Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FIMMTUDAGUR 21. ágúst 2003 – 197. tölublað – 3. árgangur ELDISLAXAR SLUPPU Eldiskví í höfn- inni á Norðfirði gaf sig í gærmorgun með þeim afleiðingum að tæplega 3.000 eldis- laxar sluppu. Tekist hafði að ná 60-70 þeirra á land í gærdag. Sjá bls. 2 FRIÐARFERLI Í UPPNÁMI Palest- ínskir og ísraelskir ráðamenn hafa verið boðaðir til neyðarfundar í kjölfar sjálfs- morðsárásar í Jerúsalem. Ísraelar hafa slitið viðræðum við palestínsk yfirvöld. Sjá bls. 4 NÝR HÆSTARÉTTARDÓMARI Jónas Jóhannsson dómari í Hafnarfirði segir al- menna reiði vera vegna skipunar nýs hæstaréttardómara. Jón Steinar Gunnlaugs- son hæstaréttarlögmaður segist vera ánægður með nýja dómarann. Sjá bls. 6 ÚRELDING SLÁTURHÚSA Þingmað- ur Frjálslyndra segir nýjar sláturhúsareglur og boðaða 170 milljóna króna úreldingar- styrki miða að því að drepa niður sam- keppni við illa stödd fyrirtæki sem hafi réttu flokkstengslin. Landbúnaðarráðherra segir enga pólitík í málinu. Sjá bls. 8 víkingaslóð ● börn í flugvélum ▲ SÍÐUR 24 & 25 Síðustu forvöð í víkingaveislu ferðir o.fl. Arthur Björgvin Bollason: skólaföt ● sloppar fyrir haustið ▲ SÍÐUR 22 & 23 Það þægilegasta í skápnum tíska o.fl. Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir: BARIST Í FYRSTU DEILD Þrír leikir verða haldnir í fyrstu deild karla á morgun. HK og Breiðablik mætast á Kópavogsvelli, Njarðvíkingar fá Stjörnuna í heimsókn á Njarðvíkurvöll og á Ásvöllum kemur í ljós hvort Haukar eða Afturelding fer með sigur af hólmi. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.00. DAGURINN Í DAG SIGUR Í ÞÓRSHÖFN Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrra mark Íslendinga í 2-1 sigri á Færeyingum í Þórshöfn í gær. Með sigrinum komust Íslendingar í efsta sæti 5. riðils. Mikil spenna er fram undan, en Íslendingar mæta Þjóðverjum á Laugardalsvelli 6. september. M YN D /F IN N VEÐRIÐ Í DAG VINDASAMT Það verður hvað bjartast á suðvesturhorninu í dag. Úrkoma á Austur- landi. Nokkur vindur verður og hiti 10-17 stig. Sjá bls. 6 vinnur aðra sólóplötu Eivör Pálsdóttir: Eitt lag á íslensku ▲ SÍÐA 38 FÓTBOLTI Íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði Færeyinga 2-1 í Þórshöfn í gær. Með sigrinum er liðið nú komið í efsta sæti 5. riðils í undankeppni Evrópumótsins, sem fer fram í Portúgal næsta sumar. Íslenska liðið er með 12 stig eftir sex leiki, en Þjóðverjar eru með 11 stig eft- ir fimm leiki og Skotar 8 stig eftir fimm leiki. Flestir gera ráð fyrir að Þjóðverjar sigri í riðlinum og að Íslendingar og Skotar komi til með að berjast um annað sætið. Liðið í öðru sæti leikur aukaleik um sæti í úrslitakeppninni. Ísland á eftir að leika tvo leiki í riðlakeppninni og eru þeir báðir gegn Þjóðverjum. Fyrri leikurinn fer fram á Laugardalsvelli 6. sept- ember, en sá síðari í Hamborg 11. október. Skotar eiga eftir heima- leiki gegn Færeyingum og Lit- háum og útileik gegn Þjóðverjum. Leikurinn gegn Færeyingum í gær var ekki mikið fyrir augað enda völlurinn blautur og þungur. Eiður Smári Guðjohnsen kom Ís- landi yfir strax á 6. mínútu, en Rógvi Jacobsen jafnaði metin fyr- ir Færeyinga á 66. mínútu. Það var síðan Pétur Hafliði Marteins- son sem tryggði Íslandi sigurinn á 71. mínútu með marki eftir horn- spyrnu. Sjá nánar bls. 30 Íslenska landsliðið í knattspyrnu sigraði Færeyinga naumlega í Þórshöfn: Ísland komið á toppinn Úthafsrækja og síld: Kvóti næst ekki FISKVEIÐAR Allar líkur eru á því að kvóti úthafsrækju og síldar náist ekki fyrir lok þessa fiskveiðiárs, 1. september næstkomandi. Um 14 þúsund tonn eru eftir af 37 þús- und tonna úthafsrækjukvóta og 33 þúsund tonn eftir af síldarkvótan- um, og er vertíðinni þar lokið. Ari Arason hjá upplýsingasviði Fiskistofu segir ástandið svipað og síðustu ár. „Úthafsrækjukvót- inn hefur ekki veiðst upp í mörg ár. Sama gildir um síldina, að kvótaúthlutunin hefur verið tölu- vert meiri en veiðin. Göngu- mynstur íslensku síldarinnar er mjög breytt og það hefur reynst erfitt að ná henni.“ 4.000 tonn af kvóta úthafs- rækju og 20 þúsund af síldarkvóta munu færast yfir á næsta ár, en samkvæmt lögum um stjórn fisk- veiða má flytja 20 prósent af kvóta einstakra skipa í tegundun- um á milli ára. Eftirstöðvar kvót- ans munu falla niður ómerkar, um 12 þúsund tonn í síld og 10 þúsund tonn í úthafsrækju. Útlit er fyrir að kvóti annarra tegunda muni því sem næst veið- ast upp. ■ VIÐSKIPTI Staða sambankaláns Norðurljósa er samkvæmt heim- ildum í uppnámi. Bankarnir eru farnir að ókyrrast vegna vanskila og vilja grípa til aðgerða. Kaup- þing Búnaðarbanki er langstærsti eigandi sambankalánsins. Sam- kvæmt heimildum eru lánar- drottnar órólegir vegna stöðunnar og menn óttast að fyrirtækið geti tapað áskriftum og rekstrarfor- sendur versni enn frekar. Stjórn- endur og eigendur Norðurljósa komu saman í fyrradag og fund- uðu um stöðu fyrirtækisins, en fyrirtækið birtir uppgjör í næstu viku. Kaupþing Búnaðarbanki keypti hlut erlendra banka í láninu með afslætti, alls 55%. Upphæð þess hluta er talin vera um 2,5 milljarð- ar króna, en ekki liggja fyrir upp- lýsingar um hversu mikill afslátt- urinn var. Landsbankinn á tæp- lega 900 milljón króna hlut í lán- inu. Kaupþing Búnaðarbanki á auk þess stóran hlut í félaginu. Mat manna er að bankarnir geti með samstilltu átaki tekið fyrirtækið af núverandi eigend- um. Hagsmunir Kaupþings Bún- aðarbanka eru gríðarlegir gagn- vart fyrirtækinu. Ef núverandi eigendur færu fram á gjaldþrot þýddi slíkt gríðarlegar afskriftir fyrir bankann. Sú leið er því ófær. Í herbúðum Norðurljósa anda menn rólega, ekki síst vegna hags- muna Kaupþings Búnaðarbanka. Jón Ólafsson, aðaleigandi Norður- ljósa, er talinn tilbúinn að selja ef rétt verð fæst. Hins vegar segja heimildir ekkert slíkt uppi á borð- inu nú, þrátt fyrir þrálátan orðróm þess efnis. Bent er á að staða fyrirtækis- ins hafi batnað og hún hafi verið mun verri fyrir ári. Gripið hafi verið til uppsagna og hagræðing- ar til þess að bregðast við stöð- unni og þær aðgerðir séu að skila sér. Styrking krónunnar var fyrir- tækinu hagfelld, en veiking henn- ar að undanförnu eykur skuldir félagsins á ný. Skattrannsókn og óróleiki inn- an fyrirtækisins eru síst til þess fallin að róa lánardrottna. Mat lánardrottna er að fyrirtækið beri ekki svo mikla skuldsetningu og auka þurfi hlutafé til að ná því á réttan kjöl. Þeir vilja því fara að sjá merki þess að lánið komist í skil og rekstrargrundvöllurinn verði tryggður. haflidi@frettabladid.is NORÐURLJÓS Uppsagnir og hagræðingaraðgerðir hafa verið í fullum gangi. Eigendur sambanka- láns fyrirtækisins eru farnir að ókyrrast vegna vanskila. Milljarða lán Norður- ljósa í vanskilum Lánardrottnar sambankaláns Norðurljósa eru farnir að ókyrrast vegna vanskila. Kaupþing Búnaðarbanki með á þriðja milljarð útistandandi, auk þess að eiga hlut í fyrirtækinu. Hagsmunir bankans að lenda málinu farsællega eru gríðarlegir. SÍLDARLÖNDUN Síldin er dyntótt og er göngumynstur hennar breytt. Útlit er fyrir að 12 þúsund tonna síldarkvóti falli niður ómerkur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.