Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.09.2003, Blaðsíða 54
Hrósið 26 22. september 2003 MÁNUDAGUR Það sem átti að vera einnarhelgar gaman er nú að breyt- ast í vikulegan viðburð í miðborg Reykjavíkur. Nokkrar vinkonur, sem lengi hafa starfað í tísku- verslunum höfuðborgarinnar, ákváðu að selja eitthvað af klæðn- aði sínum sem hlaðist hafði upp á löngum starfsferli, ekki síst vegna þess að þær voru búnar að eignast börn og þurftu í raun á peningum að halda. Fyrsta útsal- an var haldin í Ingólfsstræti 5 um þarsíðustu helgi og leikurinn svo endurtekinn um þessa helgi. Vegna aðsóknar hyggjast þær bæta enn einni helginni við. Nýjar sölukonur bætast í hópinn og nú síðast Hrafnhildur Hólmgeirs- dóttir, sem var stílisti Bjarkar Guðmundsdóttur á hljómleikaferð hennar um Bandaríkin, Evrópu og Japan fyrir skemmstu. Tónleika- ferð Bjarkar stóð í þrjá og hálfan mánuð: „Ég hef aldrei upplifað annað eins,“ segir Hrafnhildur um ferðalag sitt með Björk. „En að sjálfsögðu er ég ekki að selja föt Bjarkar hér í Ingólfsstræti. Ég sel bara mín eigin.“ Hægt var að gera reyfarakaup hjá vinkonunum um helgina og þær ætla að mæta aftur um næstu helgi og reyna að halda áfram útsölunni á meðan hús- næðið er falt. Til stendur að opna veitingastað þar áður en langt um líður – enn einn barinn í Ing- ólfsstræti en þeir eru þar fimm fyrir. ■ Imbakassinn ...fá Íslendingar fyrir að ná þeim árangri að verða loks 300 þúsund eftir fjögur ár. Endurvinnsla á tískufatnaði ESJAN Náði ekki að losa sig við allan snjó í sumar. Esjan ekki snjólaus SUMAR Esjan varð aldrei snjólaus í sumar. Eru það vonbrigði fyrir þá sem mátu snjóleysið sem tákn um hlýnandi veðurfar hér á landi. Esjan hefur orðið snjólaus að sumri síðustu þrjú árin en nú brást það. Snjórinn sést ekki alltaf þar sem menn helst horfa til Esj- unnar enda fjallið stórt og teygir sig í allar áttir. ■ ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að RÚV þýðir ekki „rænt úr vasa“. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. FH vann KR 7-0. Halldór J. Kristjánsson og Sigurjón Þ. Árnason. Þröstur Leó Gunnarsson. ÚTSALAN Það sem átti að vera einnar helgar gaman er að breytast í vikulega útsölu í miðbæ Reykjavíkur. Lausn: lárétt: 1mosi,5aka,6dá,7ka, 8mar, 9fag,10la,12sat,14auk,16ró, 17umla,19ótti. Lóðrétt: 1makalaus,2oka,3sa,4sár, 6 dagar, 8mas,11aum,13tómi,15kló, 18at. Lárétt: 1 jarðargróður, 5 keyra, 6 rot, 7 íþr.fél., 8 hestur, 9 námsgrein, 10 tónn, 12 hvíldi, 14 umfram, 16 kyrrð, 17 muldra, 19 uggur. Lóðrétt: 1 dæmalaus, 2 kúga, 3 átt, 4 und, 6 tímabil sólarhringa, 8 blaður, 11 sár, 13 auði, 15 nögl, 18 saur. 1 7 8 10 14 16 2 3 4 1211 5 6 9 13 15 17 18 19 Ertu sátt við úrslitin? Eins og Isabel Veðurhvellurinn sem gekk yfirlandið í fyrrinótt gaf fellibyln- um Isabel ekkert eftir í vind- hraða. Isabel gekk sem kunnugt er yfir Virginíu og Norður Kar- ólínuríki í Bandaríkjunum í síð- ustu viku og olli verulegu tjóni og mannskaða: „Þó er ekki hægt að bera það saman við þennan vind þó hraðinn sé álíka. Orkan í Isabel á upptök sín í 30 stiga heitum sjó sem gufar upp. Vindurinn hér á landi í fyrri- nótt varð hins vegar til þegar hlýtt og kalt loft mættust í háloftunum. Kalt loft virkar sem bensín á lægð eins og þá var,“ segir Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur. Vindhraðinn á landinu í fyrri- nótt var um 115 kílómetrar á klukkustund og enn meiri í mestu hviðunum. Vindhraði sem þessi úr norðri þýðir í raun að fótbolti sem hent væri í loft upp á Ísafirði fyki alla leið til Reykjavíkur á rúmum þremur klukkustundum. „Þetta er einn versti hvellur sem komið hefur hér á landi lengi og óvenjulegt að hann sé á ferð svo snemma árs. Kemur það sér sértaklega illa fyrir gróður sem enn er laufgaður og tekur því vind líkt og segl: „Ég frétti af stórum trjám fyrir norðan sem voru lá- rétt í rokinu og sum hreinlega brotnuðu,“ segir Sigurður veður- fræðingur, sem lofar því þó að veðrið lagist þegar líður á vikuna: „Það ætti strax að verða betra á morgun. Svo ættum við einnig að upplifa fyrstu úrkomulausu helg- ina í langan tíma í þessari viku þannig að þeir sem eiga eftir að mála sólpall eða þvílíkt fyrir vet- urinn ættu að vera í viðbragðs- stöðu og nota þurrkinn.“ ■ BANDARÍKIN Fellibylurinn Isabel setti flest úr skorðum í Virginíu og Norður-Karólínu. Veður ■ Óveðrið sem gekk yfir landið í fyrrinótt gaf fellibylnum Isabel ekkert eftir í vind- hraða. Ólík upptök vindsins skipta þó öllu þegar litið er til afleiðinga veðursins. ÍSLAND Í verstu hviðunum var vindurinn ekki minni hér á landi en þar sem Isabel gekk yfir vestra. Bíllausi dagurinn er haldinn há-tíðlegur í dag víða um heim. 1003 borgir og bæir í Evrópu taka þátt í honum, þar á meðal Reykja- vík. Með því að skilja bílinn eftir heima í dag vinnst ýmislegt: - Fólk hreyfir sig óvænt meira en áður. Ekki aðeins ökumaðurinn heldur einnig þeir sem venjulega ferðast með honum. - Bensínsparnaður sem meta má á 300-700 krónur í dag. Gæti orðið að einni bíóferð að kvöldi. - Bíllinn sjálfur hvílist. Vélar hafa gott af því að vera ekki sí- keyrðar. - Slit á götum minnkar um 1/365 á ársgrundvelli. - Börnin skynja að hægt er að komast á milli staða gangandi eða í strætó. - Slysahætta á vegum úti minnkar. - Tryggingafélögin geta lækkað iðgjöldin af bílatryggingum. - Súrefni í lungum eykst og einnig í heila. Gæti leitt til nýsköp- unar. ■ Bíllinn heima Lífsstíll ■ Nokkrar vinkonur selja föt sem þær eru hættar að nota í Ingólfsstræti um helgar. Og viðskiptavinirnir flykkjast að. Umferð ■ Bíllausi dagurinn er í dag. AUÐ GATA Engir bílar í dag ef allir taka þátt. Svona sæmilega. Við fengum plússtig fyrir hversu vel hann er tam- inn, en mínusstig vegna þess að hann er ekki hundur! FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.