Fréttablaðið - 30.07.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 30.07.2003, Síða 4
4 30. júlí 2003 MIÐVIKUDAGUR Hvenær lýkur sumrinu? Spurning dagsins í dag: Á Árni Johnsen að fá að mæta í brekkusönginn? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 26% 62% Eftir verslunarmannahelgina 12%Hvaða sumri? Fyrsta vetrardag Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Verð á nautakjöti til bænda: Lægst í Evrópu LANDBÚNAÐUR „Bændur eru að hætta framleiðslu hægt og rólega þar sem verð á nautakjöti til bænda er allt of lágt,“ segir Snorri Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Landssamband kúabænda hef- ur tekið saman upplýsingar um verð á nautakjöti en í þeim kemur fram að danskir bændur fá um 25% hærra verð fyrir ungnauta- kjöt en íslenskir. „Þessi könnun er staðfesting á því sem við höfum verið að tala um undanfarin tvö ár. Þegar við erum komin með lægra verð en Danmörk, sem er það land sem hvað lengst er kom- ið í hagræðingu og framleiðslu á nautakjöti, þá verðum við að fara skoða málin alvarlega.“ Snorri segir sambandið vilja vekja athygli á stöðunni en í fram- haldinu er ætlunin að funda með landbúnaðarráðherra. „Við mun- um fara mjög vandlega yfir þessi mál með ráðuneytinu þar sem við þurfum að koma réttum skilaboð- um til bænda. Ef það er ekki von um neina aðkomu ríkisins þurfum við að tilkynna bændum það, því það tekur um tvö til þrjú ár að hætta framleiðslu.“ ■ Hart sótt að valda- blokk Kolkrabbans Talið er að Kaupþing vilji komast yfir Skeljung til að selja 6 milljarða eign í öðrum félögum og strípa félagið. Valdablokk Kolkrabbans verst ásókninni. Stríðið um Skeljung í fullum gangi. FRÉTTASKÝRING Baráttan um Skelj- ung er í hámarki þessa dagana. Undanfarin misseri hefur Kaup- þing hf. keypt grimmt í fyrirtæk- inu og stefnt að yfirtöku. 30. júní urðu seinustu stórtíðindi í stríðinu um Skeljung þegar Shell Petrole- um seldi Sjóvá-Almennum og Burðarási tæplega 21 prósents hlut í Skeljungi á genginu 12. Felur það í sér afslátt upp á 400 milljónir króna ef litið er til markaðsvirðis þegar kaupin áttu sér stað. Reyndar er talið að afslátturinn sé allt að 800 milljónum króna sé litið til þess hversu mikið Kaupþing var talið tilbúið til að greiða fyrir hlutinn og komast þannig yfir hreinan meirihluta í félaginu. Viðskiptaheimurinn hefur staðið á öndinni yfir þeim hamför- um sem þarna eiga sér stað enda er Skeljungur hjarta þeirrar við- skiptablokkar sem gjarnan er kennd við Kolkrabbann. Miklar vangaveltur eru uppi um hvort Kaupþing sé að kaupa Skeljung fyrir einhvern viðskiptavina sinna. Þar er Baugur gjarnan nefndur til sögunnar, þá ekki síst í ljósi þess að fyrirtækið hefur lýst áhuga á því að hasla sér völl á eldsneytismarkaði. Þetta fæst ekki staðfest. Heimildarmenn Fréttablaðsins í viðskiptaheimin- um telja reyndar allt eins víst að Kaupþing sjái einfaldlega í því gullið viðskiptatækifæri að kom- ast yfir hluta af valdablokk Kol- krabbans í því skyni að leysa hana upp og hagnast verulega með því að selja eignarhluti Skeljungs í öðrum félögum. Sem dæmi um fé- lög sem Skeljungur á hluti í eru Eimskipafélagið, þar sem Skelj- ungur á 5,8 prósent, Fjárfestinga- félagið Straumur, rúm 5 prósent, Flugleiðir, rúm 5 prósent, og Sjó- vá-Almennar, rúm 5 prósent. Öll þessi fyrirtæki eru hluti af valda- blokk Kolkrabbans þótt áhrifin séu sumstaðar ekki mikil núorðið. Milljarðaeign Samkvæmt ársreikningi Skelj- ungs er verðmæti hlutabréfa Skeljungs í öðrum félögum rúmir 5 milljarðar króna. Að teknu tilliti til markaðsverðs umræddra fé- laga og hækkun á verði þeirra síð- an ársreikningurinn var gefinn út má reikna með því að raunverð losi 6 milljarða króna. „Þetta er hin dulda eign Skeljungs sem Kaupþing ásælist,“ segir heim- ildamaðurinn. Heildarverðmæti Skeljungs, miðað við gengi félags- ins, er um 12 milljarðar króna. Hlutur Kaupþings, sem er kominn fast að 40 prósentum, er því um 4,8 milljarðar króna. Þau sjónar- mið heyrast að Kaupþingsmenn hafi með kaupum sínum í Skelj- ungi séð sér leik á borði og með því að strípa félagið geti þeir gre- itt upp fjárfestinguna. Sömu aðil- ar segja að það hafi engan rekstr- arlegan tilgang fyrir Skeljung að eiga hlut í félögum á borð við Eimskip, Sjóvá og Flugleiðir og eini tilgangurinn sé að halda sam- an valdablokkinni, eða með öðrum orðum Kolkrabbanum. Til varnar í fylkingarbrjósti fyrir Kol- krabbann er Benedikt Jóhannes- son, stjórnarformaður Skeljungs, Haukþings, Eimskips og trygg- ingaráðgjafi Sjóvá-Almennra. „Það myndi ekkert breytast í rekstri Skeljungs þótt félagið seldi hluti sína í öllum 30 félögun- um sem fyrirtækið hefur fjárfest í,“ segir einn heimildarmanna Fréttablaðsins sem vill ekki láta nafns síns getið. Sá sami bendir á að Kaupþingsmenn undir forystu Sigurðar Einarssonar stjórnarfor- manns hafi örugglega gaman af því „að kukla í Kolkrabbanum“ í leiðinni en þeir hafi fullar við- skiptalegar forsendur til þess að seilast í Skeljung til þess eins að innleysa eignir fyrirtækisins í öðrum félögum og hagnast á kaupunum. Þannig gæti Kaupþing jafnvel selt líka hluta af bensín- stöðvum félagsins og einfaldað mjög reksturinn. Hann telur ekki ótrúlegt að Kaupþingsmenn ætli sér að kaupa félagið til að eiga það í eitt til tvö ár. Sami heimildar- maður segir að frá sjónarhóli þeirra sem stjórna Kolkrabbanum sé afleitt að missa Skeljung í hendur annarra því það fyrirtæki sé mjólkurkúin í valdablokkinni. Vandinn sé aðeins sá að Kolkrabb- inn búi við lausafjárskort og hafi að auki áhyggjur af yfirvofandi sektum vegna meints olíusamráðs Skeljungs og sé því ólíklegur til að yfirtaka Kaupþingshlutinn. Eim- skip er sagt gríðarlega ofmetið fyrirtæki í rekstri sem ekki sé upp á marga fiska. Helst gæti Kol- krabbinn fótað sig í Sjóvá-Al- mennum, þriðja arminum í hnign- andi veldi Kolkrabbans. Valdabarátta Á það er bent að Kolkrabbinn hafi reynt að verja þessa valda- blokk sína með kjafti og klóm til þess eins að halda völdum en ekki með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi. Þær raddir heyrast innan viðskiptalífsins að rekstur fyrirtækja í því skyni að halda völdum sé tímaskekkja á nýjum tímum þar sem frelsi, gagnsæi og afskiptaleysi stjórnvalda sé lykilatriði. Því muni Kolkrabb- inn eiga á hættu að lognast út af fyrr en síðar. rt@frettabladid.is Aflaverðmæti: 24,7 milljarðar SJÁVARÚTVEGUR Fyrstu fjóra mán- uði ársins nam aflaverðmæti skipa frá öllum miðum 24,7 millj- örðum króna og var heildaraflinn 795 þúsund tonn, samkvæmt upp- lýsingum frá Hagstofu Íslands. Stærstur hluti aflans var unn- inn á Austurlandi en þar voru 310 þúsund tonn unnin, aðallega af uppsjávarfiski. 3,6 milljarðar fengust fyrir afurðirnar. Á Suð- urnesjum var hins vegar unnið úr mestum verðmætum eða 4,8 milljörðum króna. Magn aflans var 109 þúsund tonn, aðallega botnfiskur. Á höfuðborgarsvæð- inu var unnið úr 32 þúsund tonn- um fyrir 3,3 milljarða króna. ■ SÍLDARVINNSLAN NESKAUPSTAÐ Rólegt hefur verið yfir kolmunnaveiðum. Kolmunni: Rólegt á miðunum KOLMUNNI Rólegt hefur verið yfir kolmunnaveiðunum síðastliðna sólarhringa, samkvæmt upplýs- ingum frá Síldarvinnslunni. Þó veiðist alltaf eitthvað, en tvö sænsk skip lönduðu síðastliðið föstudagskvöld samtals um 900 tonnum hjá verksmiðju Síldar- vinnslunnar á Raufarhöfn. Þá lönduðu þrjú skip samtals rúmlega 1800 tonnum í Neskaup- stað á föstudagskvöld og laugar- dagsmorgun, auk þess sem 2450 tonnum var landað á Siglufirði um helgina og í gær. Bjarni Ólafsson er væntanlegur til Seyðisfjarðar í kvöld með 1300 tonn. ■ NAUT Snorri Sigurðsson segir framboð á nautakjöti muni dragast saman á næstu árum verði ekkert að gert. SKELJUNGUR Hart er barist um yfirráð í olíufélaginu. Búist er við tíðindum á næstunni. EIGNIR Í ÖÐRUM FÉLÖGUM Hf. Eimskipafélag Íslands. 5,8% Fjárfestingarfélagið Straumur. 5,7% Flugleiðir hf. 5,1% Guðmundur Runólfsson hf. 2,5% Hraðfrystihús Eskifjarðar. 5% Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 2,6% Jarðboranir hf. 1,4% Plastprent hf. 11% Sjóvá Almennar hf. 5,5% SR-mjöl hf. 1% Tangi hf. 3% Þorbjörn-Fiskanes hf. 2,5% Þormóður rammi-Sæberg hf. 2,5% Eignarhaldsfélag Vestmannaeyja. 4% Gná hf. 15,5% Hraðfrystihús Hellissands hf. 5% Ísfélag Vestmannaeyja 0,4% Ístún hf. 8% Vigri hf. 5% Ögri hf. 5% Ögurvík hf. 5% HLUTDEILDARFÉLÖG SKELJUNGS Fjölver ehf. 33,3% Fríkort ehf. 22,5% Gasfélagið ehf. 33,3% Haukþing ehf. 33,3% Sigurplast hf. 46,6% Sundabakki ehf. 31,7% Tempra 23,8% Úthafsolía ehf. 33,3% „Það myndi ekkert breyt- ast í rekstri Skeljungs þótt félagið seldi hluti sína í öllum 30 fé- lögunum. Hátíðardagskrá á Seyðisfirði: Ferjuhöfnin opnuð OPNUN Ferjuhöfnin á Seyðisfirði verður opnuð formlega á morgun. Kostnaður við ferjuhöfnina liggur nærri 600 milljónum króna. Von er á Norrænu ásamt tveimur skemmtiferðaskipum á opnunar- daginn, Kristina Regina og Aka- demik Sergey Vilitov. Háíðardag- skrá verður frá morgni til kvölds þar sem meðal annars verður flutt tónlist, grillað, varðeldur tendrað- ur og flugeldum skotið á loft. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.