Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003 AKUREYRI • REYKJAVÍK • KEFLAVÍK Daglegt flug til Kaupmannahafnar Iceland Express flýgur til Kaupmannahafnar alla daga. Skoðaðu og bókaðu á IcelandExpress.is eða komdu á söluskrifstofuna Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga. Lág fargjöld. Enginn bókunarfyrirvari. Engin lágmarksdvöl og engin hámarksdvöl. Söluskrifstofa Suðurlandsbraut 24, opið 9-17 virka daga I Sími 5 500 600 I www.IcelandExpress.is M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Njáluveislur, sem haldnar hafaverið í Sögusetrinu á Hvols- velli undanfarin ár, hafa notið mikilla vinsælda. Þúsundir manna hafa notið þess að koma á Njáluslóðir, fara með leiðsögn fróðra manna um sögusvið Brennu Njáls sögu og snæða síðan ljúffengan kvöldverð í miðalda- skála Sögusetursins, fram borinn af vöskum griðkonum úr Rangár- þingi. Undir borðum hafa Arthúr Björgvin og félagar hans úr hin- um víðförla Njálusönghópi, Saga Singers, brugðið á leik og skemmt gestum með Njálusöngvum og ýmiss konar glensi tengdu sög- unni. „Njálugleðin hefur einkum verið vinsæl meðal starfsmanna- hópa, félaga og klúbba af ýmsu tagi sem hafa viljað njóta menn- ingarlegrar afþreyingar í léttum dúr og eyða ljúfum degi á Njáluslóðum,“ segir Arthúr. Nú fer hins vegar hver að verða síðastur að taka þátt í þess- ari sagnagleði. Þeir félagar munu hefja leikinn að nýju laugardag- inn 23. ágúst og dagskráin verður í boði allar helgar fram í október. „Þetta verður síðasta „syrpan“ um óákveðinn tíma,“ segir Arthúr Björgvin, sem farið hefur fyrir hópnum frá byrjun. Ég er að kveðja Njáluslóðir og hverfa til nýrra verkefna á erlendri grund á komandi vetri.“ Af því tilefni mun Arthúr efna til sérstakra Njáluferða í samvinnu við Austurleið á næstu vikum. „Búið er að fastsetja tvær ferðir sem farnar verða sunnudagana 24. og 31. ágúst. Lagt verður af stað frá Sögusetr- inu á Hvolsvelli báða dagana klukkan 13. Hugsanlegt er að fleiri ferðir verði farnar á haust- dögum, auk þess sem áhugasam- ir hópar geta pantað leiðsögn í Njáluferðum.“ Nánari upplýsingar eru í síma 487 8404 eða 862 8404. Sömuleið- is er hægt að senda tölvupóst á netfangið svartur6@simnet.is. ■ Njáluferðir með Arthúri Björgvin: Síðustu forvöð í víkingaveislu GUNNAR OG KOLSKEGGUR Þeir kappar skemmta gestum með glensi og söng í Njáluveislum á Sögusetrinu á Hvols- velli. Loftmyndir ehf. fögnuðu nýleganýjum áfanga í sögu loftmynda- töku á Íslandi þegar tekin var í notkun ný myndavél sem fyrirtæk- ið festi kaup á síðastliðið vor. Vélin er búin öllum nýjasta GPS staðsetn- ingarbúnaði, auk þess að hafa bún- að til að ákvarða sjálfvirkt tökustað hverrar myndar. Loftmyndir ehf hafa starfað við tökur loftmynda í lit frá árinu 1996 og hafa nú lokið við að mynda um 85% Íslands, auk þess sem að myndað hefur verið í Færeyjum. Þessar myndir eru not- aðar til þess að vinna stafræn landakort og nú þegar er búið að kortleggja með þessari tækni um 60% landsins. Loftmyndir stefna að því að ljúka kortlagningu Íslands á næstu þremur til fjórum árum. Á heimasíðu fyrirtækisins, www.loft- myndir.is, má fylgjast með fram- gangi myndatökunnar frá degi til dags og þar eru hundruð mynda sem fólk getur þó skoðað sér til fróðleiks og skemmtunar. ■ Sögulegur áfangi Loftmynda: 85% landsins myndað HÁTÍÐ Um helgina verða haldnir Blómstrandi dagar í Hveragerði. Hátíðin, sem er orðin árviss við- burður, verður með fjölbreyttu sniði og hefst strax á föstudags- kvöld með unglingaballi í íþrótta- húsinu. Seinna um kvöldið verður djassað í Listaskálanum. Hátíðin er formlega sett á laug- ardaginn og verður mikið um dýrðir, meðal annars markaðs- torg, bókamarkaður, skátar og tívolí og um kvöldið varðeldur, brekkusöngur og dansleikir. Á sunnudagskvöld verður Gospelhátíð í kirkjunni. ■ MIKIÐ UM DÝRÐIR Í HVERAGERÐI Dagskráin hefst annað kvöld og alla helgina verður fjölbreytt skemmtun í boði fyrir alla. Bæjarhátíð: Hveragerði blómstrar NÝ MYNDAVÉL LOFTMYNDA EHF. Loftmyndir eru notaðar til að vinna stafræn landakort Veist þú hvað vantar á Íslandskortið? Er það klettur, veiðiá, sýsla, foss eða fjall? Skrifaðu tölvupóst ef þú veist svarið: getraun@mi.is Vegleg verðlaun eru í boði - gisting fyrir 2 og morgunmatur, aðgangseyrir að réttarballi, 2 nætur í sumarhúsi, útreiðar og margt fleira. Dregið verður úr réttum svörum á réttarballi í Ásbyrgi 6. sept. Öllum vinningshöfum verður send gjafabréf. www.northwest.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.