Fréttablaðið - 22.09.2003, Síða 2

Fréttablaðið - 22.09.2003, Síða 2
2 22. september 2003 MÁNUDAGUR „Hún gæti gert það! Það veltur á hver- su auðvelt er að koma heim aftur.“ Dr. Þóroddur Bjarnason hefur kannað hvar ung- lingarnir okkar vilja búa. Samkvæmt þeim vilja flestir búa erlendis. Spurningdagsins Þóroddur, mun útþráin drepa okkur? Vandamál leyst á kostnað hluthafa ATHAFNALÍF Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og aðjúnkt við Háskóla Íslands, óttast að hagsmunir smærri hluthafa í Eimskipi verði fyrir borð bornir í þeim miklu hræringum sem átt hafa sér stað varðandi eignarhald á félaginu í síðustu viku. Vilhjálmur segir það orka tvímælis að tveir stórir hlut- hafar, Straumur og Sjóvá-Al- mennar, hafi fengið tækifæri til að losa um eignarhlut sinn í félag- inu á meðan aðrir hluthafar hafi ekki haft möguleika á því sama. Hann segir að breytingar á eigna- safni Eimskips geri það að verk- um að félagið sé í dag ekki sama félag og fjárfestar hafi keypt í. Vilhjálmur minnir á að í úr- skurði Fjármálaeftirlitsins við kaup Samsonar ehf. á Landsbank- anum hafi sérstaklega verið tekið fram að fallist hafi verið á að Samson væri hæfur aðili til að fara með ráðandi eignarhluti í bankanum að því tilskildu „að tryggt [yrði] að eignarhlutur Sam- son í Landsbanka Íslands hf. skap[aði] Samson ekki annan ávinning en þann sem [fælist] í ávinningi hluthafa af heilbrigðum og arðsömum rekstri bankans.“ Í úrskurði Fjármálaeftirlitsins kom einnig fram að samþykktum Sam- sonar ehf. hefði verið breytt á þann veg að eini tilgangur félags- ins væri eignarhald á hlutabréf- um í Landsbanka Íslands. Vil- hjálmur telur að viðskipti Samson International og samstarf félags- ins við Landsbankann stríði gegn úrskurði Fjármálaeftirlitsins. Vil- hjálmur telur að samskiptavanda- mál Íslandsbanka og Landsbank- ans vegna eignarhalds á Straumi séu leyst á kostnað hluthafa í Eim- skipi og sé að setja þar allt á haus. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að Fjármálaeftirlitið fylgist með málinu. „Við erum í þeirri stöðu að hafa eftirlit með Landsbankan- um og því sem hann gerir. Jafn- framt höfum við eftirlit með virk- um eigendum í Landsbankanum og það eftirlit beinist auðvitað að því að standa vörð um heilbrigðan og traustan rekstur Landsbank- ans. Báðum þessum verkefnum er sinnt með reglubundnu eftirliti og það er liður í því að fylgjast með þessu máli,“ segir Páll Gunnar. thkjart@frettabladid.is Jóhannes Jónsson segir húsleit lögreglunnar hafa verið Baugi dýrkeypta: Tólf milljarðar á ári töpuðust með Arcadia VIÐSKIPTI Jóhannes Jónsson, einn að- aleigenda Baugs, segir félagið hafa orðið af sem svarar til tíu til tólf milljarða króna á ári vegna þess að kaup á stórum eignarhlut í Arcadia- verslunarkeðjunni bresku fóru út um þúfur. Þetta kom fram í þættin- um Maður á mann á Skjá Einum í gærkvöldi. Baugur hugðist kaupa hlut í Arcadia í samvinnu við viðskipta- jöfurinn Philip Green. Húsleit ríkis- lögreglustjóra hjá Baugi á við- kvæmu augnabliki í þeim viðræð- um urðu til þess að Green sleit sam- starfinu við Baug. „Þetta var gríðarlega dýrt vegna þess að það voru miklir möguleikar sem fóru í súginn við þessa innrás. Hún var hárnákvæmt tímasett. Philip Green, sem hefur tjáð sig um hvað þarna var á ferðinni, eignaðist þennan eignarhlut sem fór í upp- nám þarna við þessa innrás. Hann telur að það sé um að ræða tíu til tólf milljarða á ári sem við hefðum nánast orðið áskrifendur að ef við hefðum haldið á spöðunum þarna eins og hann hefði gert,“ sagði Jó- hannes í þættinum. Aðspurður um ástæðu fyrir áhuga efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra á Baugi sagði Jó- hannes vel þjálfaðra smalahunda oft fara offari í von um bita hjá hús- bónda sínum. ■ EDMUND STOIBER Kristilegir demókratar, flokkur Edmund Stoiber, fóru með sigur af hólmi í kosning- unum í Bæjaralandi. Kosningar í Bæjaralandi: Schröder beið afhroð ÞÝSKALAND, AP Sósíaldemókrata- flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, beið mikið afhroð í kosningum til héraðs- þings í Bæjaralandi. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi en samkvæmt útgöngu- spám fengu þeir yfir 60% at- kvæða. Fylgi Sósíaldemókrataflokks- ins féll um meira en tíu prósentu- stig frá síðustu kosningum. Er fylgistapið rakið til vaxandi at- vinnuleysis í landinu og óánægju landsmanna með róttækar efna- hagsumbætur Schröders. Úrslit kosninganna eru mikill sigur fyrir Edmund Stoiber, for- sætisráðherra Bæjaralands, sem var kanslaraefni Kristilegra demókrata í síðustu þingkosning- um. ■ Úrslit í Lottó 5/38: Tveir með allar tölur VINNINGSTÖLUR Tveir aðilar skiptu með sér Lottópottinum um helg- ina. Fengu báðir 3,2 milljónir króna í sinn hlut en heildarupp- hæð vinninga var 8,8 milljónir. Tveir voru einnig með fjórar tölur réttar í Jókernum og fengu þeir báðir hundrað þúsund krónur í vasann. Heildarupphæð vinn- inga í honum voru 448 þúsund krónur. ■ TUNGLIÐ ÍÓ Eitt af tunglum Júpíters á mynd sem tekinn var af könnunargeimfarinu Galíleó. Geimfarið Galíleó: Brann í lofthjúpnum VÍSINDI Geimfarið Galíleó lauk áralangri ferð sinni um himin- geiminn þegar því var stýrt inn í lofthjúp plánetunnar Júpíters síð- degis í gær. Geimfarið var sent af stað árið 1989 til að rannsaka Júpíter. Þær ómetanlegu upplýsingar sem Galíleó aflaði voru sendar til jarð- ar með útvarpsbylgjum. Yfirmenn NASA ákváðu að láta geimfarið brenna upp í lofthjúpi Júpíters til þess að koma í veg fyrir að það rækist á eitt af tungl- um plánetunnar. Hugsanlegt var talið að örverur frá jörðinni væru um borð í Galíleó og hefðu þær getað eyðilagt fyrirhugaðar til- raunir vísindamanna til að leita að lífi á tunglunum. ■ ANDVÍGIR Norðmenn sveiflast í afstöðu til ESB. Ný skoðanakönnun: Andvígir aðild að ESB NOREGUR Meirihluti Norðmanna er andvígur inngöngu landsins í Evr- ópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Dagbladet. Um 38% aðspurðra sögðust myndu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu ef kosið yrði um það nú en 37% eru fylgjandi aðild. Fjórðungur landsmanna er óákveðinn. Í skoðanakönnun sem gerð var í ágúst var meirihluti að- spurðra hlynntur inngöngu Nor- egs í Evrópusambandið og aðeins 33% sögðust myndu hafna aðild. ■ Lyf við Alzheimer-sjúkdómi innan tíu ára: Hindranir eru enn miklar LÆKNISFRÆÐI Í frétt í sænska Afton- bladet í gær er haft eftir sérfræð- ingum við Karolínska sjúkrahúsið að rannsóknir gefi vonir um að innan tíu ára verði hægt að bólu- setja við Alzheimer-sjúkdómi. Haft er eftir prófessor Bengt E. Winbland að innan fárra ára verði komin á markað lyf sem hefti framgang sjúkdómsins. Hann upplýsti að fyrir nokkru hafi verið kynntar í Banda- ríkjunum rannsóknir sem bendi til að sambland donepezil, sem lengi hefur verið notað gegn sjúk- dómnum, og nýs lyfs, memantíns, virki vel á sjúkdóminn. Jón Snædal, sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum, segir það talsverða bjartsýni að ætla að lækning verði fundin við Alzheimer-sjúkdómi innan svo skamms tíma. „Rannsóknir eru enn á því stigi að verið er að skoða þetta í dýrum. Vissulega eru for- sendur til að þetta gæti orðið að veruleika en hindranir eru miklar. En það er alveg rétt að ef allt gengur upp verður þetta komið innan tíu ára,“ segir hann. ■ LOTTÓTÖLURNAR: 6 20 25 28 30 Bónustala: 31 JÓKERINN: 3 0 5 7 1 JÓHANNES JÓNSSON „Það voru miklir möguleikar sem fóru í súginn við þessa innrás. Hún var hárnákvæmt tímasett,“ sagði Jóhannes Jónsson í sjónvarpsþætti í gærkvöld um húsleit ríkislögreglu- stjóra hjá Baugi. VILHJÁLMUR BJARNASON Segir að Eimskip sé ekki lengur sama félag og fjárfestar hafi keypt í. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ, óttast að hagsmunir smærri hlut- hafa í Eimskipi séu fyrir borð bornir. Hann telur að Eimskip sé ekki sama félag í dag og fjárfestar hafi keypt í. BÓLUSETNING OG LYF Alzheimer-sjúkdómur leggst einkum á eldra fólk. Ef allt gengur upp verður komið lyf við sjúkdómnum innan tíu ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A ■ Lögreglufréttir FANNST Í FJÖRU Bátur var hætt kominn í höfninni á Hvamms- tanga. Losnaði hann frá bryggj- unni og rak upp í varnagarð. Mik- ill sjógangur gerði björgunar- sveitarmönnum erfitt fyrir og tók talsverðan tíma að koma böndum á bátinn. Kannabisefni fundust: Fernt í varðhaldi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði fann 90 grömm af kannabisefnum í bifreið sem stöðvuð var við venjubundið eftirlit. Tveir menn, 20 og 24 ára, og ein 16 ára gömul stúlka voru í bílnum og voru þau yfirheyrð og gistu fangageymslur í framhaldi af því. Ungmennin viðurkenndu neyslu á hluta efnisins en vegna magnsins grunar lögreglu að ætl- unin hafi verið að selja efnið á Ísafirði. Annar piltur, eigandi bíls- ins, var einnig handtekinn á Ísa- firði vegna gruns um að eiga aðild að málinu. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.