Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 31
31FIMMTUDAGUR 2. október 2003
Ódýri
Sportmarkaðurinn
Lagersala!
Öll helstu merkin á frábæru verði - aðeins í stuttan tíma!
Gríptu tækifærið - gerðu góð kaup í sportfatnaði.
Fellsmúla
Skór
Sportfatna
ður
Sundfatna
ður
Hversdags
fatnaður
Vetrarfatn
aður
Eróbikfatn
aður
Opið virka daga kl. 14.00 - 20.00
Opið um helgar kl. 13.00 - 18.00
KÖRFUBOLTI Reykjavíkurmóti karla
í körfubolta lýkur í kvöld með leik
KR og ÍR í DHL-höllinni. Liðin
hafa unnið alla fjóra leiki sína á
mótinu með talverðum yfirburð-
um nema hvað ÍR lenti í basli með
sameiginlegt lið Ármanns og Þrótt-
ar. Viðureign ÍR og KR verður því
úrslitaleikur mótsins.
ÍR hefur leikið án Eiríks Ön-
undarsonar og Kevins Grand-
bergs á mótinu hingað til en þeir
leika gegn KR í kvöld. Herbert
Arnarsson hefur ekkert leikið
með KR í haust og er óvíst
hvenær hann verður leikfær að
nýju.
Bandaríski leikmaðurinn Nate
Pointdexter kom ekki til landsins
á tilsettum tíma og riftu ÍR-ingar
samningnum við hann. Þeir leita
nú að öðrum léttleikandi fram-
herja sem leysir það hlutverk
sem ÍR-ingar ætluðu Pointdexter.
Tveir Bandaríkjamenn hafa
leikið með KR í haust. Gregory
Gray stóð ekki undir væntingum
og var sendur heim eftir tvo leiki
á Reykjavíkurmótinu. Chris
Woods lék hins vegar vel á al-
þjóðlega mótinu í Danmörku í
síðasta mánuði og skoraði 30 stig
gegn Besiktas og 29 stig gegn
American All Stars. ■
Reykjavíkurmót karla í körfubolta:
KR og ÍR
leika til úrslita
KR-ÍR
KR og ÍR leika úrslitaleik Reykjavíkurmóts-
ins í körfubolta karla í kvöld.
FÓTBOLTI FH-ingurinn Allan
Borgvardt var besti leikmaður 13.
til 18. Landsbankadeildar karla að
mati íþróttafréttamanna og KR-
ingurinn Ásthildur Helgadóttir
best í seinni hluta Landsbanka-
deildar kvenna.
Steinar Guðgeirsson, þjálfari
Fram, og Heimir Hallgrímsson,
þjálfari kvennaliðs ÍBV, voru
bestir þjálfara sömu hluta mót-
anna og Kristinn Jakobsson besti
dómarinn á síðasta þriðjungi
Landsbankadeildar karla. ■
FÓTBOLTI Það skýrist væntanlega í
dag hvort Peter Reid verður
áfram við stjórnvölinn hjá Leeds
United í ensku úrvalsdeildinni.
John McKenzie, stjórnarformað-
ur Leeds, lá í nótt undir feldi eft-
ir stíf fundarhöld í gær og mun
væntanlega skera úr um hvort
Reid verði áfram við stjórnvöl-
inn.
Leeds hefur ekki gengið sem
skyldi á tímabilinu og er í þriðja
neðsta sæti deildarinnar eftir sjö
leiki.
Reid, sem sat fundinn með
McKenzie í gær, vildi ekki láta
hafa neitt eftir sér en vonast til
að fá gálgafrest til að koma liðinu
aftur á réttan kjöl. McKenzie á
hins vegar úr vöndu að ráða enda
undir miklum þrýstingi frá fjár-
festum sem vilja fá að sjá árang-
ur. ■
Leeds United:
Framtíð
Reids skýrist
í dag
PETER REID
Árangur Reid með Leeds hefur ekki þótt
viðunandi, enda liðið í þriðja neðsta sæti.
FÓTBOLTI Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United,
mun að öllum líkindum framlengja
samning sinn við félagið um tvö ár,
til ársins 2007. Samningur Fergu-
sons gildir til 2005 en samkvæmt
The Daily Mirror íhugar hann nú að
framlengja samninginn. Sam-
kvæmt blaðinu mun Ferguson fá
um 3,5 milljónir punda í árslaun og
verður fyrir vikið launahæsti knatt-
spyrnustjóri heims.
Ferguson er 61 árs og hefur ver-
ið við stjórnvölinn hjá Englands-
meisturum United í 17 ár. David
Gill, stjórnarformaður United, lýsti
því jafnframt yfir að Ferguson
væri hungraðri í titla en nokkru
sinni fyrr. ■
Alex Ferguson:
Framlengir
samninginn
ALEX FERGUSON
Hinn sigursæli framkvæmdastjóri Man. Utd.
verður að öllum líkindum við stjórnvölinn á
Old Trafford til ársins 2007.
ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR
Landsliðskona og leikmaður KR hefur verið
valin besti leikmaður Landsbankadeildar
kvenna af íþróttafréttamönnum.
LIÐ 13. TIL 18. UMFERÐAR
LANDSBANKADEILDAR KARLA
Markvörður:
Gunnar Sigurðsson Fram
Aðrir leikmenn:
Hjálmur Dór Hjálmsson ÍA
Sverrir Garðarsson FH
Tommy Nielsen FH
Gunnlaugur Jónsson ÍA
Kári Steinn Reynisson ÍA
Jónas Grani Garðarsson FH
Heimir Guðjónsson FH
Ágúst Gylfason Fram
Allan Borgvardt FH
Arnar Gunnlaugsson KR
LIÐ 8. TIL 14. UMFERÐA
LANDSBANKADEILDAR KVENNA
Markvörður:
Guðbjörg Gunnarsdóttir Valur
Aðrir leikmenn:
Málfríður Erna Sigurðardóttir Valur
Íris Sæmundsdóttir ÍBV
Íris Andrésdóttir Valur
Embla Grétarsdóttir KR
Karen Burke ÍBV
Ásthildur Helgadóttir KR
Hólmfríður Magnúsdóttir KR
Margrét Lára Viðarsdóttir ÍBV
Olga Færseth ÍBV
Hrefna Jóhannesdóttir KR
Landsbankadeildirnar:
Allan og
Ásthildur best