Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 30
30 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR
ÁFRAM FÆREYJAR
Fjöldinn allur af Færeyingum lagði leið
sína á Þórsvöll í gær og studdu vel við
bakið á sínum mönnum.
Landsleikur
Landsliðsþjálfarinn um leik Íslands og Færeyja:
Lélegasti leikur liðsins
FÓTBOLTI „Við vissum að þetta yrði
erfiður leikur. Við skoruðum
snemma en ég var ekki sáttur við
spilið hjá íslenska liðinu,“ sagði
Ásgeir Sigurvinsson landsliðs-
þjálfari að leik loknum. „Við átt-
um í erfiðleikum með færeyska
liðið. Það náði að jafna en eftir
markið náðum við tökum á leikn-
um og stjórnuðum honum til
enda. Það var mikil spenna síð-
ustu mínúturnar en við náðum að
knýja fram sigur.“
Ásgeir sagði sigur Íslands
sanngjarnan en bætti við: „Þetta
var lélegasti leikur sem íslenska
liðið hefur átt í þessari keppni.“
Hann vildi ekki nefna bestu
leikmenn liðsins en sagði þó Her-
mann Hreiðarsson hafa staðið
fyrir sínu.
Aðspurður hvort hann teldi Ís-
lendinga líklega sigurvegara í 5.
riðli undankeppninnar sagði Ás-
geir: „Við erum kannski ekki lík-
legastir en við eigum möguleika
gegn Þjóðverjum.“ ■
Ísland í efsta sæti
Íslensku strákarnir unnu Færeyinga í gær með tveimur mörkum gegn einu. Pétur Hafliði
Marteinsson hetja Íslendinga. Ísland í efsta sæti 5. riðils undankeppni EM.
FÓTBOLTI Íslenska karlalandsliðið í
knattspyrnu lagði það færeyska
að velli í gær með tveimur mörk-
um gegn einu. Ísland skaust þar
með í efsta sæti 5. riðils und-
ankeppni Evrópumótsins með tólf
stig, einu stigi meira en Þýska-
land, sem er í öðru sæti.
Aðstæður til knattspyrnuiðk-
unar voru ekki góðar á Þórsvelli í
gær enda úrhellisdemba og völl-
urinn þungur. Fyrstu mínúturnar
þreifuðu bæði lið fyrir sér en ekki
leið á löngu þar til Eiður Smári
Guðjohnsen skoraði fyrsta mark-
ið, strax á 6. mínútu. Eiður Smári
náði boltanum rétt fyrir utan víta-
teig, lék í átt að markinu og
renndi boltanum í hornið fjær,
framhjá tveimur varnarmönnum
og Jákup Mikkelsen í marki Fær-
eyinga.
Lítið annað markvert gerðist í
fyrri hálfleik og voru Færeyingar
vægast sagt afar hugmynda-
snauðir í sóknarleik sínum.
Seinni hálfleikur var mun
fjörugri en sá fyrri. Heimamenn
færðu sig framar á völlinn og
náðu að skapa sér nokkur hættu-
leg færi. Þeir fengu aukaspyrnu
rétt utan vítateigs á 60. mínútu.
Þótt spyrnan hafi verið slök vökn-
uðu þeir til lífsins og voru líklegri
til að skora. Það var svo á 66. mín-
útu að Rógvi Jacobsen jafnaði
metin með góðum skalla. Rógvi
skoraði einnig með skalla þegar
liðin áttust við á Laugardalsvelli í
fyrri viðureign þjóðanna.
Íslensku strákunum virtist
brugðið en létu markið ekki slá sig
út af laginu. Helgi Sigurðsson fékk
dauðafæri strax eftir markið en
Mikkelsen varði slakt skot hans.
Það var síðan Pétur Hafliði Mart-
einsson sem var hetja Íslendinga
þegar hann skoraði sigurmarkið
tuttugu mínútum fyrir leikslok.
Pétur Hafliði, sem hafði staðið sig
vel í vörn Íslendinga, laumaði sér
framhjá færeysku varnarmönnun-
um og setti knöttinn í netið.
Færeyingar sóttu stíft það sem
eftir lifði leiks en íslensku strák-
arnir vörðust vel og hrósuðu sigri
í lokin. Glæsilega að verki staðið.
Íslenska liðið stóð sig með
sóma í gær. Vörnin stóð sig vel
þegar á reyndi og að öðrum leik-
mönnum ólöstuðum voru Pétur
Hafliði, Hermann Hreiðarsson og
Eiður Smári bestu menn vallarins.
Íslendingar eiga tvo leiki eftir í
riðlakeppninni, báða gegn Þjóð-
verjum. Fyrri leikurinn verður á
Laugardalsvelli þann 6. septem-
ber en sá síðar í Þýskalandi 11.
október. ■
Eiður Smári Guðjohnsen:
Fimm mörk
af ellefu
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohn-
sen, fyrirliði íslenska landsliðs-
ins, skoraði í gær fimmta mark
sitt í sex leikjum í undankeppni
Evrópumótsins. Eiður Smári
skoraði tvö mörk gegn Litháum
á Laugardalsvelli, eina mark
liðsins gegn Skotum á útivelli og
eitt mark af þremur gegn Lithá-
um úti.
Einu leikirnir sem Eiður hef-
ur ekki skorað í eru gegn Skot-
um og Færeyingum hér heima.
Eiður er sem stendur lang-
markahæstur íslensku leik-
mannanna. ■
ÁSGEIR SIGURVINSSON
Landsliðsþjálfarinn var ekki
sáttur við leik íslenska liðsins.
Hvað fannst þeim
um leikinn:
Ekki fallegur
fótbolti
„Mér fannst þetta ekki vera
sérstaklega fallegur fótbolti af
okkar hálfu,“
segir Rúnar
Freyr Gíslason
leikari. „Samt
fékk ég á til-
finninguna í
byrjun að þetta
væri leikur sem
við myndum ná
að vinna. Svo
jafna þeir og eftir það leit út fyr-
ir að þeir myndu jafnvel ná að
sigra. En þá kom Pétur Marteins-
son og reddaði okkur.“
Leiðinlegur leikur
„Mér fannst þetta ótrúlega
leiðinlegur leikur. Það kom smá
spenningur rétt áður en Færey-
ingar skoruðu sem hélst nánast
út leikinn. Þetta
var samt lág-
marksspenna,“
segir Katrín Júlí-
usdóttir þingkona.
„Það var eitt sem
kom mér á óvart.
Pétur Hafliði
Marteinsson átti
góða endurkomu og markið hans
var lúmskt og flott. Ég er samt
hrædd um að Íslendingar þurfi
að taka sig saman í andlitinu fyr-
ir Þjóðverjaleikinn. Færeying-
arnir voru ekki að gera mikið en
það breytir því ekki að við unn-
um leikinn og erum í efsta sæti
riðilsins.“
Svolítið vonsvikinn
„Ég er svolítið vonsvikinn því
mér fannst að Færeyingar hefðu
átt að ná að
minnsta kosti
jafntefli í leikn-
um,“ segir Finn
Gærbo, Færey-
ingur sem bú-
settur hefur
verið á Íslandi.
„Þetta var nokk-
uð góður leikur.
Íslendingarnir voru ekkert sér-
staklega sannfærandi í leiknum
og mér fannst sigurinn ekki vera
sanngjarn. Eiður Smári var án
efa besti maðurinn á vellinum en
það sást hins vegar vel í þessum
leik að Færeyingana vantar alveg
góða framlínumenn.“
Þrjú stig
„Þeir fengu þrjú stig,“ sagði
Bubbi Morthens tónlistarmaður
um leik Færeyinga og Íslendinga.
„Það er greinilegt
að þeir eru ekki
komnir í spilæf-
ingu. Sérstaklega
sá maður það á
erlendu stór-
stjörnunum. En
þetta var alveg
þolanlegt.“
Færeyingar komu Bubba á
óvart. Honum fannst þeir leika
vel, sérstaklega í seinni hálfleik,
en þá minntu þeir á Íslendinga
fyrir svona tíu árum.
FÓTBOLTI Með sigrinum í gær náði
íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu toppsæti 5. riðils í und-
ankeppni Evrópumótsins. Ísland
hefur eins stigs forystu á
Þjóðverja og fjögurra stiga for-
ystu á Skota en þessar þjóðir eiga
báðar leik til góða.
Þjóðverjar eiga erfiðar viður-
eignir fram undan. Þeir mæta Ís-
lendingum á heimavelli þann 6.
september og Skotum fjórum dög-
um seinna. Möguleikar Íslendinga
á sæti á Evrópumótinu í Portúgal
verða að teljast töluverðir. Það lið
sem nær efsta sæti riðilsins fer
beint á EM en liðið í öðru sæti
leikur í umspili um laust sæti.
Dregið er um mótherja og er leik-
ið heima og að heiman. Fyrri
viðureignirnar verða 15. eða 16.
nóvember og þær síðari þremur
dögum síðar. ■
STAÐAN Í 5. RIÐLI
L U J T Stig
Ísland 6 4 0 2 12
Þýskaland 5 3 2 0 11
Skotland 5 2 2 1 8
Litháen 6 2 1 3 7
Færeyjar 6 0 1 5 1
NÆSTU LEIKIR:
Skotland - Færeyjar 6. september
Ísland - Þýskaland 6. september
Þýskaland - Skotland 10. september
Færeyjar - Litháen 10. september
Skotland - Litháen 11. október
Þýskaland - Ísland 11. október
5. riðill EM í fótbolta:
Miklir möguleikar
FÓTBOLTI Henrik Larsen, lands-
liðsþjálfari Færeyinga, var mjög
vonsvikinn með leikinn. „Mér
fannst við helmingi betri í dag
en í síðasta leik gegn Íslandi og
jafntefli hefði verið sanngjörn
úrslit því íslensku mörkin voru
ódýr. Færeyska liðið pressaði
vel í síðari hálfleik og það var
mjög svekkjandi að fá á sig
mark úr hornspyrnu, skömmu
eftir að við höfðum jafnað.“
Oli Johannesen, fyrirliði Fær-
eyja, var sömuleiðis svekktur.
„Ég er ekki sáttur með úrslitin.
Jafntefli hefði verið sanngjarnt,
sérstaklega þar sem við spiluð-
um vel í seinni hálfleik. Við lend-
um alltaf í erfiðleikum þegar
andstæðingurinn fær horn-
spyrnu og það gerðist aftur í
dag.“ ■
HENRIK LARSEN
Var mjög svekktur með úrslit leiksins.
Færeyingar um leikinn:
Jafntefli hefði
verið sanngjarnt
MARK
Eiður Smári Guðjohnsen skorar hér fyrsta mark Íslands gegn Færeyjum á Þórsvelli í gær. Færeyingar jöfnuðu en Pétur Hafliði Marteinsson
skoraði sigurmarkið eftir hornspyrnu. Eiður og Pétur voru meðal bestu manna íslenska liðsins.
M
YN
D
/F
IN
N