Fréttablaðið - 30.07.2003, Qupperneq 31
31MIÐVIKUDAGUR 30. júlí 2003
LEIKSTJÓRI AÐ STÖRFUM
Friðrik Þór Friðriksson leikstýrir sínu fólki í góðvirðinu í miðborg Reykjavíkur á
dögunum. Vökult auga fylgist með flestu og leikstjórastólarnir gerast vart
betri í Hollywood. Ef þeir eru þá til þar þessarar gerðar.
Þetta er nýr kafli í íslenskrifjarskiptasögu,“ segir Eggert
Skúlason, fyrrum fréttamaður á
Stöð 2, sem vinnur nú að því að
netvæða hinar dreifðu byggðir
landsins. Fyrirtæki Eggerts,
eMax, býður upp á tengingu við
netið í gegnum örbylgju sem gef-
ur sítengingu stóru símafyrir-
tækjanna ekkert eftir í gæðum og
er alls ótengd þeim. Nú síðast var
kerfi Eggerts og félaga komið upp
í Skorradal og stendur þar sumar-
húsaeigendum til boða:
„Þetta er lausn sem hentar litl-
um sveitarfélögum sem annars
myndu aldrei fá sítenginguna hjá
stóru símafyrirtækjunum. Þegar
þjónustu þeirra sleppir komum
við á hvítum hesti og björgum
málunum. Við erum þegar á
Stokkseyri, Selfossi, í Borgarnesi
og næst er það Akureyri,“ segir
Eggert sem býður þjónustuna
með stofngjaldi á 39.900 krónur
og síðan 4.500 krónur á mánuði.
„Við gætum netvætt hinar dreifðu
byggðir landsins á þremur til fjór-
um mánuðum; öll þau svæði sem
falla ekki undir framkvæmdaá-
ætlun stóru símafyrirtækjanna.“
Spurningunni um hvort þarna
sé þriðji risinn að fæðast á síma-
markaðnum, svarar Eggert með
tveimur orðum; stutt en snaggara-
lega: „No comment“. ■
Fjarskipti
EGGERT SKÚLASON
■ fyrrum fréttamaður er í forsvari fyrir
fyrirtæki sem býðst til að netvæða hina
dreifðu byggðir landsins framhjá stóru
símafyrirtækjunum.
Eggert í Netheimum
EGGERT SKÚLASON
Boðar kaflaskipti í fjarskiptasögu þjóðarinnar.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/ALD
A LÓ
A
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/ALD
A LÓ
A