Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.06.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 23.06.2003, Qupperneq 18
■ ■ SÝNINGAR  Sýning á verkum myndlistarkonunn- ar Óskar Vilhjálmsdóttur í Þjóðarbók- hlöðunni. Ósk hefur í verkum sínum gjarnan teflt saman og kannað eigin- leika einkarýmis og almannarýmis. Hún hefur m.a. rannskað þá leyndardóma einkalífsins sem birtast okkur í fjöl- skylduljósmyndum.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Samsýning listamanna úr Gallery VERU í Veitingahúsinu Ránni í Kefla- vík. Sýningin stendur til 14. júlí. Sýndar eru landslags- og blómamyndir.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður sýnir í Rauða húsinu á Eyrar- bakka 11 myndverk unnin í olíu og blandaðri tækni á striga. Sýningin stend- ur fram í ágúst.  Sýningin „Í nótt sefur dagurinn“ hef- ur verið opnuð í versluninni 12 tónum. Þetta er þriðja einkasýning Marý. Flest eru verkin á sýningunni olíumálverk frá þessu ári.  Katrín Elvarsdóttir sýnir á Mokka. Sýningin nefnist Lífsandinn en á henni má sjá 12 ný verk sem eru seinni hluti myndaraðarinnar Lífsfsanda.  Í Hafnarborg, Hafnarfirði, stendur nú yfir samsýningin “Rambelta“. Þar sýna myndlistarmennirnir Erling T.V. Klingenberg, Elva Dögg Kristinsdóttir, Guðný Rósa Ingimarsdóttir, Gunnar Þór Víglundsson, Högni Sigurþórsson, Ólafur Árni Ólafsson, Libia Pérez de Siles de Castro, Úlfur Grönvold og Þóra Þóris- dóttir.  Þrjár sýningar í Listasafni Reykjar- víkur – Hafnarhúsinu. Sýningarnar Humar eða frægð – Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóðlega samtímalist á Íslandi og Erró Stríð.  Þóra Sigurþórsdóttir leirlistakona er með myndlistarsýningu að Hvirfli í Mosfellsdal. Sýningin er haldin ut- andyra.  Höggmyndalistamaðurinn Teddi (Magnús Th. Magnússon) verður með sýningu á viðarhöggmyndum á vinnu- stofu sinni til 1. júlí. Vinnustofan er á horni Skúlagötu og Klapparstígs.  Sýningin Reykjavík í hers höndum í Íslenska Stríðsárasafninu á Reyðar- firði er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn- fræðingi í samvinnu við Íslenska Stríðs- árasafnið.  Sýning á verkum Matthew Barney stendur í Nýlistasafninu. Sýningin stendur til 29. júní.  Steinunn Marteinsdóttir er með sýningu á Hulduhólum í Mosfellsbæ. Þar sýnir hún málverk og verk úr leir. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 23. júní 2003 MÁNUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 20 21 22 23 24 25 26 JÚNÍ Mánudagur Þetta er yfirlit um íslenskasamtímaljósmyndun. Sýning sýnir fjölbreytnina og breiddina sem er ríkjandi í ljósmyndun í dag,“ segir Eiríkur Þorláksson, sýningastjóri og forstöðumaður Listasafns Reykjavíkur. Sýningin er að stofninum til unnin fyrir sýningu sem sett var upp í Moskvu á síðasta ári. „Við efnd- um til samstarfs við ljósmynda- safn í Moskvu sem fólst í því að við sendum sýningu til þeirra og þeir síðar til okkar. Sýningin sem hélt utan var tvíþætt, annars veg- ar var um samtímaljósmyndun að ræða og hins vegar var sýning um íslenska ljósmyndun frá 19. öld til fyrri hluta 20. aldar en sá hluti var úr ljósmyndasafni Þjóðminja- safnsins.“ Eftir að sýningin kom heim þótti forráðamönnum hennar eft- irsóknarvert að setja hana einnig upp hér á landi að sögn Eiríks. „Sýningin er mjög fjölbreytt og sýnir nánast allt undir regnbog- anum. Á henni má sjá verk eftir allra bestu landslagsljósmyndar- ana og eins myndir eftir lista- menn sem hafa unnið með fjöl- breyttara listform en á einhverju skeiði valið ljósmyndina sem form. Á sýningunni kennir því ýmissa grasa.“ Aðspurður segir Eiríkur sýn- inguna hafa fengið góð viðbrögð í Rússlandi en þar eins og hér hafi sýningargestir skipst í tvo hópa, þá sem áhuga hafa á því nýja og hins vegar því gamla. Þess má geta að hinn hluti sýn- ingarinnar verður settur upp við opnun Þjóðminjasafnsins á næsta ári. Sýningin er í Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, og er til 17. ágúst. ■ ■ LJÓSMYNDUN Samtíminn festur á filmu Samtök iðnaðarins boða til opins morgunverðarfundar þriðjudaginn 24. júní kl. 8:00 - 9:30 á Grand Hótel Reykjavík til að ræða hátt gengi íslensku krónunnar. Hátt gengi krónunnar, löngu áður en virkjunar- og stóriðjuframkvæmdir eru komnar á fulla ferð, kemur á óvart. Ljóst er að iðnaðinum og öðrum samkeppnisgreinum er ógnað ef ruðningsáhrif af völdum þeirra framkvæmda verða ráðandi í efnahagslífinu næstu fjögur til fimm árin. Á fundinum verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum: Hvað skýrir hækkun gengisins? Hafa fjárfestar ofmetið áhrif stóriðjuframkvæmda á gengið? Hversu mikil neikvæð áhrif getur langvarandi hátt raungengi haft á útflutning og hagvöxt? Hvað er til ráða í efnahagsstjórninni til að hafa áhrif á lækkun gengisins? Frummælendur eru: - Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur SI - Bolli Þór Bollason, forstöðumaður Efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins - Már Guðmundsson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands - Edda Rós Karlsdóttir, forstöðumaður Greiningardeildar Landsbanka Íslands Fundarstjóri: Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri SI Fundurinn er öllum opinn. Hátt gengi krónunnar: Hvað er til ráða? BJARGEY ÓLAFSDÓTTIR Myndin Falskar tennur eftir Bjargeyju Ólafsdóttur er ein þeirra sem prýða sýninguna. Sýningunni er ætlað að varpa ljósi á íslenskan sam- tíma og stendur nú yfir Listasafni Reykjavíkur, Kjar- valsstöðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.