Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 30
30 2. október 2003 FIMMTUDAGUR NÝTT HEIMSMET Kenýamaðurinn Paul Tergat setti nýtt heimsmet í maraþonhlaupi í Berlín um síðustu helgi. Hann hljóp á 2:04.55 klukkustund. Maraþon FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarliðið Chelsea tapaði í gær á heimavelli fyrir Besiktas frá Tyrklandi 0-2 í G-riðli Meistaradeildar Evrópu og Manchester United tapaði fyrir Stuttgart 2-1 í Þýskalandi í E-riðli keppninnar. Real Madrid heldur áfram sigurgöngu sinni og lagði Porto frá Portúgal með þremur mörkum gegn einu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekk Chelsea en fékk ekki tækifæri gegn Besiktas í gær. Sergen Yalcin var hetja Tyrkjanna en hann skoraði bæði mörk liðsins, það fyrra beint úr aukaspyrnu en það síðara eftir mistök í vörn Chel- sea. Imre Szabics og þýski landsliðs- maðurinn Kevin Kuranyi skoruðu mörk Stuttgart sem vann United. Ruud Van Nistelrooy minnkaði muninn fyrir enska með marki úr vítaspyrnu en fyrir leikinn hafði Hollendingurinn lofað að koma knettinum í netið framhjá Timo Hildebrand, markverði Stuttgart. Evrópumeistarar AC Milan gerðu markalaust jafntefli við Celta Vigo frá Spáni. Rivaldo kom inn á sem varamaður í lið Milan en náði ekki að setja mark sitt á leik- inn. ■ Skúla boðið í atvinnubox HNEFALEIKAR Keflvíkingnum Skúla Vilbergssyni hefur verið boðinn samningur um að gerast atvinnu- maður í hnefaleikum í Banda- ríkjunum. Það skýrist væntan- lega á næstu vikum hvort Skúli fer út en lögfræðingar eru nú að yfirfara samninginn. „Mér líst rosalega vel á þetta. Það er margt sem bendir til þess að ég fari út en það er ekki pott- þétt,“ segir Skúli. „Við ætlum að fara vel yfir samninginn en ekki gera þetta í einhverju hálfkáki.“ Umboðsmaður frá Bandaríkj- unum hreifst af Skúla þegar hann kom með áhugamannalið sitt hingað til lands fyrir nokkru og hefur fylgst með Keflvíkingn- um síðan. Bardagi milli Íslands og Írlands gerði útslagið og í kjölfarið var Skúla boðinn samn- ingur. Guðjón Vilhelm, þjálfari Skúla, segist renna blint í sjóinn, íslenskir hnefaleikar séu enn að slíta barnsskónum og því vill hann fara yfir samninginn í ró- legheitum. „Ég hef trú á því að Skúli geti náð langt sem atvinnumaður. Hann hefur góðan stíl, góða lík- amsbyggingu og er mikill kar- akter. En þetta er undir honum komið,“ segir Guðjón Vilhelm. „Ég hef rætt við menn í bransan- um sem hafa séð Skúla og flestir eru sammála um að þetta komi ekki á óvart.“ Ef af samningum verður mun Skúli fara til Bandaríkjanna um áramót og æfa á launum í fimm mánuði áður en að fyrsta bardag- anum kemur. Framhaldið er í höndum Skúla. Guðjón Vilhelm segir það mikinn missi fari Skúli til Banda- ríkjanna en um leið ákveðna lyftistöng fyrir íslenska hnefa- leikakappa. „Þetta sýnir þeim sem eru í boxi að þetta er hægt. Við erum ekki lengur lítil ein- angruð eyja,“ segir Guðjón Vil- helm. „Það sem kemur mér samt mest á óvart er hve fljótt þetta kemur upp því við erum í raun nýbyrjaðir.“ kristjan@frettabladid.is FÓTBOLTI John Carew, leikmaður AS Roma, verður ekki í norska landsliðshópnum sem mætir Lúx- emborg um annan laugardag í undankeppni Evrópumeistara- keppninnar. Per Arne Flod, um- boðsmaður Carews, staðfesti við norska dagblaðið Verdens Gang að Carew væri hættur að leika með landsliðinu og hefði íhugað að hætta fyrir einu og hálfu ári. Flod talaði fyrir hönd Carews vegna þess að leikmaðurinn má aðeins tjá sig á opinberum blaða- mannafundum Roma. Hann segir að Carew finnist allt sem snýr að landsliðinu bæði þreytandi og nei- kvætt. Æfingar séu lélegar – svo lélegar að hann hafi þurft að æfa sérstaklega mikið næstu tvær vikurnar eftir æfingar hjá lands- liðinu. Svo líkar Carew illa leik- stíll landsliðsins. Nils Johan Semb landsliðs- þjálfari sagði á blaðamannafundi í gær að hann skildi ekki ákvörðun Carew og að hann muni ekki velja Carew framar. Frumkvæði að breytingum yrði að koma frá leik- manninum. ■ SKÚLI STEINN VILBERGSSON Gæti verið á leið í atvinnuhnefaleika. Er með samning í höndunum sem hann ætlar að skoða vel. Norski landsliðshópurinn: Carew ekki með gegn Lúxemborg JOHN CAREW John Carew var vísað úr landsliðshópnum eftir áflog við John Arne Riise fyrir vináttu- leikinn við Portúgali í síðasta mánuði. hvað?hvar?hvenær? 29 30 1 2 3 4 5 OKTÓBER Fimmtudagur  16.45 Handboltakvöld á RÚV.  17.00 Njarðvík og Grindavík leika í íþróttahúsinu í Njarðvík um þriðja sætið á Reykjanesmóti karla í körfubolta.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Western World Soccer Show (Heimsfótbolti West World) á Sýn.  19.00 Keflavík og Haukar leika í íþróttahúsinu í Njarðvík til úrslita á Reykjanesmóti karla í körfubolta.  19.00 Kraftasport (Bikarmót Galaxy Fitness) á Sýn. Fylgst er með keppni í kvennaflokki.  19.15 KR og ÍR leika í DHL-höllinni á Reykjavíkurmóti karla í körfubolta.  19.30 Toyota-mótaröðin í golfi á Sýn.  20.35 European PGA Tour 2003 (Dunhill Links Championship) á Sýn. Þáttur um evrópsku mótaröðina í golfi.  22.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis. STAN COLLYMORE Hefur leikið með tíu liðum á ferli sínum, þar á meðal Aston Villa og Liverpool. Stan Collymore: Íhugar endurkomu FÓTBOLTI Stan Collymore, fyrrum landsliðsmaður Englands, bíður nú eftir rétta tilboðinu til að geta snúið aftur á knattspyrnuvöllinn en hann hefur ekki leikið í tvö ár. „Það jók áhuga minn að félög hafa verið að sýna mér áhuga,“ sagði Collymore í samtali við breska ríkisútvarpið, BBC, í gær. Collymore gekk til liðs við spænska liðið Oviedo fyrir tveim- ur árum en lagði skóna óvænt á hilluna aðeins fimm vikum eftir að hann kom til Spánar. Stjórn spænska liðsins ákvað að leita réttar síns í gegnum dómstóla í stað þess að leita til Alþjóða knatt- spyrnusambandsins, FIFA. Fyrir vikið var Collymore ekki dæmdur nema í tímabundið bann og bíður nú eftir að leikmannamarkaður- inn opni á ný í janúar. „Ég ætlaði mér að hætta en með þeim fyrirvara að ef rétta tækifærið byðist myndi ég íhuga málið á ný,“ sagði Collymore í við- talinu. „Það verður þó að vera á réttum forsendum fyrir báða að- ila og ég er ekki að þessu vegna peninganna heldur vegna fótbolt- ans.“ Collymore segist sakna fótbolt- ans enda hefur hinn 32 ára gamli framherji leikið knattspyrnu í rúma tvo áratugi. Hann segist þó ekki sakna lífsins sem fylgir at- vinnumennskunni. „Ég sakna þess að spila en ekki því sem fylgir því utan vallar.“ ■ FABIEN BARTHEZ Hefur ekki fengið mörg tækifæri með Manchester United á þessu tímabili. Fabien Barthez: Ekki á leið til PSG FÓTBOLTI Paris St. Germain segist ekki hafa gert tilboð í franska landsliðsmarkvörðinn Fabien Barthez hjá Manchester United, líkt og enskir fjölmiðlar hafa haldið fram síðustu daga. „Það er rétt að Barthez vill snúa aftur heim til Frakklands og leika þar en við höfum ekki gert tilboð í hann og ekki átt í samn- ingaviðræðum við United,“ sagði Francis Graille, forseti PSG. Barthez, sem kom til Old Traf- ford fyrir tímabilið 2000 og hefur leikið 92 leiki fyrir United, hefur lítið sem ekkert fengið að leika eftir að Tim Howard var keyptur til liðsins í sumar. ■ Skúli Steinn Vilbergsson gæti verið á leið í atvinnubox. Skýrist á næstu vikum. Þjálfari Skúla hefur trú á því að hann geti náð langt. Rennir þó blint í sjóinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Óvænt úrslit í Meistaradeild Evrópu: Chelsea og United töpuðu SKORAÐI TVÖ Sergen Yalcin var hetja Besiktas á Stam- ford Bridge, en hann skoraði bæði mörk liðsins gegn Chelsea. ÚRSLIT MEISTARADEILDAR E-riðill Panaþinaikos - Rangers 1-1 Stuttgart - Man. Utd. 2-1 F-riðill Porto - Real Madrid 1-3 Marseille - Partizan Belgrad 3-0 G-riðill Chelsea - Besiktas 0-2 Lazio - Sparta Prag 2-2 H-riðill Ajax - Club Brugge 2-0 Celta Vigo - AC Milan 0-0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.