Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 2
2 2. október 2003 FIMMTUDAGUR „Ég segi bara eins og Steinn Steinarr þegar hann sá gömlu hjónin leiðast í strætinu: Hvaða læti eru þetta eiginlega?“ Allt er uppi í lofti vegna ritunar Hannesar Hólm- steins á ævisögu Nóbelsskáldsins. Hannes Hólm- steinn er baráttuglaður maður. Spurningdagsins Hannes, líka þér lætin? Út af í fyrstu beygju Forsætisráðherra átelur fréttastofu Stöðvar 2 fyrir frétt um stefnuræðu sína sem lekið var til stöðvarinnar. Hann segir þingmann hafa lekið ræðunni en fréttastjóri Stöðvar 2 segir það ekki frá sínu fólki komið. STJÓRNMÁL Leki á stefnuræðu for- sætisráðherra kann að verða til þess að hætt verði að afhenda þingmönnum eintak af ræðunni áður en hún er flutt. Nú fá þeir þingmenn sem taka þátt í umræðum um ræðuna afrit af henni þremur dög- um áður en hún er flutt. Forsætis- ráðherra segir að það kunni að breytast. Davíð Oddsson forsætisráð- herra lýsir miklum vonbrigðum með að ræðunni hafi verið lekið til Stöðvar 2, sem greindi frá innihaldi hennar í fréttum sínum í fyrra- kvöldi, þar á meðal 20 milljarða skattalækkunum á kjörtímabilinu. Davíð segir ræðunni hafa verið lek- ið af einum þeirra þingmanna sem fengu hana í hendur. „Það er því miður ljóst. Fjölmiðillinn hefur sagt frá því að viðkomandi þing- maður hafi sent sér ræðuna.“ Slíkt segir forsætisráðherra mjög alvar- legt hjá þingmanni. „Hann er kos- inn hingað vegna þess að hann nýt- ur trausts. Nú er þing að byrja þan- nig að það má segja að hann fari út af í fyrstu beygju.“ Hafa verður í huga að ekki er um að ræða trúnaðarbrot gagn- vart skjali sem stjórnvöld hafa merkt sem trúnaðarmál, segir forsætisráðherra. „Þetta er trún- aðarmál vegna þess að það er lög- bundið. Þingsköp eru lagaákvæði, ekki almenn fundarsköp eins og í félögum.“ Ekki verður rannsakað hver lak ræðunni. „Það eru mjög mörg dæmi um það frá Bretlandi og víð- ar að slíkar rannsóknir hafi til- tölulega lítið upp á sig en geri hins vegar heilmikinn skaða og hleypi illu blóði í menn. Við munum því ekki gera það.“ Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, hafnar því að frétta- stofan hafi sagt ræðuna komna frá þingmanni eins og Davíð seg- ir. „Við höfum ekki sagt neitt um að þetta sé þingmaður. Það er al- farið frá honum komið. Við sögð- um einungis að þingmenn hefðu fengið þetta í hendur í fyrradag. Það er ekki þar með sagt að við höfum fengið þetta frá þing- manni.“ Davíð sagði jafnframt að með- an sá sem lak ræðunni gefur sig ekki fram hafi fréttastofa Stöðvar 2 tak á honum. „Þetta er alrangt. Við verndum okkar heimildar- menn eins og aðrir blaða- og fréttamenn gera,“ segir Karl. brynjolfur@frettabladid.is Sextíu milljónir í viðbót til löggæslumála: Átta nýjar löggur LÖGREGLAN Framlög til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins aukast um 6% frá fjárlögum síðasta árs. Fyrir utan launa- og verðlags- hækkanir munar mest um hærri framlög til löggæslumála. Framlög til löggæslu aukast á fjárlögunum um tæplega 60 millj- ónir króna. Þessi hækkun nýtist að mestu til að standa straum af kostnaði við að fjölga lögreglu- mönnum um átta víðs vegar um landið. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra kynnti fjárlög fyrir kjörtímabilið á Alþingi í gær. ■ Meintur morðingi: Sagði mömmu frá morðinu SVÍÞJÓÐ Mijailo Mijailovic, sem grunaður er um að hafa myrt sænska utanríkisráðherrann Önnu Lindh, hefur ját- að á sig morðið í viðurvist fjöl- skyldumeðlima og kunningja, að sögn heimildar- manna sænsku fréttastofunnar TT. M i j a i l o v i c sagði móður sinni frá því að hann hefði myrt Lindh en ekki er hægt að þvinga hana til að vitna gegn syni sínum þar sem hún er náinn ættingi. Hugsanlegt er þó að kunningjar hans, sem einnig fengu að heyra um morðið, verði kallaðir sem vitni þegar réttar- höld hefjast. ■ Útborgun launa Impregilo: Ekkert athugavert ATVINNUMÁL Gissur Pétursson, for- stjóri Vinnumálastofnunar, var við- staddur þegar verktakafyrirtækið Impregilo greiddi út laun til þeirra starfsmanna sinna sem sjá um upp- setningu á vinnubúðum verktak- ans. „Við sáum ekkert athugavert. Útborguð laun og launaseðlar þeirra aðila sem við töluðum við stemmdu og enginn hafði út á neitt að setja. Þetta var allt greitt út í peningum, annars vegar íslenskum krónum og hins vegar í evrum.“ ■ Kynferðisbrot: Sýknaður í Héraðsdómi DÓMSMÁL Maður sem var ákærður fyrir að hafa þvingað ólögráða frænku sína til munnmaka, sem hún gat ekki spornað við sökum ölvunar, var sýknaður í Hér- a ð s d ó m i Reykjavíkur í gær. M a ð u r i n n neitaði sök og sagði ekkert kynferðislegt hafa gerst milli hans og stúlk- unnar. Þrjú vitni hrekja framburð hans og styðja frásögn stúlkunnar um að kynferðislegt athæfi hafi átt sér stað. Í dómnum kemur fram að framburður mannsins þykir ótrú- verðugur en framburður stúlk- unnar trúverðugur. Þrátt fyrir mat á trúverðugleika þótti dómn- um ekki ljóst samkvæmt vitnum að um þvingun hafi verið að ræða og þótti ósannað að þrátt fyrir ölv- un hafi stúlkan ekki getað spornað við verknaðinum. ■ Héraðsdómur Reykjaness: Varðstjóra hótað lífláti DÓMSMÁL Maður á þrítugsaldri var dæmdur í eins mánaðar fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hóta að drepa lögregluvarðstjóra og fjölskyldu hans. Ákærði sagði fyrir dómi að hann hafi verið mjög ölvaður og hann hafi ekki meint það sem hann sagði. Dómnum þótti hins vegar sannað með framburði vitna að hótanirnar hafi verið til þess fallnar að vekja ótta um líf varðstjórans og fjölskyldu hans. ■ VIÐSKIPTI Samson eignarhaldsfé- lag jók hlut sinn í Landsbankan- um með kaupum í gær. Viðskipt- in fóru fram á genginu 5,25 og námu ríflega 900 milljörðum að markaðsvirði. Fyrir viðskiptin átti Samson 41,8% en eykur hlut sinn í viðskiptunum í 44,43%. Þegar Samson keypti Lands- bankann voru gerðir fyrirvarar um mat á eignum bankans. Af- sláttur vegna slíks endurmats gat orðið mestur 700 milljónir króna af kaupverði. Samhliða því gáfu eigendur Samsonar út að þeir hefðu í hyggju að fjárfesta frek- ar í bankanum kæmi til afsláttar- ins. Fjárfestingin nú er því bein afleiðing þess að aðilar séu þess fullvissir að til afsláttarins komi. Önnur rök fyrir frekari fjárfest- ingu Samsonar í bankanum eru að við hlutafjáraukningu þegar bankinn keypti í Fjárfestingarfé- laginu Straumi rýrnaði hlut- fallseign Samsonar í bankanum. Kaupin færa hlutfallslega eign í fyrra horf. Ekki myndast yfir- tökuskylda við þessi kaup. ■ Samson kaupir í Landsbankanum: Endurfjárfestir fyrir afsláttinn DAVÍÐ ODDSSON FORSÆTISRÁÐHERRA „Mér er það lögskylt,“ segir Davíð aðspurður um hvort hann flytji ræðuna óbreytta. Hann segir nauðsynlegt að þingsköpum verði breytt, til dæmis þannig að þingmenn sjái stefnu- ræðuna ekki áður en forsætisráðherra flytur hana. ■ Ekki verður rannsakað hver lak ræðunni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD A LÓ A MEINTUR MORÐ- INGI Mijailo Mijailovic sagði fjölda manns frá því að hann hefði myrt Önnu Lindh. KAUPA MEIRA Samson hefur keypt meira í Landsbankanum. Kaupin eru í samræmi við yfirlýsingar um frekari fjárfestingu í bankanum í tengslum við afslátt vegna mismunandi mats á eignum bankans. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Framburður ákærða þótti ótrúverðugur. ATVINNUMÁL „Það hefur loksins náðst áþreifanlegur árangur,“ sagði Þorbjörn Guðmundsson, talsmaður Samráðsnefndar, um fund nefndarinnar með Þórarni V. Þórarinssyni, lögfræðingi Impregilo á Íslandi. „Það er frágengið núna að er- lendir starfsmenn Impregilo fari inn í íslenskt launakerfi. Þeir fá greitt inn á íslenska reikninga og launaseðlar verða á íslensku. Þetta er fyrsta skref- ið af mörgum í þessum deilum en mjög stórt skref. Með þessu hefur ísinn verið brotinn.“ Ósk Impregilo um annan fund kom í kjölfar þess að mið- stjórn Alþýðusambands Íslands lýsti yfir að farið yrði fram á það við Landsvirkjun að hún héldi eftir greiðslum til Impreg- ilo til að mæta hugsanlegum vangreiddum launum starfs- manna. Þorbjörn sagði að öll laun fyrir september yrðu keyrð aft- urvirkt um þetta kerfi. „Enn fremur á yfirtrúnaðarmaður okkar að hafa aðgang að launa- seðlum og sjá kvittanir fyrir ið- greiðslum í banka. Reynslan verður svo að skera úr um hvort af þessu verður í raun.“ ■ FUNDUR MIÐSTJÓRNAR ASÍ Óvæntur viðsnúningur varð hjá Impregilo eftir ályktun þess fundar. Deilur Samráðsnefndar og Impregilo: Ísinn loks brotinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.