Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 19
19FIMMTUDAGUR 2. október 2003 Það virðist vera mikill áhugifyrir þessu þó sumir segi að það sé djöfulgangur í mér en svo er ekki,“ segir fjölmiðillinn Þór- hallur Guðmundsson, sem hefur í nógu að snúast þessa dagana. Í gær var nýr sjónvarpsþáttur með kappanum frumsýndur á Stöð 2 en þar miðlar Þórhallur hæfileikum sínum: „Við munum líka koma til með að fjalla um ýmis málefni tengd dauðanum. Við spjöllum við tarotspilara og heyrum sögur af fólki sem hefur lent í óútskýranlegum hlutum. Í næsta þætti fáum við meðal ann- ars til okkar breska konu sem starfar sem miðill.“ Þórhallur er þekktur fyrir að sjá meira en margir, en hvernig er lífinu háttað hjá honum dags daglega? „Ég geng ekki Lauga- veginn og sé fullt af framliðnu fólki. Ég passa mig á að vera lok- aður utan vinnu því þá vil ég að sjálfsögðu lifa eðlilegu lífi. En þegar fólk gefur sig á tal við mann opnast alltaf fyrir eitt- hvað.“ Þáttur Þórhalls ku marka tímamót þar sem þetta er í fyrsta skipti á Íslandi sem sjónvarpað er af skyggnilýsingafundum. ■ Sjónvarp ÞÓRHALLUR MIÐILL ■ Er löngu orðinn frægur fyrir störf sín. Þórhallur hefur starfað í útvarpi í 13 ár. Nú reynir hann fyrir sér í sjónvarpinu en þáttur hans, Lífsaugað, hóf göngu sína á Stöð 2 í gær. ??? Hver? Margrét Gauja Magnúsdóttir. Er að klára uppeldis-, menntunar- og atvinnulífs- fræði uppi í Háskóla og starfa í Hinu húsinu með tótalráðgjöf og lestina. ??? Hvar? Er stödd í kjallaranum heima hjá for- eldrunum mínum en ég bý þar meðan ég er að bíða eftir húsinu mínu. ??? Hvaðan? Er kokkteill úr Keflavík og Selfossi en hjartað er hafnfirskt. ??? Hvað? Er að bjóða mig fram til formanns Ungra jafnaðarmanna. ??? Hvernig? Með því að vinna með öðrum ungum jafnaðarmönnum um land allt og hvetja og styðja við þá til að raddir ungs fólks heyrist sem hæst. ??? Hvers vegna? Til að styrkja innra starf Ungra jafnaðar- manna, því það er það sem skilar sér út á við. ??? Hver? Andrés Jónsson. Ég er sjálfstætt starf- andi ráðgjafi í markaðs og kynningar- málum og formaður ungra jafnaðar- manna í Reykjavík. ??? Hvar? Ég er í bílnum á leiðinni í vinnuna. ??? Hvaðan? Ég er úr vesturbænum en hef sótt sjó og verið vinnumaður í sveit úti um allt land. ??? Hvað? Ég er að gefa kost á mér til að vera for- maður Ungra jafnaðarmanna. ??? Hvernig? Með því að halda áfram að opna starf Samfylkingarinnar fyrir ungu fólki. ??? Hvers vegna? Mér finnst þetta bara svo skemmtilegt. Pólitík er mínar ær og kýr og get ekki ímyndað mér neitt mikilvægara en að vinna að bættu samfélagi nær og fjær. ■ Formannsslagur UNGIR JAFNAÐARMENN Andrés Jónsson og Margrét Gauja Magnúsdóttir bjóða sig fram til formanns Ungra jafnaðarmanna en kosningin fer fram á föstudaginn. Júlíus Hafstein hefur verið ráð-inn til að annast undirbúning vegna hátíðahalda í tilefni af 100 ára afmæli heimastjórnarinnar hér á landi. „Það var 1. febr- úar 1904 sem fram- k v æ m d a v a l d i ð fluttist hingað til lands frá Danmörku og fyrsti forsætis- ráðherrann tók við störfum,“ segir Júlíus en það var einmitt frændi hans, Hannes Haf- stein, sem gegndi ráðherrastarfinu fyrstur manna. „Síðan hafa 24 for- sætisráðherrar verið í landinu,“ segir Júlíus, sem mun vinna að þessu verkefni fyrir forsætisráðu- neytið fram á næsta ár. Bæjarstjóri í hjólastól SELTJARNARNES Jónmundur Guð- marsson, bæjarstjóri á Seltjarn- arnesi, sleit hásin í góðgerðarleik í knattspyrnu á dögunum. Hann hefur verið bundinn við hjólastól síðan en er nú farinn að ganga við hækjur. En enn á hann nokkrar vikur eftir í gifsi. Bæjarstjórinn ætlar að nota tækifærið og kynna sér aðgengi fatlaðra í bæjarfélagi sínu á meðan svo er ástatt um hann sjálf- an. Dregur hann ekki dul á að þau mál öll brenna á honum heitar á meðan hann er ekki betur gangfær en raun ber vitni. Hefur reynsla Jónmundar í þessu efni komið honum veruleg á óvart og verið lærdómsrík. ■ Enginn djöfulgangur ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON Starfar sem miðill en fyrsti skyggni- lýsingaþáttur hans var sýndur á Stöð 2 í gærkveldi. JÓNMUNDUR GUÐMARSSON Bæjarstjórinn í vinnunni. Yfir honum er málverk af fyrrum bæarstjóra, Sigurgeiri Sigurðsyni. FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.