Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 38
Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Mjódd • Dalbraut • Austurströnd Aukaálegg að eigin vali kr. 150 1500 kr. tilboð sótt kr. 1.500 Stór pizza með 2 áleggsteg., brauðstangir, sósa og 2l gos 1000 kr. tilboð Aukaálegg að eigin vali kr. 150 kr. 1.000 Stór pizza með 2 áleggstegundum sótt Já, jú... Ég veit þetta lítur kannski einkennilega út en þessi aðferð hefur verið notuðí Kína síðan... ja... alveg síðan á þriðjudag! Hrósið 38 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Hlustendur Rásar 2 hafa síð-ustu daga líklegast orðið varir við eitursvalt lag sem fær- eyska söngkonan Eivör Pálsdótt- ir syngur. Það heitir „Við geng- um tvö“ og er útsett af þeim Jóni Kjell og Björgvini Halldórssyni fyrir Íslandslög 6. Það ber með sér keim af stíl Grace Jones þeg- ar hún var upp á sitt besta og hentar andríkri röddu Eivarar sérstaklega vel. Eivör sækir þó í annan áhrifa- brunn fyrir lagasmíðar sínar en hún hefur verið að vinna aðra sólóplötu sína hér ásamt sveit sinni Og hinir 3. Sú er væntanleg í október. „Við erum núna bara að laga ýmislegt áður en við hljóðblönd- um,“ segir Eivör. „Ég held að þetta sé svolítið þjóðleg tónlist með smá áhrifum frá rokki, poppi og djassi. Þetta er þó mest í þjóðlagastíl. Í kringum útgáf- una munum við svo örugglega skipuleggja mikið af tónleikum.“ Fyrsta sólóplata Eivarar gerði hana fræga í heimalandi sínu nánast á einni nóttu fyrir fjórum árum síðan. Sú plata sló svo öll sölumet þar. Færeyskir fjölmiðlar fylgjast því grannt með Íslandsævintýri hennar. „Þeir hringja alltaf af og til og spyrja hvernig gangi hjá mér. Mér finnst það allt í lagi. Fær- eyjar eru bara eins og systir sem hringir og spyr hvernig ég hafi það.“ Nýja platan er mestöll sungin á færeysku en eitt lag á íslensku fær að fljóta með. Það heitir „Þá ættir þú núna hjarta mitt“ og fjall- ar um ástina. ■ Tónlist EIVÖR PÁLSDÓTTIR ■ vinnur þessa daganna hörðum hönd- um við að hljóðrita aðra sólóplötu sína. Imbakassinn ... fær Guðni Bergsson fyrir að vera viskubrunnur í Boltanum á Sýn. Vinnur aðra sólóplötu Lárétt: 1 trúarljóð, 7 vella, 8 þraut, 9 þref, 11 svörð, 13 ragn, 16 tveir eins, 17 for, 19 hljóðfæri. Lóðrétt: 1 skratti, 2 tímabila, 3 endaði, 4 geyma í minni, 5 smáorð, 6 mylsna, 10 kyrrð, 12 beltið, 14 handfesta, 15 sómi, 18 stóra-bretland. Við fréttum af tilboði RichardBranson og yfirbuðum hann,“ segir Guðjón Friðriksson mæl- ingamaður um tildrög þess að hann, ásamt félögum sínum, at- hafnamönnunum Jóni Inga Björns- syni og Einari Ágústssyni, buðu í allan Concord-flota British Airwa- ys. Richard Branson er enginn ann- ar en viðskipamógúllinn sem á Virgin Records og Virgin Airlines. Hann bauð 1 pund í flotann en strákarnir skrifuðu í sitt tilboð: „5000 Icelandic krónur.“ „Auðvitað gerðum við þetta í flippi,“ segir Guðjón en öllu gamni fylgir alvara. „Okkur finnst þessar flugvélar merkur þáttur í flugsögu heimsins og við viljum ekki sjá þeim lagt. Það ætti heldur ekki að vera mikið vandamál að finna verkefni fyrir þessar vélar.“ Enn sem komið er eiga piltarnir hæsta tilboðið. „Ef fer sem horfir setjum við það í samninginn að flugvélarnar verði afhentar hér á landi. Síðan bjóðum við Flugleiða- mönnum eina vél, þeim að kostnað- arlausu, ef þeir taka að sér að sjá um viðhald á einhverjum vélum fyrir okkur. Svo gætum við vel hugsað okkur að planta jafnvel vél- um niður og nota sem kaffihús.“ Guðjón Friðriksson er 23ja ára en hann og vinir hans kynntust í Garðaskóla og hafa verið vinir síðan ‘94. Þeir hafa brallað margt saman og ekki er séð fyrir endann á því. En nú er bara að bíða og sjá hvort tilboðinu verði tekið eða ekki. ■ lögheimili í Reykjavík. Þeir sem búsettir eru utan borgarmarkanna þurfa að greiða fullt verð. Kvetch fer aftur á svið á mið-vikudag eftir viku. 10 auka- sýningar, 3 sýn- ingar í viku, fyrstir koma, fyrstir fá. Þessi sýning sló öll met í fyrra og fékk Grímuna sem besta leik- sýning auk þess sem Stefán Jónsson var valinn besti leikstjórinn, Ólafur Darri besti leikari í aukahlutverki og Edda Heiðrún Backman besta leikkona ársins. Það gerist vart betra en það. Aukasýningarnar verða í Borgarleikhúsinu. Margir hafa gaman af aðskreppa í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinn í Reykjavík, ekki síst börn og aðstandendur þeirra. Elli- lífeyrisþegar og öryrkjar eiga því láni að fagna að fá frítt inn. Þó er sett það skilyrði að þeir séu með EIVÖR PÁLSDÓTTIR Syngur vinsælt lag í útvarpinu í dag, „Við gengum tvö,“ af Íslandslögum 6. Hún vinnur nú að annarri sólóplötu sinni, sem kemur út í vetur. 1 7 8 10 11 14 15 16 17 20 18 19 2 3 4 5 9 1312 6 Lausn. Lárétt: 1 sálmur, 7 krauma, 8 raun, 9 karp, 11 mó, 13 blót,16 ii, 17 aur, 19 nikka. Lóðrétt: 1 skrambi, 2 ára, 3 lauk, 4 muna, 5 um, 6 rasp, 10 ró, 12 ólin, 14 tak, 15 æra, 18 uk. ■ Krossgátan ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Ólafur Börkur Þorvaldsson. Taha Yassin Ramadan. Kannabis. ■ Leiðrétting Þó að litið hafi út fyrir að Fylkismenn væru sex á móti ellefu leikmönnum Þróttar var jafnt í báðum liðum. FRIÐRIK GUÐJÓNSSON Þrír strákar ofan af Íslandi hafa boðið í Concord-flota British Airways og eiga hæsta tilboðið. Fréttiraf fólki Tilboð GUÐJÓN FRIÐRIKSSON ■ mælingamaður hjá Vegagerðinni hefur, ásamt félögum sínum, yfirboðið sjálfan Richard Branson hvað varðar tilboð hans í allan Concord-flota British Airways. Vilja kaupa Concord- flota British Airways FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.