Fréttablaðið - 18.07.2003, Síða 11
Það er engin tilviljun að þeimþjóðum í heiminum sem njóta
hvað bestu lífskjara er stjórnað í
samræmi við ráðleggingar virtra
hagfræðinga, enda er hagfræðin
sú fræðigrein sem fjallar um
virkni hagkerfa og
þar með lífskjör.
Meðal lýðræðis-
þjóða er það al-
menningur sem
velur stjórnendur
landa sinna. Aukin
þekking almenn-
ings og bætt við-
horf til hagfræði
ættu því að hafa áhrif á það
hvernig menn veljast við stjórn-
völinn og þar með lífskjör. Þannig
ættu menn og flokkar sem gæfu
lítið fyrir ráðleggingar hagfræð-
inga erfiðar uppdráttar. Þetta vita
nokkrir virtustu hagfræðingar
heims og hafa lagt áherslu á að
skrifa um hagfræði fyrir almenn-
ing. Nóbelsverðlaunahafarnir
Gary Becker, Milton Friedman og
Josheph Stiglitz hafa skrifað
reglulega í blöð eins og Business
Week, Newsweek og New York
Times. Þar hafa þeir fjallað um
málefni sem voru efst á baugi út
frá sjónarhóli hagfræðinnar og
sett fram rök og dæmi sem al-
menningur skilur.
Hagfræði fyrir almenning
Þrátt fyrir að Íslendingar búi
yfir mörgum hæfum og vel
menntuðum hagfræðingum er að-
eins einn þeirra, Þorvaldur Gylfa-
son, áberandi í umræðunni um
málefni sem efst eru á baugi. Um-
ræðunni er annars haldið uppi af
stjórnmálamönnum og fulltrúum
sérhagsmunahópa og er oftast
ekki mjög fræðandi.
Hluti ástæðunnar er eflaust að
hluta til sú að stjórnmálamenn
hafa ekki beinlínis hvatt hagfræð-
inga fram á ritvöllinn. Hefur for-
sætisráðherra meðal annars lýst
vantrú sinni á stéttinni og kallað
þá „hagtækna“, og fyrrum forsæt-
isráðherra taldi veru sína á Al-
þingi á við tvær doktorsgráður í
hagfræði er hann rökstuddi val
sitt sem seðlabankastjóra. Áhuga-
leysi fjölmiðla er eflaust einnig
hluti af skýringunni.
Ísland undir í alþjóðlegri
samkeppni
Það má ekki vera fyrir neðan
virðingu hagfræðinga að skrifa
einfalt efni sem almenningur
skilur.
Það er hálf öld síðan Benja-
mín J. Eiríksson barðist fyrir
einkavæðingu ríkisfyrirtækja
og það er fyrst núna sem einka-
væðingin nýtur nægjanlegs
fylgis meðal almennings til að
geta orðið að veruleika.
Ef nauðsynlegar umbætur
dagsins í dag taka jafn langan
tíma mun Ísland einfaldlega
verða undir í vaxandi alþjóð-
legri samkeppni. ■
Frá árinu 1981 hafa Íslending-ar ættleitt 425 börn erlendis
frá. Þau koma frá 23 löndum. Um
þessar mundir
eru 60-70 fjöl-
skyldur á biðlista
Íslenskrar ætt-
leiðingar eftir
börnum og hefur
þorri þeirra tekið
stefnuna á Kína.
Ísland gerðist
aðili að Haag-
samningnum um
vernd barna og
samvinnu varð-
andi ættleiðingar
árið 1999 en hann
byggir á samningi
Sameinuðu þjóð-
anna um réttindi
barnsins. Með að-
ild að Haag-samningnum er tryg-
gð samvinna aðildarríkjanna um
ættleiðingar barna og lög og
reglur þar að lútandi settar í
fastar skorður. Þá samþykkti Al-
þingi ný lög um ættleiðingar í
desember 1999 en í þeim er m.a.
kveðið á um að einhleypingar
geti ættleitt börn „ef sérstaklega
stendur á og ættleiðing er ótví-
rætt talin barninu til hagsbóta“,
eins og þar segir. Óhætt er að
fullyrða að mikil réttarbót fylgdi
setningu nýrra laga um ættleið-
ingar og aðild Íslands að Haag-
samningnum, þótt enn hafi ekki
verið stigið það sjálfsagða skref
hér á landi að leyfa ættleiðingar
af hálfu samkynhneigðra.
Ættleiðing er kostnaðarsöm
Ættleiðing barns frá útlöndum
er langt og strangt ferli, sem eitt
og sér getur valdið væntanlegum
foreldrum álagi og hugarangri.
Þegar fjárútlátin sem óhjá-
kvæmilega fylgja ættleiðingu út-
lends barns eru tekin með í reikn-
inginn verður ljóst að það er ekki
á hvers manns færi að standa
undir þeim kostnaði. Útlagður
kostnaður hjóna vegna ættleið-
ingar eins barns frá útlöndum er
áætlaður um 1,2 milljónir króna.
Upphæðin greiðist að vísu ekki á
einu bretti en getur samt sem
áður reynst þungur baggi á
venjulegum heimilum.
Guðrún Ögmundsdóttir þing-
kona Samfylkingarinnar spurði
dómsmálaráðherra nýverið um
ferðastyrki til foreldra sem ætt-
leiða börn erlendis frá. Í svari
ráðherra kom fram að íslenska
ríkið greiðir ekki slíka styrki til
foreldra sem eru að ættleiða. Enn
fremur kom fram í svarinu að í
nágrannlöndum okkar, Dan-
mörku, Finnlandi, Noregi og Sví-
þjóð greiðir ríkið foreldrum styr-
ki vegna ættleiðinga. Styrkirnir
eru misháir eftir löndum en eru
almennt á bilinu 200 - 450 þúsund
ísl. kr. með hverju barni.
Jafnræði í samfélaginu
Ég býst við að hverju manns-
barni hér á landi þyki sjálfsagt að
greiða kostnað við meðgöngu,
fæðingu og ungbarnaeftirlit úr
ríkissjóði. Einnig eru glasafrjóvg-
anir niðurgreiddar úr ríkissjóði.
Því verður að spyrja hvers vegna
ekki séu greiddir ferðastyrkir til
foreldra sem eignast barn með
ættleiðingu erlendis frá? Þetta er
ekki spurning um krónur og aura
úr ríkissjóði, heldur réttlæti og
jafnræði í samfélaginu.
Lítið hefur borið á almennri
umræðu um þessi mál. Ánægju-
leg undantekning frá því er álykt-
un Verkalýðsfélags Húsavíkur
frá 2. maí sl. þar sem löggjafinn
er hvattur til þess að bæta að-
stöðu þeirra sem ættleiða börn
frá útlöndum.
Óhætt er að taka undir það álit
félagsins að þátttaka ríkisins í
kostnaði foreldra vegna ættleið-
inga sé sjálfsagður hluti sam-
tryggingar og velferðar hér á
landi. ■
■
Það má ekki
vera fyrir neð-
an virðingu
hagfræðinga að
skrifa einfalt
efni sem al-
menningur skil-
ur.
■
Ég býst við að
hverju manns-
barni hér á
landi þyki sjálf-
sagt að greiða
kostnað við
meðgöngu,
fæðingu og
ungbarnaeftirlit
úr ríkissjóði. ...
Því verður að
spyrja hvers
vegna ekki séu
greiddir ferða-
styrkir til for-
eldra sem eign-
ast barn með
ættleiðingu er-
lendis frá?
Svæðið opnar kl. 11.00
Tímatökur kl. 13.00
Keppni hefst kl. 14.00
KVARTMÍLUBRAUTIN
við Kapelluhraun
Miðaverð kr. 900-
Frítt fyrir félagsmenn
og 12 ára og yngri
KVARTMÍLAN
ÖNNUR KEPPNI SUMARSINS - LAUGARDAGINN 19. JÚLÍ I I I Í
Þjóðmál
ÞÓRUNN
SVEINBJARN-
ARDÓTTIR
■ þingkona Samfylk-
ingarinnar skrifar um
kostnað vegna ætt-
leiðinga.
Kostnaður vegna ættleiðinga
Þögulir hagfræðingar
Þjóðmál
GUÐMUNDUR
ÖRN JÓNSSON
■ verkfræðingur MBA
skrifar um vanmat
stjórnmálamanna á
hagfræðingum.
11FÖSTUDAGUR 18. júlí 2003