillögur að endur-
uppbyggingu World Trade Cent-
er. „Þetta er brilljant arkitekt,“
segir Gestur um hann.
Að sögn Steinunnar V. Óskars-
dóttur, formanns skipulagsnefnd-
ar Reykjavíkurborgar, uppfylltu
þeir aðilar sem valdir voru til til-
lögugerðarinnar best þau skilyrði
sem forvalsnefndin lagði til
grundvallar vali sínu. Vandað hafi
verið til valsins, og þó svo að
heimsþekktir aðilar og fólk með
mikla reynslu af skipulagsfræð-
um hafi verið innanborðs í öðrum
hópum hafi annað skort upp á í
þeim tilvikum. Hún segir skipu-
lagsnefnd hafa sent út bréf til
þeirra hópa sem eftir því hafa
óskað, þar sem rökstuðningur
nefndarinnar er tíundaður.
gs@frettabladid.is
Ríkislögreglustjóri:
Fíkniefna-
brotum
fjölgar
FÍKNIEFNI Alls voru framin 994
fíkniefnabrot árið 2002, eða 9,1
prósent fleiri en árið 2001.
Rúm 48 prósent fíkniefnabrota
komu upp í Reykjavík á síðasta
ári. Í Hafnarfirði voru þau tæp 13
prósent. Hátt prósentuhlutfall í
umdæmi lögreglunnar í Reykja-
vík er að stórum hluta til komið
vegna mála sem eiga upphaf sitt
hjá sýslumanninum á Keflavíkur-
flugvelli og hjá tollstjóranum í
Reykjavík.
Á síðasta ári var lagt hald á ríf-
lega 57 kíló af hassi og tæp tvö kíló
af kókaíni, sem er meira magn en
áður. Í fyrra voru haldlögð rúm-
lega sjö kíló af amfetamíni, örlítið
minna en árið 2002, þegar hald var
lagt á rúm tíu kíló.
Þá voru 1.039 einstaklingar kærð-
ir á síðasta ári vegna fíkniefnabrota,
917 karlar og 122 konur. ■
JEPPAR SKULLU SAMAN Tveir
jeppar skullu saman við Litlu-
Giljá á laugardagsmorgun. Engin
meiðsl urðu á fólki en bílarnir
eru mikið skemmdir eða ónýtir.
JEPPI VALT Jeppi valt á Arnar-
vatnsheiði um helgina. Fernt voru
í bílnum og voru þau flutt til lækn-
is. Bíllinn er mikið skemmdur.
VIÐURKENNING „Menn hafa flotið
langt á því að fá tilnefningu til Ósk-
arsverðlauna og auglýsingahátíðin
Cannes Lions er fyllilega sambæri-
leg í auglýsingaheiminum. Af því
reikna ég með því að við séum
komnir á kortið,“ segir Gunnlaugur
Þráinsson, framkvæmdastjóri aug-
lýsingastofunnar Gott fólk.
Auglýsingin „Beautiful
Women“, sem stofan gerði fyrir
Thule, hefur verið tilnefnd til verð-
launa sem besta sjónvarpsauglýs-
ingin á Cannes Lions-hátíðinni.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 1991
sem íslensk auglýsing er tilnefnd
til verðlauna á þessari hátíð. Þá var
auglýsingin „Skemmdarverk“ frá
Góðu fólki tilnefnd en hún var gerð
fyrir Póst og síma.
Cannes Lions-hátíðin hefur ver-
ið haldin í yfir 50 ár og er stærsta
hátíð sinnar tegundar í heiminum.
Gunnlaugur segir íslensku auglýs-
inguna hafa verið í hópi örfárra
sem tilnefndar voru frá Norður-
löndunum.
Auglýsingin „Beautiful Women“
hefur víða hlotið athygli. Hún hef-
ur verið sýnd víða í heiminum í
þáttum um skemmtilegar og/eða
athyglisverðar auglýsingar. Má þar
nefna Tarrant on TV og í nýsjá-
lenska sjónvarpinu. ■
Ungliðar R-lista
flokkanna:
Vilja halda
samstarfinu
áfram
STJÓRNMÁL Formenn ungliðahreyf-
inga Framsóknarflokksins,
Vinstri grænna og Samfylkingar-
innar, sem standa að R-listanum,
hafa sent frá sér yfirlýsingu þar
sem fram kemur að þeir vilji að
samstarfinu verði haldið áfram í
lengstu lög enda hafi samstarfið
„gengið vel þrátt fyrir ítrekaðar
hrakspár pólitískra andstæðinga“
og Reykvíkingar hafi lýst ánægju
sinni með listann með því að end-
urnýja umboð hans í tvígang.■
VINSÆL AUGLÝSING
Auglýsingin „Beautiful Women“ er fyrsta íslenska auglýsingin til að birtast í Shots, sem
hefur að geyma úrval þeirra sjónvarpsauglýsinga sem mesta athygli vekja í heiminum á
hverjum tíma.
Íslensk sjónvarpsauglýsing vekur athygli:
Tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna
HASS
Á síðasta ári var lagt hald á 57 kíló.
Heimsþekktum
arkitektum synjað
Alþjóðlegar stjörnur á sviði arkitektúrs og skipulagningar fá
ekki að spreyta sig á skipulagningu slippsvæðisins við Mýrargötu.
Val forvalsnefndar á ráðgjafahópum mætir gagnrýni.
GESTUR ÓLAFSSON
Sendi inn umsókn í samvinnu við heims-
þekkta stofu í Bretlandi, en var hafnað.
STEINUNN V. ÓSKARSDÓTTIR
Skipulagsnefnd hefur sent út bréf til þeirra
sem þess hafa óskað með rökstuðningi við
ákvörðun nefndarinnar.
„Ég á
erfitt með að
skilja þetta.
VIÐSKIPTI Kaup Baugs á leikfanga-
versluninni Hamleys kunna að vera í
uppnámi eftir að Tim Waterstone,
stofnandi Waterstone-bókabúðanna
og barnavöruverslananna Daisy &
Tom, lýsti því yfir að hann væri með
gagntilboð í burðarliðnum. Breska
blaðið Independent greindi frá því
um helgina að ítarlegar viðræður
hafi átt sér stað milli Waterstone og
stjórnenda Hamleys og hafði eftir
heimildarmönnum sínum að mikil al-
vara væri í umleitunum Waterstone.
Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Baugs, hefur lýst yfir efasemdum
sínum um að yfirlýsing Waterstone
eða gagntilboð hefði mikil áhrif á
væntanleg kaup Baugs á leikfanga-
versluninni. Komið hefur fram að
Waterstone var einn af keppinautun-
um um kaup á Hamleys áður en fyr-
irtækið fór í sérstakar viðræður við
Baug og samþykkti tæplega sex
milljarða króna yfirtökutilboð ís-
lenska smásölurisans.
Baugur hefur hlotið samþykki
ríflega 40 prósenta hluthafa í
Hamleys og hafa bresk blöð eftir fé-
lögum Jóns Ásgeirs að ekki beri að
taka umleitanir Waterstone alvar-
lega. Hins vegar er haft eftir félög-
um Waterstone að fjármögnun á yf-
irtöku sé tryggð. Enn hefur þó ekki
borist kauptilboð frá Waterstone í
hina 260 ára gömlu verslunarkeðju
Hamleys. ■
BARIST UM LEIKFANGABÚÐ
Tim Waterstone, stofnandi bókabúða og
barnavöruverslana, hefur lýst yfir áhuga
sínum á að koma með gagntilboð í leik-
fangaverslunina Hamleys, sem Baugur fal-
ast eftir fyrir sex milljarða. Tilboð Baugs
hefur verið samþykkt og telur fyrirtækið
litla alvöru vera í yfirlýsingu Waterstone.
Fleiri vilja leikfangabúðina Hamleys:
Baugur mætir mótspyrnu
KARLAR
L U J T Mörk Stig
Fylkir 6 4 0 2 11:5 12
FH 6 3 2 1 10:6 11
KR 6 3 1 2 7:8 10
ÍA 6 2 3 1 8:5 9
ÍBV 6 3 0 3 12:10 9
Þróttur 6 3 0 3 9:9 9
KA 5 2 2 1 8:6 8
Valur 6 2 0 4 8:12 6
Grindavík 6 2 0 4 7:11 6
Fram 5 0 2 3 4:12 2
Grindavík 2:1 Þróttur
ÍBV 1:3 FH
Valur 1:3 ÍA
Fylkir 2:1 KR