Fréttablaðið - 23.06.2003, Qupperneq 30
Ha? Jahh, ég er markaðsstjórihjá Securitas, fjölskyldumað-
ur, uppalinn og búsettur í Kópa-
voginum,“ segir Bjarni Ingólfs-
son. Líkt og mörgum vefst honum
tunga um tönn spurður hreint út
hver hann sé.
Securitas komst í fréttir vegna
neyðarhnapps sem ekki virkaði
þegar rán var framið í söluturni í
Kópavogi fyrir skömmu. Hnapp-
urinn var ekki tengdur öryggis-
kerfi söluturnsins og því tómt mál
um að tala að Securitas gæti
brugðist við.
Bjarni á að baki fjóra mánuði í
starfi en hann var áður fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins Frí-
kort, sem hann fylgdi til grafar.
„Öryggismálin eru mér ofarlega í
huga enda ekki hægt að starfa við
einhvern hlut sem þú hefur ekki
áhuga á. Þetta er spennandi mála-
flokkur.“ Blaðamaður rifjar upp í
framhaldi af þessum orðum hetju-
hlutverk öryggisvarða í ýmsum
sjónvarpsþáttum, þar sem þeir
verja heiðvirða borgara gegn að-
steðjandi vá – rumpulýð hvers
kyns. Bjarni kannast ekki við
þetta úr sínu umhverfi. „Þar sem
ég valsa um minn kontór fell ég
illa inn í eitthvert Equalizer-hlut-
verk. Starf öryggisvarða er æs-
ingalaust og yfirvegað starf sem
snýst um að átta sig á í tíma hvað
geti brugðið út af.“
Bjarni er rekstrarhagfræðing-
ur, menntaður úr Samvinnuhá-
skólanum á Bifröst sem svo hét og
tók svo master í Árósum í Dan-
mörku. Þar kunni hann vel við sig
og segir Árósa fallega og
skemmtilega borg. Kona Bjarna
er Inga Þórisdóttir, þjónustufull-
trúi hjá Sparisjóði vélstjóra, og
samanlagt eiga þau þrjú börn,
Bjarni öll og Inga tvö þeirra.
Bjarni gengst ófeiminn við því að
vera Bliki enda bólusettur fyrir
lífstíð hvað varðar brokkgengi
síns liðs. Þegar hann er ekki að
sinna vinnu sinni og fjölskyldu
stundar hann golf og neitar, í ljósi
þess hversu lélegur hann sé, að
upplýsa hversu lengi hann hefur
lagt stund á það sport.
jakob@frettabladid.is
23. júní 2003 MÁNUDAGUR
Alda Þórðardóttir, eigandiSaumalistar í Kringlunni, býð-
ur viðskiptavinum sínum upp á
hvers kyns fataviðgerðir og fljóta
og góða þjónustu. Hún hefur þó
setið uppi með mikið af þessum
fatnaði í fjölda ára, eða þangað til
hún hefur neyðst til gefa hann
Rauða krossinum eða öðrum líkn-
arfélögum. „Þetta er staðreynd,“
segir Alda, „fólk kemur með ný og
nýleg föt í alls kyns viðgerðir, bux-
ur í styttingu og rennilásaviðgerð-
ir, en svo er þetta aldrei sótt. Það
hefur komið fyrir að fólk komi eft-
ir hálft ár, en ég hef það fyrir reglu
að geyma allt í að minnsta kosti tvö
ár áður en ég gef það. Ég vil hafa
mitt á hreinu. En þetta er alveg
með ólíkindum.“
Alda hefur ekki lengur pláss
fyrir ósóttan fatnað í Saumalist og
er með marga poka í bílskúrnum
heima hjá sér. Hún vill ekki tjá sig
um hversu miklu hún tapar á þess-
um viðskiptum, en segist undrandi
og sár. „Mér finnst þetta siðlaust,“
segir hún, „maður vinnur meira en
maður þarf til að þjónusta fólk, en
kannski er ekki eins illa ástatt í
þjóðfélaginu og fólk vill vera láta,
það er að minnsta kosti óskiljan-
legt að fólk geti komið með fínar
flíkur í viðgerð og gleymt þeim
jafnóðum.“ ■
Sóun
■ Það hefur vakið athygli í tengslum við
gjaldþrot Radíóhússins að eigendur sátu
uppi með fjölda tækja sem hafði verið
komið með í viðgerð, en síðan ekki sótt.
Rafmagnstæki eru þó ekki það eina sem
fólk kemur með í viðgerð og gleymir við
svo búið.
Persónan
BJARNI
INGÓLFSSON
■ Starfar hjá Securitas og þó öryggismál-
in séu spennandi sér hann sig ekki sem
einhvern „Equalizer“ sem slær skjaldborg
um grandvara borgara gegn rumpulýð
hvers kyns. Þetta er æsingalaust starf.
Fín föt aldrei sótt
GÆLUDÝR „Við höfum gengið með
þessa hugmynd í nokkurn tíma
því það hefur lengi vantað gælu-
dýragrafreit,“ segir Guðný G.
Ívarsdóttir en hún og maður henn-
ar Kristján Mikkaelsson opnuðu á
föstudaginn 20. júní grafreit að
Hurðarbaki í Kjós.
Séra Pétur Þorsteinsson, prest-
ur Óháða safnaðarins, vígði garð-
inn, sem er hugsaður fyrir gælu-
dýr og jafnvel hross. Guðný segir
að á síðasta ári hafi hún stundað
nám við Háskóla Íslands og í skól-
anum hafi hún unnið með við-
skiptahugmyndina að garðinum.
Ég kynnti mér það áður hve mörg
dýr eru aflífuð á höfuðborgar-
svæðinu á ári hverju, en það eru á
milli 7-800 dýr. Fólk á í vanda með
að jarðsetja dýrin því flestum er
ekki sama hvar þau liggja,“ segir
hún.
Guðný nefnir einnig að hross
séu velkomin í grafreitinn en sjálf
á hún þrjú hefðarhross sem kom-
in eru langt á þrítugsaldur. „Þau
munu verða jörðuð þarna þegar
þeirra tími kemur, segir hún.“
Oft eru dýr grafin í görðum
manna en það er ekki á vísan að
róa í þeim efnum því fólk flytur
sig um set og á þá erfitt með að
vitja leiðanna. Margir hafa því
lengi beðið grafreits eins og á
Hurðarbaki.
Þeir sem vilja jarðsetja dýrið
sitt að Hurðarbaki geta einfald-
lega haft samband við Guðnýju,
sem býr á næstu jörð, í Flekkudal.
Kostnaðurinn við að jarðsetja
dýrið er frá 5-7 þúsund krónum og
segist Guðný stefna að því að
selja einnig kistur og krossa. „Við
munum leggja áherslu á að halda
garðinum fallegum og í rækt og
umfram allt vel hirtum. Til okkar
er um það bil 40 mínúta akstur en
Hurðarbak er beint á móti Reyni-
völlum í Kjós, sunnan við Laxá.“ ■
DÝRIN FÁ NÚ AÐ LIGGJA Í FRIÐI Í
SÍNUM EIGIN GARÐI
Í Kjósinni hefur verið vígður grafreitur fyrir
dýrin, allt frá smádýrum til hrossa.
Markaðsstjóri
öryggisvarðanna
ALDA ÞÓRÐARDÓTTIR
Alda situr uppi með ósóttan fatnað til
fjölda ára og finnst það siðleysi að fólk
komi með föt í viðgerð, en sæki hann síð-
an aldrei.
Dýrakirkjugarður
■ Gæludýraeigendur hafa lengi beðið
þess að fá reit fyrir dýrin sín. Nú er sú
bið á enda því tekinn hefur verið í notk-
un grafreitur að Hurðarbaki í Kjós.
Til eilífðar
að Hurðarbaki
BJARNI INGÓLFSSON
Markaðsstjóri Securitas gengst fús-
lega við því að vera Bliki, búið sé að
bólusetja sig fyrir lífstíð gegn því að
skammast sín sökum brokkgengis
síns liðs.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/
VI
LH
EL
M