Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 13

Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 13
13MÁNUDAGUR 23. júní 2003 hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 JÚNÍ Mánudagur  16.30 RÚV Fótboltakvöld (e).  16.50 RÚV Helgarsportið (e).  18.15 Sýn Íslensku mörkin (e).  18.45 Sýn Álfukeppni FIFA. Bein útsending frá leik í B-riðli.  20.00 KR-völlur KR og ÍBV, efstu lið Landsbankadeildar kvenna, mætast.  20.00 Kaplakrikavöllur FH leikur gegn sameiginlegu liði Þróttar og Hauka í Landsbankadeild kvenna.  21.00 Sýn Álfukeppni FIFA. Útsending frá leik í B- riðli.  22.50 Skjár 1 Mótor - Sumarsport. Þáttur um bílaí- þróttir.  23.00 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþrótta- viðburði heima og erlendis.  23.30 Sýn Gillette-sportpakkinn. Íþróttir um allan heim. FÓTBOLTI Englendingurinn Lee Sharpe leikur ekki meira með Grindvíkingum á þessu tímabili. Hann meiddist í leik gegn ung- mennaliði Keflavíkinga í 32 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar og gat ekki tekið þátt í leikjunum gegn FH og Þrótti í Landsbanka- deildinni. Sharpe er meiddur í aftan- verðu læri og munu meiðslin vera svipaðs eðlis og meiðslin sem hann glímdi við á meðan hann var á mála hjá Leeds United. Sharpe gekk til liðs við Grind- víkinga í vetur en náði aðeins að leika fjóra leiki félagsins í deild- inni, einn í deildabikarnum og þrjá leiki í Canela-bikarkeppninni á Spáni í byrjun apríl. Sharpe er þegar farinn af landi brott. ■ FÓTBOLTI Fyrsti leikur Fram undir stjórn nýs þjálfara, Steinars Guð- geirssonar, endaði með 5-0 tapi fé- lagsins gegn ÍBV á útivelli. Er þetta lakasta byrjun hjá liðinu undir þjálfara sem tekur við á miðju tímabili. „Það hringja engar aðvörunar- bjöllur eftir þennan leik,“ sagði Finnur Thorlacius, formaður rekstrarfélags Fram. „Þessi leik- ur var í járnum fram að fyrsta marki og eftir það varð hálfgert niðurbrot í liðinu. Þá var tekin ákveðin áhætta með því að auka sóknarþungann sem ekki gekk upp.“ Finnur segir að Steinar hafi orðið fyrir valinu sem næsti þjálf- ari vegna reynslu hans og metnað- ar. „Markmið okkar í dag miðað við ástandið er að halda okkur uppi og allt annað en það er plús. Það eru margar umferðir eftir ennþá og engin örvænting komin í hópinn. Andinn í liðinu er mjög góður þrátt fyrir allt saman og það ríkir mikil sátt um ráðningu Steinars þrátt fyrir að margir hafi orðið hissa á að hann yrði fyrir valinu. Ég treysti Steinari full- komlega til verksins, hann er samviskusamur og metnaðarfull- ur maður og hann þekkir vel til liðsins. Það er alltaf áhætta í því að fá nýjan mann til verksins á miðju tímabili og þá verður hann að þekkja til liðsins.“ ■ FRAMARAR Höfðu litlu að fagna á Hásteinsvelli í Eyjum. Árangur Fram í Landsbankadeildinni dapur: Markmiðið að halda okkur uppi SHARPE Lee Sharpe lék aðeins fjóra leiki með Grindavík í Landsbankadeildinni. Landsbankadeild karla: Lee Sharpe farinn Evrópukeppni landsliða: Konurnar sjöttu, karl- arnir sjöundu FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR Kvennalið Ís- lands var í sjötta sæti B-riðils 2. deildar Evrópukeppni landsliða í frjálsum íþróttum. Karlaliðið varð í sjöunda sæti. Vala Flosadóttir og Vigdís Guð- jónsdóttir náðu bestum árangri ís- lensku keppendanna. Vala stökk 4,20 í stangarstökki og sigraði en Vigdís kastaði spjóti 50,05 metra og varð þriðja. Svisslendingar sigruðu bæði í keppni karla og kvenna og flytjast upp í 1. deild ásamt austurrísku körlunum og lettnesku konunum sem urðu í öðru sæti. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ / V IL H EL M VALA Vala Flosadóttir sigraði í stangarstökki í Evrópukeppninni.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.