Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003
■ SÖGUGANGA
35
Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík.
Viðfangsefni Rögnu er blómaskeið lif-
andi hluta og spurningin hvort hræðslan
við að eldast sé það sem takmarkar feg-
urðarmat okkar. Þetta er 13. einkasýning
Rögnu hér á landi.
Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk
eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.
Þrjár sýningar eru í Listasafni
Reykjavíkur - Hafnarhúsinu. Þetta eru
sýningarnar Humar eða frægð -
Smekkleysa í 16 ár, Innsýn í alþjóð-
lega samtímalist á Íslandi og Erró
Stríð.
Sumarsýning í Listasafni Íslands á
úrvali verka í eigu safnsins.
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir
sýning á málverkum Jóhannesar Kjar-
vals úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Sumarsýning Handverks og Hönn-
unar stendur yfir í Aðalstræti 12. Til sýn-
is er bæði hefðbundinn listiðnaður og
nútíma hönnun úr fjölbreyttu hráefni.
Meðal þess sem sýnt er, eru munir úr
tréi, roði, ull, hör, leir, selskinni, hrein-
dýraskinni, pappír, silfri og gleri frá 26
aðilum. Sýningin er opin alla daga
nema mánudaga og lýkur 31. ágúst.
Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir
þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist
sýning á samspili texta og myndskreyt-
inga í barnabókum 1910-2002. Þar er
einnig sýning til minningar um Lárus
Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga.
Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á
Heimskringlu og Snorra-Eddu.
Sýning í anddyri Norræna hússins
sem nefnist Vestan við sól og norðan
við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir
eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta
eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning-
unni lýkur 31. ágúst.
Ragnhildur Kristjánsdóttir (Ragsý)
sýnir verk sín á Kaffi Presto, Hlíðarsmára
15 í Kópavogi. Sýningin stendur til 15.
október
Ragnhildur Kristjánsdóttir (Ragsý)
sýnir verk sín í Blómakaffi í Blómaverk-
stæði Betu, Reykjavíkurvegi 60. Hún er
myndlistarmaður mánaðarins til 19.
september.
Sýningin Reykjavík í hers höndum í
Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar-
firði er sett upp af Borgarskjalasafni
Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn-
fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs-
árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta
mun meira af stríðsminjum en áður
sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.
Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn-
ingarhússins, Íslendingasögur á er-
lendum málum, er ætlað að gefa inn-
sýn í bókmenntaarfinn um leið og at-
hygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur
Íslendingasagna eru til á erlendum mál-
um.
Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóð-
menningarhúsinu. Sýningin er á vegum
Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er
þar sýning sem nefnist Íslandsmynd í
mótun - áfangar í kortagerð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Það má segja að hver einastibær sem átti land að Elliðaán-
um tengist draugagangi að ein-
hverju leyti,“ segir Helgi M. Sig-
urðsson, safnvörður á Árbæjar-
safni. „Hér er enginn hörgull á
sögum um slíkt.“
Helgi verður leiðsögumaður í
einni skelfilegustu skemmti-
göngu sumarsins, sem farin verð-
ur í kvöld á slóðir drauga, álfa,
skrímsla og afbrotamanna í
Elliðaárdal.
Sem dæmi nefnir hann Mýrar-
drauginn svokallaða, sem gekk
ljósum logum við bæinn Elliða-
vatn, nánar tiltekið í mýrinni þar
sem nú er stíflulónið. Þá bjó þar
Benedikt Sveinsson dómari, og
sonur hans Einar Benediktsson,
síðar skáld, var á barnsaldri.
Annar draugur tengist bænum
Vatnsenda við Elliðavatn og þriðji
draugurinn tengist Bústöðum, bæ
sem stóð við enda Bústaðavegs.
„Skrímsli var einnig á leirun-
um í Elliðavogi þar sem nú er
búið að fylla upp. Þetta var fjór-
fætt skrímsli á stærð við kálf og
þakið skeljum eins og það hefði
stokkið út úr nútímateiknimynda-
sögu. En þetta gerðist árið 1883.“
Árið 1734 var einnig framið
morð við Elliðaárnar. Morðingj-
arnir, maður og kona, voru tekin
af lífi á Kópavogsþingstað, hann
hálshöggvinn og stegldur en
henni drekkt eins og tíðkaðist á
þessum tímum harðra refsinga.
„Hérna er saga við hvert fót-
mál, enda er þetta nálægt Reykja-
vík og þéttbýlissvæði landsins.
Hér var jafnan mikil umferð.“ ■
STEFÁN KARL STEFÁNSSON
Besta kaffið er á Súfistanum,ekki spurning,“ segir Stefán
Karl Stefánsson leikari. „Ég fæ
mér Kenía AA, það er uppáhald-
ið.“
HELGI M. SIGURÐSSON
VIÐ DRAUGASTEINA
Þeir sem vilja fræðast um drauga, álfa,
skrímsli og myrkraverk afbrotamanna í
Elliðaárdal ættu endilega að skella sér í
göngutúr með Helga í kvöld. Gangan hefst
í Árbæjarsafni klukkan níu.
Draugagangur í dalnum
Besta kaffiðí bænum