Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 8

Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 8
8 23. júní 2003 MÁNUDAGUR Traust og trúnaður Það sem skiptir langmestu máli í samstarfi er traust og trúnað- ur. Alfreð Þorsteinsson. Morgunblaðið, 21. júní. Íþróttaálfur í hjólastól Þarna var ég kominn til að selja íþróttaálf og var í hjólastól. Magnús Scheving. DV, 21. júní Aðgöngumiði, andvirði brennivínsflösku Ekki búið að ala hinar yngri kynslóðir upp í því sem áður var, að menn borguðu andvirði einnar brennivínsflösku í að- göngumiða. Miðaverð hefur staðið í stað árum saman. Jakob Frímann Magnússon. Fréttablaðið, 21. júní. Orðrétt DRAUMAR „Það hringdi í mig maður eftir að hafa lesið um mig og fyrs- ta Bensinn minn í Fréttablaðinu. Hann sagðist hafa átt hæsta tilboð í bíl sömu tegundar sem kom við sögu í greininni og spurði hvort ég vildi ganga inn í boðið,“ segir Guð- finnur Halldórsson bílasali. Í greininni sagðist Guðfinnur hafa saknað bílsins mikið, í honum hefði verið drossíulykt. Þar kom fram að eins bíll væri á uppboði í Smára- lindinni til styrktar átaki gegn þunglyndi. Guðfinnur sagði manninum að hann væri ekki í stakk búinn að ganga inn í boðið. Hann væri búinn að eyða svo miklum peningum í alls konar bull og rugl. Ekki gat hann þó hætt að hugsa um bílinn og hringdi í VÍS og sagði þeim frá boðinu. „VÍS er mitt tryggingafé- lag, þeir hafa alltaf verið svo lið- legir við mig og hjálpað mér í gegnum árin. Í þetta skipti eins og önnur aðstoðuðu þeir mig dyggi- lega og bíllinn er minn,“ segir Guðfinnur. Hann settist inn í bíllinn og var það eins og ekkert hefði breyst frá því hann yfirgaf svona bíl fyr- ir um 36 árum síðan. „Ég yngdist um fjölda ára og endurupplifði æsku mína. Það var svo skrítið, ég hafði engu gleymt um hvernig ætti að keyra svona bíl.“ En stefnuljósið er í stýrinu, honum þarf að starta með takka og skipt- ingin er öðruvísi en gerist og gengur. Þeir smullu saman eins og flís við rass. „Ég er mjög ánægður með bíl- inn og ætla að nota hann með Trabantinum sem auglýsingu fyr- ir bílaþvottastöðina mína. Slag- orðið verður: þeir eru góðir þessir þýsku.“ Hann segir Trabantinn fara upp á þak en ekki tímir hann Bensinum í það. „Honum verður ekið um bæinn til að benda fólki á að nú hlær frúin í betri bíl. hrs@frettabladid.is NÁTTÚRULÆKNINGAR „Þetta mál snertir embætti mitt ekki á neinn hátt,“ segir Sigurður Guðmunds- son landlæknir um mál Kolbrúnar Björnsdóttur grasalæknis, sem Lyfjastofnun bannar að flytja inn jurtir. Það er túlkun Lyfjastofnun- ar að Kolbrún framleiði lyf úr jurtunum og þess vegna er henni bannað að flytja inn nokkuð af því tagi, jafnvel þótt um hafra sé að ræða. Þetta bann hefur staðið í hálft annað ár og Kolbrún hefur nú ráð- ið sér lögmann í glímu sinni við Lyfjastofnun. Eftirlitsmaður Lyfjastofnunar sagði við Fréttablaðið að í ljós hefði komið við athugun hjá Land- lækni að Kolbrún hefði engin leyfi til lækninga eða lyfjagerðar. „Þetta er alfarið mál Lyfja- stofnunar og okkur kemur inn- flutningur ekki við á neinn hátt,“ segir Sigurður. Kolbrún grasalæknir hyggst leita ásjár heilbrigðisráðherra vegna þessa máls. Hún hefur þvertekið fyrir að jurtablanda hennar sé lyf en segir að hún komi gjarnan í stað lyfja. ■ GUÐFINNUR HALLDÓRSSON BÍLASALI Guðfinnur er alsæll með Bensinn og ekur um bæinn í æskuljóma. ■ „Ég yngdist um fjölda ára og endurupplifði æsku mína. Það var svo skrítið.“ Við smullum saman Guðfinnur og Bensinn smullu saman eins og flís við rass. Hann yngdist upp og hafði engu gleymt um hvernig aka ætti svona bíl. Bíllinn mun minna fólk á að nú hlær frúin í betri bíl. KOLBRÚN BJÖRNSDÓTTIR Fær ekki að flytja inn grös vegna þess að hún hefur ekki leyfi. Lyfjastofnun stöðvar innflutning: Grösin landlækni óviðkomandi KVENNASLODIR.IS Skráning í nýjan íslenskan kvennagagna- banka er hafin. Allar konur sem búa yfir sérþekkingu á einhverju sviði eiga erindi í grunninn. Kvennagagnabanki: Sérþekking gerð sýnilegri JAFNRÉTTI Íslenskur kvennagagna- banki, kvennaslodir.is, verður opnaður við hátíðlega athöfn í september og er skráning í bank- ann þegar hafin. Í gagnabankann verða skráðir kvensérfræðingar á ýmsum sviðum og markmiðið er að gera sérþekkingu kvenna sýni- lega og aðgengilega fyrir fjöl- miðla, fyrirtæki og stjórnvöld. „Hver sem er að leita að hæf- um einstaklingi, hvort sem er til að halda fyrirlestur, taka sæti í ráði eða stjórn eða í raun til hvers sem er, getur farið í bankann og nálgast þekkingu hjá konum,“ segir Birna Þórarinsdóttir, starfs- maður Kvennaslóða. Kannanir hafa ítrekað sýnt fram á að veru- lega hallar á hlut kvenna í fjöl- miðlum, ráðum og nefndum auk stjórna fyrirtækja og opinbera geirans. „Við viljum leiðrétta þessa skekkju sem er alltaf að finna alls staðar.“ ■ Hamraborg 1-3, 200 Kópavogur Sími: 588 3060, Fax: 588 3070 www.icestart.is Fánar í öllum stærðum Vertu sýnilegur! Félagsleg aðstoð: Um 46 millj- arða kostnaður ALMANNATRYGGINGAR Útgjöld til al- mannatrygginga og greiðslur samkvæmt lögum um félagslega aðstoð námu rúmum 46 milljörð- um króna í fyrra, samkvæmt Tryggingastofnun ríkisins. Útgjöldin eru því tæplega fimmtungur af heildarútgjöldum ríkissjóðs ef stuðst er við þjóð- hagsreikningakerfi Sameinuðu þjóðanna. Rösklega 61% af út- gjöldum til almannatrygginga er greiðslur lífeyristrygginga í formi ellilífeyris, örörkulífeyris, tekju- tryggingar og fleiri bóta. Um 37% útgjalda eru vegna sjúkratrygg- inga eða kaupa á heilbrigðisþjón- ustu utan sjúkrahúsa. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.