Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 32
2. október 2003 FIMMTUDAGUR32
SJÓNVARP Ýmsar breytingar eru í
gangi í þættinum 70 mínútum á
Popptíví. Strákarnir eru nýbúnir að
fríska upp á útlitið í þættinum en
ætla svo að taka sér frí frá störfum:
„Það er búið að setja pínku jólapapp-
ír utan á pakkann. Við erum komnir
í nýtt sett og búnir að búa til nýtt
upphaf að þættinum en svo förum
við í frí frá Popptíví 12. október,“
segir afburðasjónvarpsmaðurinn
Sverrir Þór Sverrisson. En kapparn-
ir ætla ekki að liggja í leti í fríinu:
„Ástæðan fyrir þessu er að við erum
að fara að taka upp Svínasúpuna,
leikna grínþáttaseríu sem á að sýna
á Stöð 2 eftir áramót.“
Þó strákarnir ætli í frí verða 70
mínútur áfram á dagskrá með nýj-
um þáttastjórnendum. Sveppi og
Auddi standa nú í ströngu við að
velja fólk til afleysingastarfsins:
„Þegar Simmi hætti fengum við
nokkra í prufur og réðum til okkar
Skúla en hann hefur séð um Skúla-
skeið og földu myndavélina. Við
erum komnir með augastað á tveim-
ur strákum til að leysa okkur af og
byrjum fljótlega að setja þá inn í
starfið. Þetta verður töff en Skúli
verður þeim til halds og trausts á
meðan við sullum í Svínasúpunni.“
Æfingar eru hafnar fyrir nýju
grínþáttaseríuna: „Þetta er rosalega
gaman. Óskar Jónasson leikstýrir
þessu og þarna erum við að fást við
það sem okkur finnst skemmtileg-
ast. Við viljum samt taka það fram
að við erum ekki hættir á Popptíví,
við erum bara í fríi á meðan tökum
stendur og komum aftur í byrjun
nóvember.“ ■
Sveppi og Auddi
í frí frá Popptíví
Skrýtnafréttin
SVEPPI OG AUDDI
Þáttastjórnendur 70 mínútna ætla að
fara í frí frá Popptíví 12. október til að
taka upp nýja leikna grínþáttaseríu.
Pondus eftir Frode Øverli
Loftfimleikamaður í fjölleika-húsi tók sig til á dögunum og sló
tvö met í einni atrennu. Hinn rétt
rúmlega tvítugi Henry Ayala frá
Venesúela hefur svo sannarlega
sirkusblóðið í æðum sínum því
hann er loftfimleikamaður í sjö-
unda ættlið. Hann getur því rakið
ættir sínar til sirkussins aftur til
þarsíðustu aldar.
Ayala ákvað að reyna að slá met-
ið í því að sippa á meðan hann
gengur yfir stálvír. Hann gerði það
svo um munar og sippaði 1.005
sinnum á leið sinni yfir vírinn.
Fyrra metið var 875 skipti. Þetta
framkvæmdi pilturinn í átta metra
hæð yfir jörðu í Circus Billy Smart
í Bristol.
Honum var svo tilkynnt eftir á
að hann hefði einnig slegið hraða-
metið, en hann sippaði 211 sinnum
á einni mínútu.
Ayala var nokkrum sinnum ná-
lægt því að fipast, en náði að halda
jafnvægi. Einu sinni slóst meira að
segja sippubandið í klæðnað hans
en eftir á sagði hann að það hefði
truflað hann lítið sem ekkert.
Umsjónamenn sirkussins voru
skiljanlega mjög ánægðir með sinn
mann. „Bara það að hann hafi
ákveðið að reyna þetta sýnir að
hann er sirkusmaður á heimsmæli-
kvarða,“ sagði talsmaður sirkuss-
ins.
Í atriði sínu fyrir sirkusinn
dansar hann, hoppar og hjólar yfir
vírinn á einhjóli, alltaf án öryggis-
nets. Að þessu sinni studdist hann
þó við net að beiðni föður síns, sem
vissi hversu erfitt atriðið var. ■
Loftfimleikamaður
slær tvö met í einni ferð
HENRY AYALA
Er jafn stöðugur á línunni og fugl, er ör-
ugglega mjög skemmtilegur í partíum.
Frumsýningarum helgina
Dómar í erlendum miðlum
Underworld
Internet Movie Database - 6.5/ 10
Rottentomatoes.com - 30% = Rotin
Entertainment Weekly - C
Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm)
Seabiscuit
Internet Movie Database - 7.8 / 10
Rottentomatoes.com - 79% = Fersk
Entertainment Weekly - B
Los Angeles Times - 3 stjörnur (af fimm)
Down With Love
Internet Movie Database - 6.7 /10
Rottentomatoes.com - 60% = Fersk
Entertainment Weekly - B
Los Angeles Times - 2 stjörnur (af fimm)
Spy-Kids 3-D: Game Over
Internet Movie Database - 4.7 /10
Rottentomatoes.com - 44% = Rotin
Entertainment Weekly - B
Los Angeles Times - 4 stjörnur (af fimm)
Hún fyllir líf okkar ljósi. Við erumha-hamingjusamir. Við elskum
hana svo hei-heitt, að við gefum henni
Fresca.“
-Rokkhljómsveitin Ham batt bagga sína sjaldnast
sömu hnútum og samferðamennirnir. „Ástarljóðið“
Transylvanía var engin undantekning, þar sem við-
fang textans sást í hillingum drekka nokkur baðker af
gosdrykknum goðsagnakennda á hverjum degi.
Popptextinn
HAM
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
LAUGAVEGI 20B GENGIÐ INN FRÁ KLAPPARSTÍG
ö›ruvísi
Þú ert með
gljáandi
broz, Elza
mín!
Já, þökk sé
Hreinsó upp-
þvottaleginum,
sem útrýmir
allri drullu!
Líka saurugum
hugsunum í litlum
frekjuhausum!
Jááá!
Komdu út
í, Elza!
Ég vona að
ég finni
haminguna
líka einhvern
tíma!