Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 15
15FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003 COMPAQ N1015VHP NX9005 COMPAQ N800VHP NX9000 COMPAQ N620CHP NX7000 Veglegur kaupauki fylgir 100 fyrstu fartölvupöntunum á www.fartolvur.is = allt er framkvæmanlegt fartolvur.is Umboðsmenn og söluaðilar um land allt. Nánari upplýsingar er að finna á www.fartolvur.is eða í síma 570 1000 Opin kerfi og S24 bjóða þér á HP fartölvukynningu í Kringlunni í dag klukkan 15:00 - 21:00 TÖLVULÁN Auðveldaðu þér kaupin með tölvuláni. Hagstætt lán til allt að 48 mánaða. Kannaðu málið á www.fartölvur.is. HP FARTÖLVUR Þú vilt geta unnið hvar og hvenær sem þér hentar. HP fartölvur veita þér fullkomið frelsi. HP er stærsti framleiðandi fartölva í heiminum. 139.900 kr.* Aðeins 3.816 kr. á mánuði**. 139.900 kr.* Aðeins 3.816 kr. á mánuði**. 179.900 kr.* Aðeins 4.852 kr. á mánuði**. 179.900 kr.* Aðeins 4.852 kr. á mánuði**. 219.900 kr.* Aðeins 5.889 kr. á mánuði**. 229.900 kr.* Aðeins 6.148 kr. á mánuði**. www.fartolvur.is · Frábærar tölvur og hagstæð tölvulán · Einar Ágúst og Gunni í Skítamóral spila kl. 17:00 · FM 957 verður á staðnum · Þú gætir unnið Sinbad sæfara bíómiða · Veitingar í boði Pepsi X, Doritos og Daim * Verð m.v. gengi USD 15.08.2003 og getur breyst án fyrirvara. ** Verð m.v. tölvukaupalán frá S24, m.v. vexti 15.08.2003 Taktu þátt í Sinbad sæfara leiknum í Kringlunni í dag. Hægt er að skila inn myndum í samkeppnina. JOHN HOWARD Ástralski forsætisráðherrann er andvígur dauðarefsingum í heimalandinu. Ástralska þjóðin: Fylgjandi dauðarefs- ingum ÁSTRALÍA, AP Meirihluti áströlsku þjóðarinnar vill að tekin verði upp dauðarefsing fyrir þá sem dæmd- ir eru fyrir hryðjuverk í landinu, samkvæmt nýrri skoðanakönnum. Um 56% aðspurðra sögðust fylgjandi því að hryðjuverka- menn yrðu teknir af lífi. Dauða- refsingar voru afnumdar í Ástral- íu fyrir rúmum 30 árum síðan og eru 36% andvígir því að þær verði teknar upp að nýju. Niðurstöður könnunarinnar eru taldar endurspegla viðbrögð Ástrala við sprengjuárásunum á Balí í október á síðasta ári. John Howard, forsætisráð- herra, er andvígur dauðarefsing- um en hefur gefið í skyn að málið geti orðið ofarlega á dagskrá í næstu kosningum. ■ SVEITARSTJÓRNIR Hjörleifur Kvaran borgarlögmaður hefur sagt starfi sínu lausu. Hann hefur verið ráð- inn lögfræðingur Orkuveitu Reykjavíkur. Ákvörðun Hjörleifs mun hafa komið langflestum innan borgar- kerfisins í opna skjöldu. Ekki náðist í hann í gær. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins mun Hjörleifur hækka verulega í launum við vistaskipt- in. Laun hans í dag munu vera rúmar 600 þúsund krónur á mán- uði. Sagt er að Orkuveitan muni hins vegar greiða honum um eða yfir 850 þúsund króna mánaðar- laun. Uppsagnarfrestur Hjörleifs er þrír mánuðir. Hann mun þó jafn- vel taka við starfi lögfræðings Orkuveitunnar þegar 1. október, eða eftir hálfan annan mánuð, að því tilskildu að takist hafi að ráða nýjan borgarlögmann. Sú krafa er gerð til borgarlög- manns að hann hafi málaflutn- ingsréttindi fyrir Hæstarétti. Enginn slíkur starfar nú hjá em- bætti borgarlögmanns nema borgarlögmaðurinn sjálfur. Staðan, sem Hjörleifur tekur við hjá Orkuveitunni, er ný. Fram til þessa hefur embætti borgarlögmanns séð um ýmis lögfræðileg verkefni fyrir Orku- veituna. ■ Reykjavíkurborg missir borgarlögmann vegna yfirboðs eigin fyrirtækis: Hjörleifur fær kvartmilljón meira hjá Orkuveitunni RÁÐHÚS REYKJAVÍKU Laun Hjörleifs Kvaran borgarlögmanns eru sögð munu hækka úr 600 í 850 þúsund á mánuði við vistaskiptin til Orkuveitunnar. Örvæntingafullur vísindamaður: Setti á svið þjófnað MICHIGAN, AP Vísindamaður sem starfaði hjá ríkisháskólanum í Michigan hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að ljúga því að bandarísku alríkislögregl- unni, FBI, að rannsóknargögnum hans hefði verið stolið. Tilgangur- inn var að hylma yfir þá stað- reynd að Scott Doree hafði ekkert orðið ágengt í rannsóknum sínum á banvænni lungnabólgu í svínum. Doree hafði undanfarin fjögur ár unnið að því að þróa bóluefni gegn sjúkdómnum en án sýnilegs árangurs. Auk fangelsisdómsins hefur honum verið gert að endur- greiða sem nemur rúmum 5,5 milljónum íslenskra króna sem hann hafði hlotið í styrki frá rík- inu. ■ Ók á vegfarendur: Dæmdur fyrir morð STOKKHÓLMUR, AP Sænskur maður um fimmtugt, sem ók á gangandi vegfarendur í Stokkhólmi, hefur verið fundinn sekur um tvö morð og sextán morðtilraunir. Hann verður vistaður á geðsjúkrahúsi. Tveir létust og þrjátíu slösuðust þegar Erik Parkdel ók stjórnlaust eftir mjórri götu í gamla bænum í Stokkhólmi 31. maí. Parkdel sagði lögreglu að ein- hver hefði stjórnað bílnum með fjarstýringu. Læknar komust að þeirri niðurstöðu að hann ætti við geðræn vandamál að stríða. Var hann því dæmdur til þess að leggj- ast inn á geðsjúkrahús.■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.