Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 2
2 22. september 2003 MÁNUDAGUR „Hún gæti gert það! Það veltur á hver- su auðvelt er að koma heim aftur.“ Dr. Þóroddur Bjarnason hefur kannað hvar ung- lingarnir okkar vilja búa. Samkvæmt þeim vilja flestir búa erlendis. Spurningdagsins Þóroddur, mun útþráin drepa okkur? Vandamál leyst á kostnað hluthafa ATHAFNALÍF Vilhjálmur Bjarnason, fjárfestir og aðjúnkt við Háskóla Íslands, óttast að hagsmunir smærri hluthafa í Eimskipi verði fyrir borð bornir í þeim miklu hræringum sem átt hafa sér stað varðandi eignarhald á félaginu í síðustu viku. Vilhjálmur segir það orka tvímælis að tveir stórir hlut- hafar, Straumur og Sjóvá-Al- mennar, hafi fengið tækifæri til að losa um eignarhlut sinn í félag- inu á meðan aðrir hluthafar hafi ekki haft möguleika á því sama. Hann segir að breytingar á eigna- safni Eimskips geri það að verk- um að félagið sé í dag ekki sama félag og fjárfestar hafi keypt í. Vilhjálmur minnir á að í úr- skurði Fjármálaeftirlitsins við kaup Samsonar ehf. á Landsbank- anum hafi sérstaklega verið tekið fram að fallist hafi verið á að Samson væri hæfur aðili til að fara með ráðandi eignarhluti í bankanum að því tilskildu „að tryggt [yrði] að eignarhlutur Sam- son í Landsbanka Íslands hf. skap[aði] Samson ekki annan ávinning en þann sem [fælist] í ávinningi hluthafa af heilbrigðum og arðsömum rekstri bankans.“ Í úrskurði Fjármálaeftirlitsins kom einnig fram að samþykktum Sam- sonar ehf. hefði verið breytt á þann veg að eini tilgangur félags- ins væri eignarhald á hlutabréf- um í Landsbanka Íslands. Vil- hjálmur telur að viðskipti Samson International og samstarf félags- ins við Landsbankann stríði gegn úrskurði Fjármálaeftirlitsins. Vil- hjálmur telur að samskiptavanda- mál Íslandsbanka og Landsbank- ans vegna eignarhalds á Straumi séu leyst á kostnað hluthafa í Eim- skipi og sé að setja þar allt á haus. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að Fjármálaeftirlitið fylgist með málinu. „Við erum í þeirri stöðu að hafa eftirlit með Landsbankan- um og því sem hann gerir. Jafn- framt höfum við eftirlit með virk- um eigendum í Landsbankanum og það eftirlit beinist auðvitað að því að standa vörð um heilbrigðan og traustan rekstur Landsbank- ans. Báðum þessum verkefnum er sinnt með reglubundnu eftirliti og það er liður í því að fylgjast með þessu máli,“ segir Páll Gunnar. thkjart@frettabladid.is Jóhannes Jónsson segir húsleit lögreglunnar hafa verið Baugi dýrkeypta: Tólf milljarðar á ári töpuðust með Arcadia VIÐSKIPTI Jóhannes Jónsson, einn að- aleigenda Baugs, segir félagið hafa orðið af sem svarar til tíu til tólf milljarða króna á ári vegna þess að kaup á stórum eignarhlut í Arcadia- verslunarkeðjunni bresku fóru út um þúfur. Þetta kom fram í þættin- um Maður á mann á Skjá Einum í gærkvöldi. Baugur hugðist kaupa hlut í Arcadia í samvinnu við viðskipta- jöfurinn Philip Green. Húsleit ríkis- lögreglustjóra hjá Baugi á við- kvæmu augnabliki í þeim viðræð- um urðu til þess að Green sleit sam- starfinu við Baug. „Þetta var gríðarlega dýrt vegna þess að það voru miklir möguleikar sem fóru í súginn við þessa innrás. Hún var hárnákvæmt tímasett. Philip Green, sem hefur tjáð sig um hvað þarna var á ferðinni, eignaðist þennan eignarhlut sem fór í upp- nám þarna við þessa innrás. Hann telur að það sé um að ræða tíu til tólf milljarða á ári sem við hefðum nánast orðið áskrifendur að ef við hefðum haldið á spöðunum þarna eins og hann hefði gert,“ sagði Jó- hannes í þættinum. Aðspurður um ástæðu fyrir áhuga efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra á Baugi sagði Jó- hannes vel þjálfaðra smalahunda oft fara offari í von um bita hjá hús- bónda sínum. ■ EDMUND STOIBER Kristilegir demókratar, flokkur Edmund Stoiber, fóru með sigur af hólmi í kosning- unum í Bæjaralandi. Kosningar í Bæjaralandi: Schröder beið afhroð ÞÝSKALAND, AP Sósíaldemókrata- flokkur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, beið mikið afhroð í kosningum til héraðs- þings í Bæjaralandi. Kristilegir demókratar fóru með sigur af hólmi en samkvæmt útgöngu- spám fengu þeir yfir 60% at- kvæða. Fylgi Sósíaldemókrataflokks- ins féll um meira en tíu prósentu- stig frá síðustu kosningum. Er fylgistapið rakið til vaxandi at- vinnuleysis í landinu og óánægju landsmanna með róttækar efna- hagsumbætur Schröders. Úrslit kosninganna eru mikill sigur fyrir Edmund Stoiber, for- sætisráðherra Bæjaralands, sem var kanslaraefni Kristilegra demókrata í síðustu þingkosning- um. ■ Úrslit í Lottó 5/38: Tveir með allar tölur VINNINGSTÖLUR Tveir aðilar skiptu með sér Lottópottinum um helg- ina. Fengu báðir 3,2 milljónir króna í sinn hlut en heildarupp- hæð vinninga var 8,8 milljónir. Tveir voru einnig með fjórar tölur réttar í Jókernum og fengu þeir báðir hundrað þúsund krónur í vasann. Heildarupphæð vinn- inga í honum voru 448 þúsund krónur. ■ TUNGLIÐ ÍÓ Eitt af tunglum Júpíters á mynd sem tekinn var af könnunargeimfarinu Galíleó. Geimfarið Galíleó: Brann í lofthjúpnum VÍSINDI Geimfarið Galíleó lauk áralangri ferð sinni um himin- geiminn þegar því var stýrt inn í lofthjúp plánetunnar Júpíters síð- degis í gær. Geimfarið var sent af stað árið 1989 til að rannsaka Júpíter. Þær ómetanlegu upplýsingar sem Galíleó aflaði voru sendar til jarð- ar með útvarpsbylgjum. Yfirmenn NASA ákváðu að láta geimfarið brenna upp í lofthjúpi Júpíters til þess að koma í veg fyrir að það rækist á eitt af tungl- um plánetunnar. Hugsanlegt var talið að örverur frá jörðinni væru um borð í Galíleó og hefðu þær getað eyðilagt fyrirhugaðar til- raunir vísindamanna til að leita að lífi á tunglunum. ■ ANDVÍGIR Norðmenn sveiflast í afstöðu til ESB. Ný skoðanakönnun: Andvígir aðild að ESB NOREGUR Meirihluti Norðmanna er andvígur inngöngu landsins í Evr- ópusambandið, samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem birt var í Dagbladet. Um 38% aðspurðra sögðust myndu greiða atkvæði gegn aðild að sambandinu ef kosið yrði um það nú en 37% eru fylgjandi aðild. Fjórðungur landsmanna er óákveðinn. Í skoðanakönnun sem gerð var í ágúst var meirihluti að- spurðra hlynntur inngöngu Nor- egs í Evrópusambandið og aðeins 33% sögðust myndu hafna aðild. ■ Lyf við Alzheimer-sjúkdómi innan tíu ára: Hindranir eru enn miklar LÆKNISFRÆÐI Í frétt í sænska Afton- bladet í gær er haft eftir sérfræð- ingum við Karolínska sjúkrahúsið að rannsóknir gefi vonir um að innan tíu ára verði hægt að bólu- setja við Alzheimer-sjúkdómi. Haft er eftir prófessor Bengt E. Winbland að innan fárra ára verði komin á markað lyf sem hefti framgang sjúkdómsins. Hann upplýsti að fyrir nokkru hafi verið kynntar í Banda- ríkjunum rannsóknir sem bendi til að sambland donepezil, sem lengi hefur verið notað gegn sjúk- dómnum, og nýs lyfs, memantíns, virki vel á sjúkdóminn. Jón Snædal, sérfræðingur í öldrunarsjúkdómum, segir það talsverða bjartsýni að ætla að lækning verði fundin við Alzheimer-sjúkdómi innan svo skamms tíma. „Rannsóknir eru enn á því stigi að verið er að skoða þetta í dýrum. Vissulega eru for- sendur til að þetta gæti orðið að veruleika en hindranir eru miklar. En það er alveg rétt að ef allt gengur upp verður þetta komið innan tíu ára,“ segir hann. ■ LOTTÓTÖLURNAR: 6 20 25 28 30 Bónustala: 31 JÓKERINN: 3 0 5 7 1 JÓHANNES JÓNSSON „Það voru miklir möguleikar sem fóru í súginn við þessa innrás. Hún var hárnákvæmt tímasett,“ sagði Jóhannes Jónsson í sjónvarpsþætti í gærkvöld um húsleit ríkislögreglu- stjóra hjá Baugi. VILHJÁLMUR BJARNASON Segir að Eimskip sé ekki lengur sama félag og fjárfestar hafi keypt í. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við HÍ, óttast að hagsmunir smærri hlut- hafa í Eimskipi séu fyrir borð bornir. Hann telur að Eimskip sé ekki sama félag í dag og fjárfestar hafi keypt í. BÓLUSETNING OG LYF Alzheimer-sjúkdómur leggst einkum á eldra fólk. Ef allt gengur upp verður komið lyf við sjúkdómnum innan tíu ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A ■ Lögreglufréttir FANNST Í FJÖRU Bátur var hætt kominn í höfninni á Hvamms- tanga. Losnaði hann frá bryggj- unni og rak upp í varnagarð. Mik- ill sjógangur gerði björgunar- sveitarmönnum erfitt fyrir og tók talsverðan tíma að koma böndum á bátinn. Kannabisefni fundust: Fernt í varðhaldi LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Ísafirði fann 90 grömm af kannabisefnum í bifreið sem stöðvuð var við venjubundið eftirlit. Tveir menn, 20 og 24 ára, og ein 16 ára gömul stúlka voru í bílnum og voru þau yfirheyrð og gistu fangageymslur í framhaldi af því. Ungmennin viðurkenndu neyslu á hluta efnisins en vegna magnsins grunar lögreglu að ætl- unin hafi verið að selja efnið á Ísafirði. Annar piltur, eigandi bíls- ins, var einnig handtekinn á Ísa- firði vegna gruns um að eiga aðild að málinu. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.