Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 19

Fréttablaðið - 23.06.2003, Side 19
MÁNUDAGUR 23. júní 2003 ■ ÁLFABYGGÐ Við höfum verið með ferðir umálfabyggðir Hafnarfjarðar í nokkur ár undir leiðsögn Erlu Stef- ánsdóttur sjáanda,“ segir Jón Hall- dór Jónasson, ferðamálafulltrúi Hafnarfjarðar. Farið verður í ferðina með rútu í kvöld frá Upplýsingamiðstöð Hafnarfjarðar. „Erla fer með fólk- ið út á völdum stöðum, þar verða æfingar gerðar að hennar hætti og umhverfið skoðað.“ Að sögn Jóns Halldórs eru engar tvær ferðir með Erlu eins. „Það má segja að ferðirnar fari eftir því hverju and- inn blæs henni í brjóst en hún sér alveg um skipulagninguna á þeim, stjórnar þeim og stýrir. Hún heim- sækir stundum blómálfa og aðrar verur í gróðrinum, ræðir um óska- steina og hvetur fólk til að tengjast náttúrunni.“ Jón Halldór trúir blaðamanni fyrir því að upphaflega hafi hann verið í hópi þeirra vantrúuðu en við- urkennir að eftir að hafa unnið náið með Erlu bæði í kynningarmálum og öðru, eigi hann sífellt erfiðara með að trúa ekki sýnum hennar. Að sögn Jóns Halldórs eru ferð- irnar farnar nokkurn veginn til há- tíðabrigða. „Við höfum ákveðið að hafa þessar ferðir aðeins einu sinni á ári og er Jónsmessan tilval- inn hátíðardagur enda að sögn Erlu sá tími sem óskasteinar eru hvað kröftugastir.“ Hafnarfjarðarbær gefur einnig út á dögunum nýtt og endurbætt álfakort. „Upplagið var búið hjá okkur þannig að við ákváðum að láta prenta meira. Síðar kom í ljós að kortið var horfið úr prentverk- smiðjunni og eina skýringin sem okkur dettur í hug er að álfarnir hafi gripið þar inn í. Í kjölfarið ákváðum við að endurgera krotið og uppfæra það með nýjum manna- og álfabústöðum. En kort- ið inniheldur teikningar af um- hverfinu eins og Erla sér það.“ Farið verður í ferðina í kvöld klukkan 22.30 frá Upplýsingamið- stöð Hafnarfjarðar til þeirra staða sem mestan kraft gefa og sólstöð- um fagnað. vbe@frettabladid.is ÁLFARNIR HENNAR ERLU Boðið verður upp á álfaskoðunarferð í Hafnarfirði í dag í tilefni af Jónsmessu. Blómálfar og óskasteinar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.