Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 17
MÁNUDAGUR 23. júní 2003 17
Handlyftarar
Dalvegur 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3519
haraldur@kraftvelar.is · www.kraftvelar.is
Lyftigeta 2,3 tonn
Sterkbyggðir
og öruggir
Standard
Quicklift
kr
kr
48.515,-
55.966,-
m/vsk
m/vsk
Tryggvi Jónsson, forstjóriHeklu, segir að alltaf séu ein-
hverjar tískusveiflur í gangi í
bílakaupum. Þegar vel ári aukist
sala á jeppum og öðrum dýrum
bílum í hlutfalli við bætt efna-
hagsástand. Salan gengur vel, að
hans mati, um þessar mundir:
„Aukningin hefur kannski verið
meiri í dýrari bílum en líka á
ódýrari bílum, en þó ekki ódýr-
asta,“ segir hann. „Það er meiri
bílasala í heild.“
Tryggvi segir það orðið mjög
algengt að fólk eigi tvo bíla, gjarn-
an einn stóran bíl og síðan til
dæmis Golf, Polo eða Skoda. Tveir
jeppar séu hins vegar undantekn-
ing: „Það er oft einn vandaður
fjölskyldubíll og einn skutlubíll,
lítill bíll fyrir börnin,“ segir hann
og bætir við að það sé alls ekki al-
gengt að fólk eigi fleiri en tvo
bíla. Hann segir konur og karla
ólík þegar komi að bílavali: „Kon-
ur eru jafn hrifnar af dýrum bíl-
um og karlar en þær vilja hafa þá
sportlegri og línulegri. Karlpen-
ingurinn sækir meira í stóru bíl-
ana.“ ■
Vefur Bílgreina-
sambandisns:
Reikna
bílverð
Á vef Bílgreinasambandsins,www.bgs.is, má reikna út
gangverð á notuðum bílum. Miðað
er við upplýsingar um viðmiðun-
arverð bílaumboðanna.
Viðmiðunarverð er reiknað út
frá forsendum þess umboðs sem
flytur inn viðkomandi tegund bif-
reiðar. Verðið er reiknað út frá
aldri bifreiðar, akstri og afskrift-
um.
Viðmiðunarverð er að sjálf-
sögðu aðeins til viðmiðunar því
verð einstakra bifreiða getur ver-
ið bæði hærra og lægra, allt eftir
ástandi bifreiðarinnar. ■
Ég keypti fyrsta fornbílinn árið1966, gamlan Ford ‘36, sem
Kristján Sveinsson augnlæknir
átti,“ segir Einar Gíslason, allsherj-
ar bíladellukarl að eigin sögn. „Það
hefur sennilega verið upphafið að
fornbílaáhuganum þó ég hafi reynd-
ar haft áhuga á bílum alla tíð. Pabbi
var bifvélavirki svo trúlega er þetta
í genunum. En ég fékk sem sagt
fornbíladellu í ofanálag við að reka
stórt bílafyrirtæki,“ segir Einar.
Einar er virkur meðlimur í Forn-
bílaklúbbnum og getur ekki nóg-
samlega lofað félagsskapinn.
„Þarna er ekki gerður neinn manna-
munur og enginn að þykjast vera
meiri en hann er. Svo sameinar
menn náttúrlega áhuginn á gömlum
bílum. Þetta gengur fyrst og fremst
út á það að eiga fornbíl,“ segir hann
og á sjálfur sex stykki. Hann segir
allan gang á því hvort menn kaupi
sér tilbúinn fornbíl hér á landi eða
sæki þá hálfónýta til útlanda og geri
upp sjálfir.
„Það er gríðarlegt framboð í út-
landinu, en mönnum virðist þykja
betra að kaupa þá hálfónýta í út-
löndum og gera þá upp. Við erum að
vona að það breytist. En auðvitað er
það hluti af skemmtuninni að gera
bílana upp.“
Uppáhaldsbíll Einars í augna-
blikinu er Buick ‘66 sem hann ekur
alltaf á sumrin. „‘66-módelin höfða
mjög til mín, það er svo ótrúlega
margt í þessum bílum sem er það
sama og í bílum í dag,“ segir hann,
og vill jafnvel meina að þróunin
hafi ekki orðið svo gríðarleg síðan.
Núna er Einar að gera upp Buick
Roadmaster ‘49 sem hann keypti
frá Kansas. „Hann er „undir“ núna
og hinir sitja á hakanum á meðan.
Næst verður það svo annað hvort
Desoto ‘48 eða Chevrolet ‘59, þeir
eru svona á „sporinu“. ■
BÍLAR ERU MENGUNARVALDUR
Pústskynjarar eru þess vegna mjög mikil-
vægir því ef þeir eru rétt stilltir og virkir
mengar bílinn minna.
Pústskynjar-
ar of dýrir?
Brögð hafa verið að því að fólkkvarti undan verðlagningu á
öryggisbúnaði bíla á borð við
pústskynjara. Jónas Þór Stein-
arsson hjá Bílgreinasambandinu
segist ekki geta sagt nákvæm-
lega til um hvernig sá búnaður er
tollflokkaður, en segir mikið af
öryggisbúnaði í bíla með sér-
stöku vörugjaldi og þar af leið-
andi tiltölulega dýran. „Það má
vel vera að fólk veigri sér við að
endurnýja slík kerfi vegna þess
hversu dýr þau eru, sem er nátt-
úrlega afleitt. Pústskynjarar eru
til dæmis mjög mikilvægir því ef
búnaðurinn er í lagi mengar bíl-
inn minna og eyðir þar að auki
minna,“ segir Jónas. ■
TRYGGVI JÓNSSON
Forstjóri Heklu segir það algengt að fólk eigi tvo bíla.
Spáð í bílamarkaðinn:
Konur vilja sportlega
og línulega bíla
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
EINAR GÍSLASON
Viðurkennir aðspurður að það sé svolítið „kúl“ að rjúki úr dekkjunum. En það er hins veg-
ar ekki hentugt í spyrnunni, það fer svo mikil orka í spólið, segir Einar.
Enginn mannamunur
í Fornbílaklúbbnum
Einar Gíslason er bíladellukarl sem á sex fornbíla.
Uppáhaldið, í bili að minnsta kosti, er Buick ‘66,
en Desoto-inn og Chevrolettinn verða gerðir upp í sumar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T