Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 33
33FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003
Þegar rafmagniðfór af hluta aust-
urstrandar Banda-
ríkjanna trylltist
Courtney Love og
kærði fyrrum um-
boðsmann sinn, Dave
Lory, og Sony-for-
ingjann Josh Deutsch
fyrir tilraun til
nauðgunar. Hún hef-
ur nú dregið kæruna
til baka en sagðist
hafa misst vitið í smá
tíma vegna ofsa-
hræðslu. Þannig er að
hún býr í flottri íbúð í
New York, í sama húsi
og Nicole Kidman, en
Nicole og aðrir íbúar
hússins voru ekki
heima svo hún var ein
í þessu stóra húsi og
segist hreinlega hafa
orðið dauðskelkuð.
Hún hefur því dregið
allt til baka og beðið
þá félaga Dave Lory
og Josh Deutsch af-
sökunar. ■
Kylie Minogue og leikarinnRussell Crowe ætla að taka
lagið saman fyrir úrslitaleik úr-
valdsdeildar ástralska rúgbís-
ins. Vandamálið er að finna lag
sem bæði geta sætt sig við.
Tónlistarstíll þeirra er víst svo
ólíkur að parið á erfitt með að
finna lag sem bæði langar að
syngja.
Ríkisstjórn Bosníu hefur sam-þykkt lög sem gera það að
verkum að ólöglegt verður að
segja ljóskubrandara. Frumvarp-
ið, sem tekur á jafnrétti kynj-
anna, gefur konum kost á því að
kæra hvern þann sem gerir grín
að háralit þeirra. Lög þessi munu
taka gildi innan tveggja mánaða.
Enginn gerði sér í rauninni
grein fyrir því að nýja löggjöfin
væri jafn víðtæk og raun ber
vitni fyrr en Savima Terzic,
stjórnandi alþjóðlegra mannrétt-
indasamtaka, benti á þetta í
blaðaviðtali.
Þetta á eflaust eftir að verða
til þess að mörg undarleg dóms-
mál munu sjá dagsins ljós í land-
inu á næstu mánuðum og árum,
þar sem ljóskubrandarar eru
sagðir mjög vinsælir í Bosníu.
Það er því eins gott að láta
ekki einn slíkan flakka í návist
hörundsárrar ljósku með nægi-
legt peningavit til þess að vita að
lögsókn getur borgað sig. ■
■ Skrýtna fréttin
LJÓSKAN
Hvað sagði ljóskan við svínið eftir að það
sagði lélegan ljóskubrandara? „Sjáumst í
réttarsalnum, svínið þitt!“
Ljóskubrandarar
bannaðir með lögum
COURTNEY LOVE
Varð logandi hrædd í rafmagns-
leysinu í New York á dögunum.
Courtney Love:
Dró nauðgunar-
kæru til baka
Fréttiraf fólki