Fréttablaðið - 30.07.2003, Síða 16
18 30. júlí 2003 FIMMTUDAGUR
Íkjölfar ákvörðunar Reykjavík-urborgar um að hætta stuðn-
ingi við tónlistarnema á fram-
haldsstigi sem lögheimili eiga í
öðrum sveitarfélögum sam-
þykkti Samband sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu að synja
bæri þessum nemendum um
styrk til áframhaldandi náms í
Reykjavík. Þessi ákvörðun var
tekin á grundvelli þess að lög
kvæðu á um að ríkið greiddi fyr-
ir alla menntun á framhalds-
skólastigi. Í skjóli hennar hefur
Seltjarnarnesbær nú neitað að
greiða fyrir tónlistarnám þeirra
einstaklinga á Seltjarnarnesi
sem eru orðnir sextán ára og
stunda tónlistarnám í öðru sveit-
arfélagi.
Annars flokks nám?
Synjunin nær eingöngu til tón-
listarnáms á framhaldsstigi og
eins og gefur að skilja kemur hún
niður á þeim einstaklingum sem
lengst eru komnir í námi. Með
þessu er sveitarfélagið í raun að
leggja stein í götu þess Seltirn-
ings sem vill verða atvinnutónlist-
armaður, þar sem í sveitarfélag-
inu er eingöngu boðið upp á tón-
listarnám á grunn- og miðstigi.
Þar sem sveitarfélagið sýnir sig
með þessu móti að vera ekki einu
sinni tilbúið til að sinna þeim lág-
marksskyldum sem fylgja því að
mennta fólk til þessara starfa má
í raun segja að það sé þversagnar-
kennt að bæjarlistamaður Sel-
tjarnarness sé valinn á hverju ári
eða tónlistarhátíðir haldnar á veg-
um sveitarfélagsins. Skilnings-
leysi á gildi tónlistarmenntunar
virðist ríkja og látið er eins og sú
menntun sé annars flokks.
Menntun fyrir alla
Engum myndi detta í hug að
senda bréf heim til allra fram-
haldsskólanema á einhverju
svæði og tilkynna þeim að þeir
fengju ekki að halda áfram að
stunda sitt nám. Synjun Seltjarn-
arnessbæjar má auðveldlega líkja
við þetta. Fólk fer í framhalds-
skóla til að undirbúa sig undir
frekara bóknám, eins og fólk
stundar nám á framhaldsstigum
tónlistarskóla meðal annars til að
undirbúa sig undir frekara nám í
greininni.
Ólíðandi staða
Ákvörðun Reykjavíkurborgar
um að hætta að styrkja nemendur
• Baðinnréttingar
• Eldhúsinnréttingar
• Fataskápar
Borgartúni 29 • sími: 562 5005 • www.herognu-innrettingar.is
Stu
ttu
r a
fgr
eið
slu
tím
i !
Saman
í útilegu!
Bergþóra Valsdóttir framkvæmdastjóri
SAMFOK og Guðrún Arna Gylfadóttir verk-
efnastjóri ÍTR, báðar meðlimir í SAMAN-
hópnum
Nú nálgast óðum ein stærstaferðahelgi ársins, verslunar-
mannahelgin. Framundan er síð-
asti sumarleyfismánuðurinn áður
en skólar hefjast að nýju.
Framundan er aragrúi tækifæra
fyrir okkur foreldra að verja
dýrmætum tíma með því dýr-
mætasta í lífinu, börnunum okk-
ar. Tækifæri til að fara í útilegu
eða á útihátíð, saman! Tækifæri
til að horfa á sólarlagið saman,
tína ber á Þingvöllum saman, búa
til mat saman, spjalla saman,
vera saman.
SAMAN-hópurinn er sam-
starfshópur um forvarnir sem
stuðla að velferð barna. Í hópn-
um er fólk sem vinnur með og
fyrir börn og unglinga, jafnt
frjáls félagasamtök svo og opin-
berir aðilar. Tengist sú vinna
einkum forvörnum, uppeldi,
menntun og meðferðar- og ráð-
gjafarúrræðum. Meginmarkmið-
ið með starfi hópsins er að vinna
saman að því að styðja og styrkja
foreldra í uppeldishlutverkinu.
Í sumar hefur SAMAN-hópur-
inn lagt áherslu á gildi samveru-
stunda fjölskyldunnar. Rann-
sóknir hafa sýnt að samvera
barna og foreldra dregur veru-
lega úr líkum á því að börn leiðist
út í neyslu vímuefna. Þetta er
staðreynd sem við foreldrar ætt-
um að hafa í huga þegar við tök-
um ákvarðanir um hvar og
hvernig við ætlum að verja helg-
inni framundan. Við getum valið
að verja tímanum saman og safna
góðum minningum.
Við berum ábyrgð á börnunum
okkar í a.m.k. 18 ár. Það er sá tími
sem við höfum til að undirbúa
þau til að axla ábyrgð á eigin lífi,
hamingju og velferð. Tími okkar
er takmörkuð auðlind, verum
meðvituð um hvernig við nýtum
hann. ■
Skipulagsmál í landi Vatnsendaog þar í kring hafa valdið mikl-
um deilum í Kópavogi á undan-
förnum árum. Bæjarfulltrúar
Sjálfstæðisflokks og Framsókn-
arflokks hafa farið þar fram með
offorsi og nokkrum yfirgangi.
Hátíðleg loforð um samráð og
umfang byggðar virðast hafa lítið
gildi.
Deiliskipulag á Hörðuvalla-
svæðinu í Kópavogi var sam-
þykkt í bæjarráði 24. júlí sl.
Svæðið sem um ræðir er á milli
Sala- og Vatnsendahverfis. Á
svæðinu er gert ráð fyrir 1064
íbúðum í einbýli og fjölbýli og er
íbúafjöldi áætlaður rúmlega
2.800. Ekki er tekið tillit til at-
hugasemda og tillagna í umræðu
um málið í bæjarráði og greiddi
ég atkvæði gegn skipulagstillög-
unni. Á auglýsingatímanum bár-
ust einnig fjölmargar athuga-
semdir frá íbúum, hestamönnum
og fleirum, ekki var heldur tekið
neitt tillit til þeirra. Er það því
miður í samræmi við venjulegt
vinnulag meirihlutans í skipu-
lagsmálum.
Í kosningabaráttu segja
þeir hvað sem er
Fyrir sveitarstjórnarkosning-
arnar vorið 2002, lögðu Sjálf-
stæðis- og Framsóknarmenn
mikla áherslu á að ekki yrði
skipulagt meira en 5.000 manna
byggð á norðursvæði Vatnsenda.
Nú ári seinna eru þessi loforð
svikin eins og ekkert sé. Sam-
þykkt bæjarráðs gerir ráð fyrir
umtalsvert fleiri íbúðum og þétt-
ari byggð. Auk þess eru í burðar-
liðnum hugmyndir um mikil há-
hýsi á þessu svæði; þrjú tuttugu
hæða hús með 100 íbúðum hvert.
Af einhverjum ástæðum eru þær
hugmyndir ekki kynntar núna þó
verið sé að samþykkja breytt
skipulag svæðisins.
Það er ekki einungis verið að
skipuleggja meiri byggð en lofað
hafði verið. Staðfestu skipulagi á
norðursvæðinu þar sem bygging-
arframkvæmdir eru þegar hafnar
er verið að breyta og fjölga þar
íbúðum verulega. Er hér um klárt
brot á loforði sem formaður skipu-
lagsnefndar gaf íbúum á Vatns-
endasvæðinu.
Hvað sögðu þeir þá?
Í prófkjörsbaráttunni fyrir
kosningar og í kosningunum 2002
sagði Gunnsteinn Sigurðsson, nú-
verandi formaður skipulagsnefnd-
ar, að taka þyrfti upp önnur vinnu-
brögð í skipulagsmálum. Hann
gagnrýndi m.a. félaga sína í Sjálf-
stæðisflokknum fyrir skort á sam-
ráði. Nú er komið í ljós að formað-
ur skipulagsnefndar viðhefur hin
hefðbundnu vinnubrögð meirihlut-
ans. Annað hvort ræður hann engu
eða litlu í meirihlutanum og þorir
ekki að standa á sínu, eða fór með
tómar blekkingar í kosningunum
vorið 2002. Hvorugt er sérstaklega
stórmannlegt.
Dapurlegur lærdómur
Með staðfestingu á skipulagi á
Hörðuvallasvæðinu áréttar meiri-
hlutinn nokkur atriði með sterk-
um hætti: Að athugasemdir íbúa
og annara skipta litlu máli. Orð og
yfirlýsingar eru létt í vasa meiri-
hlutans. Byggja verður hærra,
þéttar og meira en áður hefur ver-
ið talað um. Þetta eru þeir aug-
ljósu lærdómar sem íbúar bæjar-
ins draga af vinnubrögðum meiri-
hlutans í skipulagsmálum í bæn-
um. Auðvitað á að gera þá eðlilegu
kröfu að bæjarfulltrúar standi við
það sem þeir lofa hvort sem það
er í kosningabaráttu eða annars
staðar og þeir hafi hagsmuni bæj-
arins og íbúa hans ávallt að leiðar-
ljósi. ■
Orð og efndir! Þjóðmál
FLOSI
EIRÍKSSON
■ oddviti Samfylk-
ingarinnar í Kópavogi,
skrifar um skipulags-
mál í Kópavogi
Sauður í sauðargæru
Fyrir nokkrum vikum sendi Sam-band ungra sjálfstæðismanna
frá sér ályktun þar sem gagnrýndar
voru hugmyndir Framsóknarflokks-
ins um 90% húsnæðislán. Málefna-
lega fram sett og ekkert við því að
gera annað en að svara á sama hátt
sem og Samband ungra framsóknar-
manna gerði í annari ályktun. Í kjöl-
farið sáu ýmsir kverúlantar sér leik
og hófu að blanda sér í umræðuna,
helst án þess að geta nafns líkt og í
Staksteinum Morgunblaðsins þann
5. júlí, þar sem einhver ónefndur
starfsmaður blaðsins fer mikinn í
umfjöllun sinni, snýr út úr og setur
staðreyndir á haus. Í sömu gryfju
féll vefsíða sem kallast andriki.is.
Þar virðist andleysi ritstjórnarmeð-
lima hafa verið algert þann 8. júlí og
þeir því hnotið um það sama og
Morgunblaðið. Slett fram fullyrð-
ingum um húsnæðishugmyndir
framsóknarmanna, líklega án þess
að kynna sér þær á nokkurn hátt. Í
ljósi þessa tel ég rétt að fara aðeins
yfir nokkur atriði.
Hvað er að?
Sá veruleiki sem blasir við ungu
fólki sem er að hefja búskap, er allt
annað en freistandi. Sumir eru
heppnir að eiga foreldra sem búa í
rúmgóðu húsnæði og reyna því að
hanga í foreldrahúsum eins lengi og
kostur er. Aðrir eru ekki eins
heppnir með heimilisaðstæður og
þurfa því að flytja að heiman mun
fyrr. Við tekur leigumarkaðurinn,
fæstir luma á útborgun í íbúð.
Leigumarkaðurinn hefur sannar-
lega sína galla. Hann er ótraustur.
Þeir sem á honum eru geta átt það
yfir höfði sér að þurfa flytja sig á
milli íbúða með tilheyrandi óþæg-
indum. Þá er hann dýr. Þeir sem
ekki hafa laun yfir meðallagi geta
lent í basli með að standa skil af
leigunni og endað fastir í nokkurs
konar vítahring leigumarkaðarins.
Fyrir þennan fjölmenna hóp er 90%
lánið kærkomin lausn, þar sem mun
lægri fjárhæð þarf til að komast í
eigið húsnæði og því þarf minna til
að komast af leigumarkaðinum sem
heldur mörgum í hálfgerðri fá-
tækragildru.
Úlfur, úlfur!
Heyrst hafa áhyggjur af því að
framkvæmdin muni setja ríkið og
heimilin á hausinn, auk bagalegra
áhrifa á fjármálamarkaðinn. Sam-
kvæmt þeim sérfræðingum sem út-
fært hafa hugmyndirnar um 90%
lánin er sá ótti að mestu ástæðulaus.
Vissulega kunni að verða nokkur
aukning í veltu á markaðinum en
ekki verður um sprengingu að ræða
þar sem breytingin verður innleidd í
nokkrum fyrirfram ákveðnum
skrefum út kjörtímabilið sem ætti
að milda verulega eftirspurn-
arbylgjuna og koma þannig í veg
fyrir óeðlilega hækkun á húsnæðis-
verði. Þá gera tillögurnar ráð fyrir
að stækka þurfi íslenska skulda-
bréfaflokka til að gera þá gjald-
genga á erlendum mörkuðum. Þetta
mundi auðvelda aðgengi erlendra
fjárfesta að íslenskum markaði sem
að miklu leyti ætti að geta komið til
móts við neikvæð áhrif sem breyt-
ingin kynni að hafa á vaxtastig. Þá
hefur verið bent á að skuldsetning
heimilanna muni ekki aukast svo
mjög, heldur verði að miklu leyti um
tilfærslu á skuldum að ræða, frá
bönkum og til Íbúðarlánasjóðs.
Þetta muni enn frekar draga úr ætl-
uðum neikvæðum áhrifum.
Við eða bankinn?
Ætti ríkið nokkuð að vera að
stússast í þessu? Framsóknarmenn
eru hlynntir því að nýta kosti mark-
aðarins en þó alltaf á þann hátt að
manngildi sé ofar auðgildi. Það er
ein af grundvallarhugmyndum
flokksins að hver og einn hafi sama
rétt til grundvallarlífskjara óháð
uppruna, heilsu og efnahag. Við telj-
um að það að hafa þak yfir höfuðið
séu ein af grundvallarlífskjörum
hvers manns og það er stefna okkar
að menn standi við sama borð við að
koma sér þaki yfir höfuðið. Við telj-
um það best tryggt með umsjón rík-
isstofnunar sem hlýðir stefnumótun
kjörinna fulltrúa og er ekki rekin
með gróðavonina eina að markmiði.
Það væri andstætt hugmyndum
framsóknarmanna ef fjársterkir að-
ilar fengju betri lánskjör til húsnæð-
iskaupa en aðrir líkt og gerist á al-
menna bankamarkaðinum.
Það er annars athyglisverð stúd-
ía hversvegna frjálshyggju strák-
arnir eru á móti slíku framfaramáli,
sem eykur erlenda fjárfestingu í
landinu og kostar ríkisjóð ekki
krónu, því Íbúðarlánasjóður stendur
undir sér hjálparlaust. Sjá þeir sig
knúna til að tala máli viðskiptabank-
anna sem allur almenningur er orð-
inn hundleiður á vegna þess hve það
kostar mikið að fara yfir á debet-
kortinu? Eða er þetta sama blinda
trúin á málstaðinn og riðið hefur
flestum öðrum öfgastefnum að
fullu? Það er erfitt að segja. Ég hef
hinsvegar fulla trú á að þeir eigi eft-
ir að nýta sér 90% lánin rétt eins og
þeir taka feðraorlofið sem þeir voru
andsnúnir á sínum tíma. Þeir eiga
eftir að átta sig á að hugmyndirnar
eru ekki úlfur í sauðargæru. ■
■ Bréf til blaðsins
Þjóðmál
HAUKUR LOGI
KARLSSON
■ formaður SUF
skrifar um hækkun
húsnæðislána
Þjóðmál
ANNA
TRYGGVA-
DÓTTIR,
■ tónlistarnemi,
skrifar um tónlistar-
nám sem enginn vill
greiða fyrir.
Tónlistarnemar málaðir út í horn