Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 24
ferðir o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is. Ég var að koma úr stórkostlegrigönguferð um Víknaslóð,“ segir Sigurlaug Anna Gunnars- dóttir, konrektor Menntaskólans á Akureyri. „Ferðin var farin frá Borgarfirði eystri, en þaðan er boðið upp á skipulagðar göngur á Víknaslóð. Skipuleggjandi og far- arstjóri var Helgi Arngrímsson, en hann hefur verið með þessar ferðir í nokkur ár,“ segir Sigur- laug. „Þetta var fimm daga ferð, gengið frá mánudagsmorgni til föstudags, en ferðin, sem er trúss- ferð, er algjör lúxus. Við gengum bara með dagsnesti og allur matur var innifalinn.“ Flestar nætur var gist í Fjarð- arborg í Borgarfirði og gengið þaðan. „Við fórum í víkurnar þar í kring, en lengsta dagleiðin var þegar við gengum í Stórurð. Þar er stórkostleg fegurð og ég mæli hreinlega með að allir fari þang- að,“ segir Sigurlaug og lýsir stór- brotnu landslaginu. „Í Stórurð er fegurðin hrikaleg og ljúf í senn. Þarna eru gríðarleg björg, grænir balar og litlar tjarnir inni á milli og svo gnæfa Dyrfjöllin yfir.“ Að sögn Sigurlaugar voru gönguferðirnar við allra hæfi og sú elsta í hópnum, sem var um sjötugt, fór létt með gönguna. „Helgi var líka sérlega skemmti- legur leiðsögumaður, hafsjór af fróðleik um þetta svæði og leiddi okkur á vit fortíðarinnar. Þarna var alls staðar búið þó nú sé allt komið í eyði og Helgi sagði okkur ótal mannlífssögur frá liðinni tíð.“ Á Borgarfirði eystri er starf- andi ferðamálahópur sem hefur unnið ötullega að því að stika leið- ir um víkurnar og gefið út ítarlegt kort um svæðið, þannig að fólk getur líka skipulagt sínar eigin gönguferðir. ■ Í Haukadal í Dýra-firði drýpur sagan af hverju strái. Dalur- inn er aðalsögusvið Gísla sögu og er talið að bær hans hafi stað- ið á Gíslahól en þar má finna tóftir sem taldar eru vera frá söguöld. Dalurinn er hallalítill og í botni hans gnæfir Kaldbakur yfir um- hverfi sitt og Kolturs- horn er á hægri hönd. Hægt er að ganga á hornið ef farið er inn Koltursdalinn og upp á hrygginn á milli Kald- baks og Kolturshorns. Fyrir neð- an Kolturshornið eru tóftir. Þar heitir Sel. Þegar búið er að skoða tóftirnar er skemmtilegt að fara yfir Þverána og ganga dalinn austanverðan til baka. Í mynni dalsins má sjá seftjörn þá er Haukdælir til forna háðu á ísknattleik eins og greint er frá í Gísla sögu. Í dalmynninu er nokk- ur byggð og þar er búið á einum bæ enn. Öðrum húsum er vel við haldið af brottfluttum íbúum sem dvelja í dalnum á sumrin. ■ Hvaðan varstu að koma? Fegurðin hrikaleg og ljúf í senn LAGT AF STAÐ Í GÖNGU Helgi leiðsögumaður kunni margar sögur um mannlíf í víkunum á liðinni tíð. FRÁ STÓRURÐ Sigurlaug Anna Gunnarsdóttir mælir með því að allir upplifi fegurðina í Stórurð. KRÖKKUM ER BOÐIÐ UPP Á FYLGD HJÁ FLUGLEIÐUM Ákveðnar reglur gilda þó um börn sem ferðast ein, bæði hjá Iceland Express og Icelandair. Millilandaflug: Börn geta ferðast ein Börn á aldrinum fimm til fjórtánára geta ferðast án fylgdar- manns hjá Iceland Express og njóta þá sérstakrar gæslu áhafnar í farþegarými. Hafa þarf samband við söluskrifstofu í slíkum tilfell- um. Ákveðnar reglur gilda um ferðir barna án fylgdarmanns og er mikil áhersla lögð á að tryggja öryggi þeirra alla leið. Gjald er tekið fyrir þessa aðstoð – 1.000 krónur hvora leið. Hjá Icelandair geta börn á aldr- inum fimm til ellefu ára, sem ekki eru í fylgd með farþega sem er tólf ára eða eldri, ferðast ein. Aðstandandi, sem fylgir barn- inu á flugvöllinn, þarf þó að taka fulla ábyrgð á því alla leið út í flug- vél og fá til þess sérstakt að- gangskort að fríhafnarsvæðinu. Ekki mega vera fleiri en fjögur fylgdarlaus börn í hverju flugi Icelandair og ekki er hægt að bóka farseðil á Netinu fyrir börn sem ferðast ein. Gjald fyrir fylgdar- laust barn er 2.000 krónur. Hægt er að panta ferðafylgd fyrir unga farþega, tólf til fimmtán ára, þar sem þeim er þá fylgt að og frá borði og í gegnum flughöfn. ■ hvað?hvar?hvenær? 19 20 21 22 23 24 25 ÁGÚST Föstudagur  Emstrur-Þórsmörk með Ferðafélag- inu. Ekið í skála FÍ í Botnum á Emstrum á föstudagskvöldi og gist þar. Á öðrum degi er gengið suður Almenninga og í Þórsmörk. Grill. Á sunnudeginum verður dvalið í Þórsmörk, ekið til Reykjavíkur um kvöldið. Fararstjóri er Aðalheiður St. Eiríksdóttir. Laugardagur  Þjóðlenduganga í Þjórsárdal með Ferðafélaginu. Búrfell - Hólaskógur - Gjáin í Þjórsárdal. Ferð hefst við stöðvar- húsið í Búrfelli. Gist í Hólaskógi. Á öðr- um degi er byrjað við Háafoss og geng- ið niður með Fossá að Stöng í Gjá. Far- arstjóri er Björg Eva Erlendsdóttir.  Fimmvörðuháls með Útivist. Brott- för frá BSÍ klukkan 8.30.  Blómstrandi dagar í Hveragerði. Fjölbreytt dagskrá alla helgina. Sunnudagur  Dagsferð á Stóra-Björnsfell með Útivist. Gangan öll er um 15 til 16 km. Áætlaður göngutími er 6 til 7 tímar og akstur rúmir fjórir tímar báðar leiðir.  10.00 Göngudagur Ferðafélags Ís- lands og SPRON: Gengið frá Innstadal að Nesjavöllum við leiðsögn frá FÍ í boði SPRON. Gengið er um fimm klukkustunda leið og er hækkun um 500 metrar. Fararstjóri er Sigurður Krist- jánsson. Brottför frá BSÍ.  13.00 Gengið frá Dyravegi að Jórukleif í Henglinum við leiðsögn FÍ í boði SPRON. Gengið er um þriggja klukkustunda leið og er hækkun lítil sem engin. ÞINGEYRI VIÐ DÝRAFJÖRÐ Í Dýrafirði má víða finna sögustaði. HTTP://BOOKTAILOR.COM Skemmtileg heimasíða sem býður margs konar þjónustu sem tengist ferðalögum. Handhægt: Sérsniðin ferðahand- bók á Netinu FERÐABÓK Margir kannast við að hafa þvælst með níðþunga ferða- handbók í ferðalagið með heilu köflunum sem nýtast ekki neitt. Nú er komin netbók sem sam- einar kosti allra ferðahand- bókanna í einni. Á slóðinni http://booktailor.com er hægt að raða saman ýmsum köflum úr mismunandi útgáfum og búa þannig til sína eigin ferðahand- bók. Fyrir sanngjarnt verð er hún prentuð út, bundin inn og send í pósti. ■ Á söguslóðum Gísla Súrssonar: Sagan drýpur af hverju strái

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.