Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 31
31FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003
EIÐUR SMÁRI
Liðinu tókst að krækja í þrjú stig.
Eiður Smári:
Þurftum
þrjú stig
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen,
fyrirliði Íslands, sagði íslenska
liðið hafa bakkað of mikið í seinni
hálfleik í stað þess að mæta
heimamönnum og reyna að skora
annað mark.
„Við getum kennt sjálfum okk-
ur um markið því ef við hefðum
pressað á þá hefðum við ekki
fengið það á okkur,“ sagði Eiður
Smári.
Eiður Smári vildi ekki segja til
um hvort sigurinn hefði verið
sanngjarn.
„Ég veit ekki hvort sigurinn
var sanngjarn en það er eitthvað
sem við spáum ekki í. Við þurft-
um á þremur stigum að halda og
það tókst,“ sagði landsliðsfyrir-
liðinn. ■
18.30 Heimsfótbolti West World á
Sýn.
19.00 Grannaslagur verður í 1.
deild karla þegar HK mætir Breiðabliki
á Kópavogsvelli.
19.00 Njarðvík fær Stjörnuna í
heimsókn í 1. deild karla.
19.00 Mosfellingarnir í Aftureld-
ingu sækja Hauka heim að Ásvöllum í
1. deild karla.
19.40 Sýnt verður frá golfmóti í
PGA-mótaröðinni í Bandaríkjunum á
Sýn.
20.30 Í Kraftasporti á Sýn verður
fylgst með kraftakeppni í Þorlákshöfn.
22.00 Vikan í enska boltanum
verður gerð upp á Sýn.
22.30 Fjallað er um helstu íþrótta-
viðburði heima og erlendis í Olíssporti
á Sýn.
hvað?hvar?hvenær?
18 19 20 21 22 23 24
ÁGÚST
Fimmtudagur
Evrópukeppni
kvennaliða:
KR tapaði
leiknum
FÓTBOLTI KR tapaði 1-3 fyrir ZFK
Masinac frá Serbíu og Svart-
fjallalandi í 1. umferð 1. riðils
Evrópukeppni félagsliða kvenna
í gær. Leikurinn fór fram í
Bröndby, skammt utan Kaup-
mannahafnar. Hrefna Jóhannes-
dóttir, fyrirliði KR, skoraði
fyrsta markið eftir fimmtán
mínútna leik. ZFK Masinac jafn-
aði upp úr miðjum seinni hálf-
leik og bætti tveimur mörkum
við á síðustu tíu mínútunum.
KR leikur gegn Bröndby á föstu-
dag en gestgjafarnir unnu
Kilmarnock 2-0 í gær. ■
Marteinn Geirsson um leikinn:
Mikilvægur sigur
FÓTBOLTI „Það sem stendur upp úr
er að Ísland vann og það var mjög
mikilvægt,“ sagði Marteinn
Geirsson, fyrrum landsliðsmaður
og faðir Péturs Hafliða sem skor-
aði sigurmark Íslendinga gegn
Færeyingum. „Það var búið að
tala mikið um að þessi leikur yrði
að vinnast. Það bitnaði kannski á
getu liðsins, hraða og spila-
mennsku. Mér fannst á köflum
Færeyingarnir miklu meira í bolt-
anum og spila mun betur.“
Marteini fannst íslensku strák-
arnir aldrei komast almennilega í
gang. „Varnarmennirni spiluðu
ágætlega, þeir héldu boltanum
ágætlega og spiluðu honum vel
sín á milli. Mér fannst miðju-
mennirnir ekki nógu vinnusamir.
Þeir hlupu mikið en skiluðu ekki
nógu miklu. En þetta voru erfiðar
aðstæður, blautur völlur. Færey-
ingarnir gerðu sitt besta til að
vinna okkur í fyrsta skipti og
lögðu allt í sölurnar.“
Marteinn sagði að það hefði
verið eins og Íslendingar þyrftu
að fá á sig mark til þess að taka
við sér að nýju og jöfnunarmarkið
kom á hentugum tíma því Íslend-
ingarnir höfðu 25 mínútur til að
skora eftir að Færeyingarnir jöfn-
uðu.
Marteinn segir að sér hafi
sýnst strax eftir að dregið var í
riðla fyrir keppnina að Ísland ætti
góða möguleika og fram undan er
mikilvægur leikur við Þjóðverja á
Laugardalsvelli. „Þetta verður
bara eins og Frakkaleikurinn á
sínum tíma. Við þurfum að fá
gríðarlega stemningu og hvatn-
ingu á þeim leik því við höfum
aldrei verið eins nálægt því að
komast í alvöru keppni.“ ■
MARTEINN GEIRSSON
Var stoltur af Pétri Hafliða syni sínum sem skoraði sigurmarkið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T