Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 8
FJÁRLÖG Ríkissjóður verður rek- inn með 6,4 milljarða króna af- gangi á næsta ári samkvæmt fjárlögum ársins 2004. Fjár- málaráðherra kynnti frumvarp- ið í gær með þeim orðum að hér væru jarðbundin fjárlög á ferð- inni. Afgangurinn verður þá sambærilegur við áætlun fjár- laga í ár þar sem gert er ráð fyr- ir 6,2 milljarða afgangi. „Lykilatriði þessara fjárlaga er að ríkisfjármálunum er beitt gegn þensluáhrifum stóriðju- framkvæmdanna,“ segir Geir. „Skuldir og vaxtagjöld lækka, það verður svigrúm til skatta- lækkana og stöðugleiki tryggð- ur.“ Í frumvarpinu kemur fram stefna ríkisstjórnarinnar um tuttugu milljarða skattalækkan- ir á árunum 2005-2007. Geir seg- ir að þarna verði á ferðinni breytingar á tekjuskatti, eigna- skatti, erfðafjárskatti og virðis- aukaskatti en ekki hafi verið út- fært hvernig þær verði. „Kann- ist þið við þetta?“ spurði Geir fréttamenn um skattalækkanirn- ar. „Þetta var sagt fyrir kosning- ar – það stendur!“ Hann gerir ráð fyrir að lækkun á tekjuskatti verði rædd í samhengi við kjara- samninga í vetur. Geir lagði að öðru leyti áherslu á stóraukið aðhald í rík- isfjármálunum. Hann kynnti í fyrsta sinn langtímaáætlun til ársins 2008. „Við verðum að líta heilt kjörtímabil fram í tímann til að vita hvernig vð ætlum að stýra skútunni,“ segir Geir. Áætlunin miðar við að afgangur verði ekki undir 1,75% af lands- framleiðslu árið 2005 og ekki undir einu prósenti árið 2006. Gert er ráð fyrir halla á ríkis- sjóði árið 2007 vegna lægðar í framkvæmdum. Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir að á næsta ári verði 15,4 milljarða afgangur af fjárlögum og 9,6 milljarða afgangur árið þar á eftir. Árið 2007 verði svo að óbreyttu 5,7 milljarða halli. Í fjárlagafrumvarpinu og þjóðhagsspá er ekki gert ráð fyrir því að Norðurál verði stækkað. Geir segir að ákvörðun um þetta hafi verið tekin fyrir skömmu, eftir að lá fyrir að Landsvirkjun ætlaði ekki að út- vega orku til stærra álvers. Þá gerir ríkisstjórnin ekki ráð fyrir því að Landssíminn verði seldur. „Landssíminn er metinn á þetta 40 milljarða þannig að sá peningur, ef fyrirtækið verður selt, ætti þá að bætast í ríkis- sjóðinn,“ sagði Geir. Ríkisstjórnin stefnir á stórauk- ið aðhald í ríkisfjármálunum. Dregið verður saman í fram- kvæmdum um 6,5 milljarða, þar af 1,5 milljarða á þessu ári, þrjá á því næsta og tvo árið 2005. Forgangsverkefni ríkis- stjórnarinnar í fjárlögum næsta árs eru að auka framlög til líf- eyristrygginga um 17%. Þetta fé skilar sér að sögn Geirs til aldr- aðra og öryrkja. Í öðru lagi ætl- ar ríkisstjórnin að auka framlög til heilbrigðismála um 8% en hún skýrist mest af almennum hækkunum í rekstri og með auknum útgjöldum til byggingar og reksturs öldrunarheimila. Í þriðja lagi ætlar ríkisstjórnin að auka framlög til menntamála um 6%. Þau eru til komin vegna fjölgunar nemenda í háskólum landsins en einnig til framhalds- skóla og Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Þá leggur ríkis- stjórnin sérstaka áherslu á breytingar á rannsóknarmálum með því að efla rannsóknar- og tæknisjóði. Geir segir að nýtt hagvaxtar- skeið sé í uppsiglingu en ekki verði jafn mikil þensla og í síð- ustu uppsveiflu. Kaupmáttur eigi hins vegar eftir að aukast. Óvissuþættirnir í frumvarp- inu eru hvort ráðist verði í stækkun Norðuráls, hvort Landssíminn verði seldur, niður- stöður kjarasamninga og hvort gengi krónunnar haldist nokkuð stöðugt. ■ 8 2. október 2003 FIMMTUDAGUR Vosbúð við Kárahnjúka „Íslendingar kaupa sér hlífðar- föt í Kaupfélaginu á Egilsstöðum. Hinir hafa ekki efni á því.“ Karl Th. Birgisson í Fréttablaðinu 1. október. Ekki lengur Fylkismaður „Nei, ég get engan veginn verið sáttur.“ Aðalsteinn Víglundsson í DV 1. október. Nýir vendir Sjálfstæðis- flokksins „Þjóðin á það við sjálfa sig hvort hún kýs sér þau kjör, sem hinir nýju vendir Sjálfstæðisflokksins boða henni.“ Sverrir Hermannsson í Morgunblaðinu 1. október. Orðrétt FJÁRLÖG Efnahagssérfræðingar bankanna telja að afgangur af rekstri ríkissjóðs sé í minna lagi til þess að tryggja nægjanlegt að- haldsstig í efnahagslífinu meðan fjárfesting vegna stóriðjufram- kvæmda stendur yfir. Afgangur næsta árs er um 3% af tekjum ríkissjóðs. Til samanburðar má nefna að útgjöld ríkissjóðs fyrstu átta mánuði ársins jukust um 6,7%. Skattalækkanir auka þrýst- ing til hækkunar gengis krónunn- ar og kröfu á Seðlabankann um vaxtahækkanir. „Þetta geta ekki talist góð tíðindi fyrir útflutn- ingsgreinar,“ segir Ingólfur Bender, forstöðumaður greining- ardeildar Íslandsbanka. 20 milljarða skattalækkun mun að óbreyttu hafa áhrif á vextina og þar með útgjöld heim- ila vegna skulda. „Mér finnst þessi afgangur alveg í það tæp- asta,“ segir Snorri Jakobsson hjá greiningardeild Kaupþings Bún- aðarbanka. Hann bendir á að for- sendur útgjalda ríkissjóðs stand- ist næstum aldrei. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur greiningardeildar Landsbankans, tekur í sama streng og segir fjármálamarkað- inn vilja sjá meira aðhald en þetta í fjárlögunum. „Þetta er spurning um hvar menn leggja hagstjórnarþungann. Í spá Landsbankans var spáð hærri hagvexti og ég held að það aðhald ríkisrekstrar sem er boðað í fjár- lögum muni tæpast duga gangi sú spá eftir.“ ■ Guðjón A. Kristjánsson: Skrýtin for- gangsröð FJÁRLÖG Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segir að stefnumótun ríkisstjórn- arinnar um að fella niður hátekju- skatt í þrepum sé andstæð sjónar- miðum flokksins. „Við hefðum heldur viljað sjá eitthvað sem kemur barnafjölskyldum til góða,“ segir hann. „Svo er þarna talað um að færa verkefni til sveitarfélaganna eins og heilsugæsluna og málefni fatl- aðra. Ég á bágt með að sjá að skuldsett sveitarfélög geti tekið við þessum verkefnum,“ segir Guðjón. „Þetta er sérkennileg for- gangsröð.“ Hann segir að svo virðist sem heilu landsvæðin verði útundan í góðærinu. „Ég sé ekki hvaða úr- ræði eru þarna fyrir fólk frá Borg- arfirði norður í Skagafjörð.“ ■ Össur Skarphéðinsson: Forðumst þenslu og verðbólgu FJÁRLÖG „Það er augljóst að fram undan er tímabil með meiri hag- vexti en minni þenslu en stjórn- málamenn áttu von á fyrir síðustu kosningar. Þessi fjárlög bera þess merki,“ segir Össur Skarphéðins- son, formaður Samfylkingarinnar. „Ef vel tekst að halda á spöðun- um verður svigrúm til skattalækk- ana og til að efla félagslega velferð en allar ákvarðanir verða að vera vel tímasettar til að kynda ekki und- ir þenslu og verðbólgu.“ Össur vill að svigrúmið verði notað til að lækka virðisaukaskatt á matvælum. Össuri þykir skondið að um leið og ríkisstjórnin er að lofa tuttugu milljörðum í skattalækkanir byrji hún á að hækka skatta um milljarð með hækkunum á þungaskatti og vörugjaldi á bensíni. ■ Skattar lækkaðir og stöðugleiki tryggður 6,4 milljarða afgangur af fjárlögum. 20 milljarða skattalækkanir á kjörtímabilinu. 6,5 milljarða samdráttur í framkvæmdum 2003-2005. Ekki gert ráð fyrir fram- kvæmdum við Norðurál eða sölu Landssímans. GEIR H. HAARDE KYNNIR FJÁRLÖGIN Ríkisstjórnin stefnir á stóraukið aðhald í ríkisfjármálunum. Dregið verður saman í framkvæmdum um 6,5 milljarða, þar af 1,5 milljarða á þessu ári, þrjá á því næsta og tvo árið 2005. Fréttaskýring KRISTJÁN GUY BURGESS ■ skýrir frá fjárlögum ársins 2004. SPÁ 2004 Hagvöxtur 3,5% Verðlagshækkun 2,5% Kaupmáttur 2,5% Atvinnuleysi 2,5% Viðskiptahalli 3,25% Gengisvísitala 125 stig FORGANGSVERKEFNI Í FJÁRLÖGUM Framlög til lífeyristrygginga aukast um 17% Framlög til heilbrigðismála aukast um 8% Framlög til menntamála aukast, einkum til háskóla, framhaldsskóla, rannsókna og LÍN Sérstök áhersla á nýskipan rannsóknarmála með eflingu rannsóknar- og tæknisjóða 2002 % -1 0 1 2 3 4 5 2003 2004 2005 2006 2007 VAXANDI HAGVÖXTUR Afstaða fjármálamarkaðar: Aðhald ríkisins nægir varla BJÖRN R. GUÐMUNDSSON Fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir minni hagvexti en Landsbankinn. Aðhaldsstig rík- isins mun ekki duga gangi spá Landsbank- ans eftir. INGÓLFUR BENDER Hækkandi vextir og þrýstingur til hækkun- ar á raungengi krónunnar eru ekki góð tíð- indi fyrir útflutningsgreinar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Jón Bjarnason: Vegið að almanna- þjónstu FJÁRLÖG „Það fer lítið fyrir kosn- ingaloforðunum í fjárlagafrum- varpinu,“ segir Jón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna. Hann segir að ekki sé gert ráð fyrir hækkun húsnæðislána og þá sé boðuðum skattalækknum frestað. Jón segir að í fjárlögunum sé vegið að almannaþjónustunni. „Þess er krafist að notendur þjónustunnar greiði æ stærri hlut af kostnaðinum. Það kemur harð- ast niður á þeim með lökust kjör- in.“ Jón gagnrýnir enn fremur að ekkert sé komið til móts við erfiða fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Verkefnum sé komið á þau án þess að þeim fylgi tekjustofnar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.