Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. október 2003 33 Opið Mán. - fös. 11-18 Lau. 11-16+ + + m e r k i f y r i r m i n n a + + + Faxafeni 10 - sími: 533 1710 O U T L E T 1 0 HAUSTDAGAR Flott og vönduð merkjavara og tískufatnaður á 50-80% lægra verði Merki: Diesel Levi's Kookai Tark Inwear Part Two Sparkz Fila DKNY 4-You Laura Aime Nice Girl FCUK Morgan Everlast Paul Smith Van Gils Parks MAO MIA Shelly's Red Bubble Bull Boxer Wafers Wosh All Saints CK Fransi SHELLTOE DIESEL LEVI'S LEE 4-YOU FILA EVERLAST 4-YOU strigaskór gallabuxur gallabuxur gallabuxur peysur barnaúlpur úlpur úlpur 2.990 4.990 4.990 4.490 990 2.990 4.990 3.500 frá: kr: Úlpur frá: 2.990 Gallabuxur frá: 1.490 Peysur frá: 990 Jakkaföt: 12.990 Dragtir: 11.980 ATH. Einnig stórar stærðir GERÐU BETRI K AUP allar stærðir SJÓNVARP Breskur sjónvarpsþáttur þar sem hugsanalesari ætlar að leika eina umferð af rússneskri rúllettu á sunnudaginn næsta hefur vakið mikið umtal. Meira að segja hugsanalesarinn sjálfur, Derren Brown, óttast það að hann geri mis- stök. Hann sagði í viðtali við frétta- stofu Ananova að móðir sín hefði grátbeðið sig um að hætta við. Brown hleður byssuna ekki sjálfur og það eina sem hann hefur farið fram á er að aðstoðarmaður hans telji upp að sex áður en hann skýtur hverju skoti. Lögreglan hefur varað framleið- endur þáttarins við að birta hann þar sem óttast er að krakkar komi til með að apa eftir honum. Tals- menn Channel 4 vörðu ákvörðun sína um að birta þáttinn með því að segja að fólk sem væri í það óstöð- ugu andlegu ástandi ætti ekki að hafa aðgang að skammbyssum. Það bætir svo ekki úr sök að Brown sjálfur virðist ekkert vera svo viss um að honum takist að forðast það að skjóta sjálfan sig í höfuðið. „Það eru takmörk fyrir því hvað ég get gert,“ sagði hann. „Ég mun samt ekki taka í gikkinn fyrr en ég er 100% viss um að kúlan sé ekki þar. Það yrði frekar niðurlægjandi að skjóta af sér höfuðið.“ Fjölskylda hans er í molum yfir þessu uppátæki Brown. Mamma hans hringir víst daglega og bróðir hans ætlar að fara úr landi yfir helgina til þess að losna við blaða- menn. ■ Rússnesk rúlletta í beinni BYSSA Aðstoðarmaður hugsanalesarans mun hlaða byss- una og rétta honum, hann ætlar svo að lesa hug hans til þess að gera upp hug sinn um hvort hann þori að ýta á gikkinn. Nú ættu eiginmenn þessaheims loksins að geta sann- fært konuna um að það sé í lagi að hafa Playstation 2 tölvuna í stofunni án þess að hún sé þeim til skammar. Það er nefnilega að koma ný útgáfa af tölv- unni sem er miklu flottari og mikil stofuprýði. Tölvan er í raun bara svarti kassinn en silfurlit- aður í þetta skiptið, kemur í lok mánað- arins. Hún mun kosta rétt yfir 20 þúsund kallinn og það fylgja með tveir háklassa stýripinnar sem eru ein- nig silfurlitaðir. Þá er bara að fá konuna til að spila! ■ Ný tækni CATHERINE ZETA-JONES Hér sést leikkonan Catherine Zeta-Jones mæta til frumsýningar nýjustu myndar sinnar, In- tolerable Cruelty, í Beverly Hills á þriðjudagskvöldið. Myndin er sú nýjasta frá Coen-bræðrun- um og hefur fengið frábæra dóma. George Clooney leikur aðalkarlhlutverkið í myndinni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.