Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 14
VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur
sent frá sér viðvörun, þar sem
vakin er athygli á því að fyrirtæk-
in Team Marketing Intiernational
og World Wide Autobank hafi ekki
starfsleyfi hér á landi. Viðvörunin
er send vegna fyrirspurna og at-
hugasemda sem beint hefur verið
til eftirlitsins.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir það
hafa færst í aukana að fyrirtæki
sem ekki hafa starfsleyfi hér á
landi bjóði þjónustu sína. „Það eru
nokkur fleiri fyrirtæki sem Fjár-
málaeftirlitið er að skoða. Það er
ástæða til að hvetja fólk til að
vera vakandi og fara varlega í við-
skiptum við slík fyrirtæki og
grennslast fyrir um það hvort þau
hafi starfleyfi hér á landi.“
Páll segir að í þessari viðvörun
felist enginn dómur um það
hversu áreiðanleg þessi fyrirtæki
eru. Einungis sé vakin athygli á
því að þau hafi ekki tilskilin leyfi.
„Hagsmunir fólks kunna að skað-
ast ef fyrirtæki starfa ekki eftir
þeim reglum sem við þekkjum.“ ■
14 21. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR
■ Lögreglufréttir
■ Lögreglufréttir
LITLA HAFMEYJAN
Danir fagna um þessar mundir níræðisaf-
mæli Litlu hafmeyjunnar í Kaupmanna-
höfn. Borgaryfirvöld ætla að bjóða til af-
mælisveislu á laugardaginn til þess að
heiðra dömuna.
Kynntu þér verðið á www.raf.is
FERSK Í BÚÐIR Á HVERJUM DEGI
SVEITARSTJÓRNIR Sjálfstæðismenn í
borgarráði segja Steinunni Valdísi
Óskardóttir, formann skipulags-
og byggingarnefndar, hafa rekið
fulltrúa íbúa úr samráðsnefnd um
uppbyggingu Landsímalóðarinnar
í Grafarvogi. Þessu hafnar R-list-
inn.
Borgarráð samþykkti nýtt
deiliskipulag fyrir Landsímalóð-
ina á þriðjudag. Sjálfstæðismenn
sögðust fagna því að borgarfull-
trúar R-listans hefðu komið til
móts við sjálfsagðar óskir íbúa
hverfisins:
„Barátta þeirra hefur varað í
nær tvö ár og gengið á ýmsu. For-
ystumenn R-list-
ans, og þá sérstak-
lega borgarfulltrú-
ar Samfylkingar-
innar, hafa sýnt
fólkinu takmarka-
lausa óvirðingu.
Þetta fólst meðal
annars í því að full-
trúi íbúanna í samráðshópi var
rekinn úr samráðinu af formanni
skipulagsnefndar á opnum fundi
um málið,“ segir í bókun sjálf-
stæðismanna, sem bættu því við
að vinnulag meirihluta R-listans í
skipulags- og byggingarnefnd
væri ólýðræðislegt og óþolandi.
Fulltrúar R-listans í borgarráði
vísuðu fullyrðingum sjálfstæðis-
manna á bug:
„Sorglegt að sjá málflutning
af því tagi sem þeir hafa haft
uppi í málinu. Allir sem málið
þekkja vita mæta vel að fulltrúi
íbúa í samráðshópi var ekki rek-
inn úr samráðinu af formanni
skipulagsnefndar, eins og haldið
er fram í bókun minnihluta sjálf-
stæðismanna. Það er leitt að sjá
að menn skuli grípa til ósanninda
í viðleitni sinni til að gera vinnu-
brögð borgaryfirvalda tortryggi-
leg.“
Sem andsvar við þessari bókun
R-listans létu sjálfstæðismenn
bóka að á fyrrgreindum opnum
fundi um Landsímalóðina hafi
verið yfir 300 manns. „Ef formað-
urinn telur að hún hafi ekki rekið
fulltrúa íbúa úr samráðinu á fund-
inum, þá eru það bæði fréttir fyr-
ir þann íbúa sem og aðra fundar-
menn,“ sögðu sjálfstæðismenn.
Ólafur F. Magnússon, fulltrúi
Frjálslyndra og óháða, sagði ekki
liggja fyrir hvort núverandi til-
laga um skipulag lóðarinnar sé í
fullri sátt við íbúanna. „Hafi slík
sátt ekki náðst um málið, hefur
ekki verið staðið við gefin fyrir-
heit af hálfu áðurnefnds fulltrúa
meirihlutans frá 7. maí síðastlið-
inn og fyrirheit R-listans fyrir
borgarstjórnarkosningarnar vor-
ið 2002,“ sagði Ólafur.
gar@frettabladid.is
BRAUST INN Í FÉLAGSMIÐSTÖÐ
Öryggisvörður Securitas kom að
manni sem brotist hafði inn í fé-
lagsmiðstöð í Breiðholti í fyrri-
nótt. Lögreglan í Reykjavík var
kölluð til og handtók manninn.
Honum var sleppt að lokinni
skýrslutöku.
BÍLAVARAHLUTUM STOLIÐ Brotist
var inn í fyrirtæki í Nethyl í
fyrrinótt. Bílavarahlutum og
ýmsu smálegu var stolið. Ekki er
vitað hverjir voru að verki. Málið
er í rannsókn lögreglu.
LENTI Á GIRÐINGARSTAUR Þýsk-
ur ferðamaður keyrði út af vegi
þegar hann missti stjórn á bifreið
sinni á malarvegi við Sauðá á
Vatnsnesi. Bíllinn valt ekki, held-
ur endaði á girðingarstaur. Þjóð-
verjinn slapp ómeiddur en bíllinn
laskaðist nokkuð.
SKARST Á FINGRI Kona skarst á
fingri við vinnu sína hjá Útgerð-
arfélagi Akureyringa. Hún var
flutt til læknis með sjúkrabíl þar
sem illa gekk að stöðva blæð-
ingu. Hún reyndist ekki alvar-
lega slösuð.
Fjölskylduharmleikur:
Systkini skot-
in til bana
DETROIT, AP Þrjú ung börn fundust
látin í kjallara brennandi íbúðar-
húss í Detroit í Bandaríkjunum.
Lögregla lýsir eftir föður barn-
anna sem flúði af vettvangi á hjóli
eftir að kviknað hafði í húsinu.
Börnin þrjú höfðu verið skotin
til bana en fjórða barnið, níu ára
gömul stúlka, var flutt á sjúkra-
hús með lífshættulega áverka.
Lögreglan í Detroit segir að flest
bendi til þess að kveikt hafi verið
í húsinu til að hylma yfir glæp og
leitar að föður barnanna, Anthony
Lamar Bailey, til að varpa frekara
ljósi á málið.
Að sögn nágranna Bailey var
hann nýskilinn við móður barn-
anna og hafði tekið að sér uppeldi
þeirra. ■
VESTUR-VIRGINÍA, AP Bandarískum
yfirvöldum hafa borist hundruð
ábendinga í tengslum við rann-
sóknina á þremur leyniskyttu-
morðum fyrir utan verslanir í
Kanawha-sýslu í Vestur-Virginíu.
Lögreglan segir að ákveðið hafi
verið að rannsaka frekar tíu vís-
bendingar og yfirheyra nokkra
menn sem grunaðir eru um aðild
að málinu.
Fyrir tæpum tveimur vikum
var 44 ára karlmaður skotinn til
bana fyrir utan bensínstöð í bæn-
um Charleston. Fjórum dögum
síðar voru maður á þrítugsaldri
og 31 árs kona myrt með 90 mín-
útna millibili fyrir utan bensín-
stöðvar í Campbells Creek. Morð-
in voru öll framin að kvöldi til og
fórnarlömbin skotin með riffli í
háls eða höfuð af um það bil 30
metra færi. Ekki liggur fyrir
hvort fólkið þekktist, en verið er
að rannsaka hvort hugsanlegt sé
að morðin tengist eiturlyfjasölu.
Skotárásirnar hafa vakið upp
minningar um leyniskyttumorðin
í Virginíu, Maryland og nágrenni
Washington á síðasta ári. Sér-
fræðingar frá bandarísku alríkis-
lögreglunni, FBI, sem tóku þátt í
að rannsaka leyniskyttumorðin,
eru komnir til Vestur-Virginíu til
þess að leggja lögreglunni þar lið
í rannsókninni. ■
Þrír skotnir til bana á tveimur vikum:
Minnir á leyni-
skyttumorðin
LÖGREGLUMAÐUR VIÐ STÖRF
Lögreglumenn hafa rætt við fjölda íbúa í Campbells Creek til þess að afla upplýsinga
sem gætu komið að notum við rannsókn á þremur skotárásum.
Sjálfstæðismenn í borgarráði segja formann skipulags- og byggingar-
nefndar hafa rekið fulltrúa íbúa í Rimahverfi úr samráðsnefnd um upp-
byggingu Landsímalóðarinnar. R-listinn segir þetta ósannindi.
LANDSÍMALÓÐIN
Sjálfstæðismenn í borgarráði segja vinnulag R-listans í skipulags- og byggingarnefnd vera
„ólýðræðislegt og óþolandi.“ R-listinn vísar þessu á bug: „Leitt að sjá að menn skuli grípa
til ósanninda,“ segja fulltrúar þeirra í borgarráði.
■
Sérstaklega
borgarfulltrúar
Samfylkingar-
innar hafa sýnt
fólkinu tak-
markalausa
óvirðingu.
Bjóða þjónustu án leyfis:
Varað við fjármálafyrirtækjum
PÁLL GUNNAR PÁLSSON
Fjármálaeftirlitið telur ástæðu til að vara
fólk við fjármálafyrirtækjum sem bjóða
þjónustu hér á landi án þess að hafa
starfsleyfi.
Brigsl um lygi og
valdníðslu
BROTIST INN Í BÍL Geislaspilara
var stolið úr bíl sem stóð á bíla-
stæði við heimahús í Mosfellsbæ.
Rúða hafði verið brotin til að
komast inn í bílinn. Innbrotið er
óupplýst.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M