Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 21
21FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003
Sendum í póstkröfu um allt land.
Smáralind - Glæsibæ
Sími 545 1550 og 545 1500
Smáralind
mán.-fös. kl. 11-19
lau. kl. 11-18
sun. kl. 13-18
Glæsibæ
mán.-fös. kl. 10-18
lau. kl. 10-16
OPIÐ
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
U
TI
2
19
38
08
/2
00
3
Full af tilhlökkun
Bakpokar
Verð frá: 2.290 kr.
Íþróttagallar
Verð frá: 4.990 kr.
Íþróttastuttbuxur
Verð frá: 1.490 kr.
Flíspeysur
Verð frá: 3.990 kr.
Skór
Verð frá: 3.490 kr.
Heimsókn í Útilíf er góð byrjun á skemmtilegri skólagöngu.
REYKJAVIK GRAPEVINE
Útgáfan hefur gengið vel í sumar, en þó
ekki áreynslulaust. „Ég get ímyndað mér
að það sé ferlegt að gefa út blað á hverj-
um degi, eins og þið gerið,“ segir Jón
Trausti við blaðamann Fréttablaðsins.
Síðasta blað-
ið í sumar
ÚTGÁFA Þeir sem hafa fagnað út-
gáfu blaðsins Reykjavik Grape-
vine, sem skrifað er á ensku og
er gefins á fjölförnum stöðum,
verða nú að bíta í það súra epli
að sumarvertíðinni er lokið. Það
var ákveðið frá upphafi útgáf-
unnar að gefa aðeins út yfir
sumartímann. Sú staðreynd að
síðasta tölublaði Grapevine í ár
verður dreift í dag er því fyrsta
vísbending um komandi haust.
„Á forsíðu síðasta blaðsins
verður flugmaður Landhelgis-
gæslunnar,“ sagði Jón Trausti
Sigurðarson ritstjóri í gær á
tánum þegar þrír klukkutímar
voru í það að blaðið færi í prent-
un. „Auk þess að fjalla um al-
mennt efni eru greinar um Ís-
land, Þorskastríðið og Evrópu-
sambandið. Aðeins meiri pólitík
en áður.“
Hann segist ekki hafa orðið
var við nein neikvæð viðbrögð í
sumar. Undrast svo yfir því
hvaðan jákvæðu viðbrögðin
hafa komið. Allt frá ungri blaða-
stúlku sem ber blaðið út á Sel-
fossi til þess að allri ritstjórn-
inni var boðið í te í breska sendi-
ráðinu.
Grapevine mun halda áfram
á Netinu í vetur,
www.grapevine.is, og stefnt er á
að það birist aftur á prenti í lok
maí eða byrjun júní á næsta ári.
Stefnt er á að gefa út a.m.k. sjö
blöð næsta sumar. Vetrarútgáfa
verður ekki framkvæmanleg
vegna náms. ■
Heimi Karlssyni líst rosalega velá komandi tímabil í enska bolt-
anum: „Ég held að enski boltinn hafi
sjaldan verið jafn mikið í fréttum
og núna í sumar, bæði vegna Davids
Beckhams og nýs eiganda Chelsea.
Einnig er innkoma manna eins og
Ronaldos ekki bara frábær fyrir
United heldur alla fótboltaunnend-
ur,“ segir Heimir.
Heimir er ánægður með sam-
starfsmann sinn Guðna Bergsson,
fyrrum atvinnumann í Bolton. „Það
eru ekki allar sjónvarpsstöðvar fyr-
ir utan England sem hafa aðgang að
slíkum viskubrunni. Íslenskir sjón-
varpsáhorfendur geta hrósað miklu
happi yfir því.“
Heimir, sem er 42 ára gamall, er
fyrrverandi íþróttafréttamaður á
Stöð 2. Undanfarin ár hefur hann
verið með eigin fyrirtækjarekstur
og jafnframt unnið hjá breskum
fyrirtækjum. „Nú síðast vann ég
sem sölu- og markaðsstjóri fyrir
ráðgjafafyrirtæki á sviði orku-
sparnaðarúrlausna. Ég vann þar í
tvö ár og það var mjög gaman.“
Heimir segist hafa stefnt að því
að koma heim til Íslands eftir eitt
ár: „Ég á börn og fjölskyldu úti.
Dætur mínar tvær eru orðnar 8 og
11 ára og þetta var orðin spurning
um hvort þær yrðu enskar eða ís-
lenskar. Síðan kom þetta upp á borð-
ið með Guðna Bergs. Þetta var
spennandi og skemmtilegt við-
fangsefni og ég ákvað bara að slá
til.“ Þess má geta að eiginkona
Heimis heitir Rúna Guðmundsdótt-
ir og er í ráðgjafanefnd fyrir BBC í
Yorkshire. Hún lauk nýverið
mastersnámi í sagnfræði og hyggur
á doktorsnám í faginu.
Fyrir utan fótboltann á Heimir
sér tvö megináhugamál. „Ég hef
alltaf rosalega gaman af því að taka
í golfkylfuna. Svo hef ég svakalega
gaman af því að fylgjast með þjóð-
félagsmálum og pólitík.“
Uppáhaldslið Heimis í enska
boltanum er Derby County, sem
leikur í 1. deild. „Ég hef líka alltaf
haldið með Íslendingaliðunum. Svo
á Newcastle sterkar taugar í mér,
aðallega vegna þess að mér þykir
svo vænt um Bobby Robson knatt-
spyrnustjóra. Hann er svo indæll
karl þó ég þekki hann ekki neitt.“
freyr@frettabladid.is
Tímamót
HEIMIR KARLSSON
■ stjórnar þættinum Boltinn með Guðna
Bergs á Sýn. Uppáhaldslið hans á
Englandi er Derby County. Hann ber
engu að síður sterkar taugar til
Newcastle. HEIMIRHeimir segir að íslenskir sjónvarpsáhorf-
endur geti hrósað happi yfir því að hafa
aðgang að viskubrunninum Guðna Bergs.
Bobby Robson er indæll karl
JOE STRUMMER
Joe Strummer, söngvari bresku pönkhljóm-
sveitarinnar The Clash, fæddist á þessum
degi fyrir 51 ári síðan. Strummer lést úr
hjartaáfalli þann 22. desember í fyrra.