Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 18
18 2. október 2003 FIMMTUDAGUR
■ Andlát
■ Jarðarfarir
Breski náttúrufræðingurinnCharles Darwin kom til hafn-
ar í Falmouth á Englandi eftir
fimm ára siglingu meðfram
ströndum Suður-Ameríku á skip-
inu HMS Beagle.
Á ferðum sínum kom hann
meðal annars til Brasilíu og
Galapagoseyja og grandskoðaði
þar jafnt dýralíf, jurtalíf og jarð-
myndanir. Einnig skrapp hann til
Nýja-Sjálands og Ástralíu í þess-
ari sömu ferð.
Sá fróðleikur sem Darwin afl-
aði sér á ferðunum með HMS
Beagle varð undirstaðan að þró-
unarkenningunni, sem hann setti
fyrst fram opinberlega í bók
sinni Uppruna tegundanna árið
1959.
Ekki síst dró hann mikilvægar
ályktanir af kynnum sínum af
risaskjaldbökunum á Galapagos-
eyjum, sem hann hafði greinlega
gaman af að umgangast: „Oft fór
ég á bak þeim, sló síðan nokkrum
sinnum á afturhluta skjaldarins
og þá risu þær á fætur og gengu
burt – en ég átti mjög erfitt með
að halda jafnvæginu,“ skrifaði
hann í dagbækur sínar. ■
13.30 Þórir Benedikt Sigurjónsson
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju.
13.30 Þorsteinn Snorri Axelsson, Teiga-
seli 3, Reykjavík, verður jarðsung-
inn frá Langholtskirkju.
■ Afmæli
Pálmi Gestsson leikari, 46 ára.
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráð-
herra, 45 ára.
Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi, 40
ára.
Ásdís Ragnarsdóttir, Furugrund 17,
Akranesi, lést mánudaginn 29. septem-
ber.
Guðbjörg Lilja Árnadóttir, Furugerði 1,
Reykjavík, lést þriðjudaginn 16. septem-
ber. Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Óli Magnús Þorsteinsson, Kárastíg 13,
Hofsósi, lést mánudaginn 29. septem-
ber.
Ragnar Jóhannsson, Ísafirði, lést mánu-
daginn 29. september.
Sigurbjörg Ingimundardóttir, Dyngju-
vegi 12, Reykjavík, lést mánudaginn 29.
september.
Guðmundur Sveinbjörnsson frá Mið-
Mörk, Vestur-Eyjafjöllum, lést sunnudag-
inn 28. september.
Guðrún Halldóra Richardsdóttir, Lækj-
arkinn 26, Hafnarfirði, lést aðfaranótt
mánudagsins 29. september.
Alma Ásmundsdóttir, Álfheimum 36,
Reykjavík, lést föstudaginn 26. septem-
ber.
Guðlaug Magnúsdóttir, Bauganes 44,
lést laugardaginn 27. september.
Sigurlín Ágústsdóttir, Hringbraut 15,
Hafnarfirði, lést mánudaginn 29. sept-
ember.
Anna J.G. Betúelsdóttir, Furugerði 13,
Reykjavík, er látin.
Jónas M. Lárusson, Sóltúni 2, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 23. september.
Mér finnst ógurlega gaman aðeiga afmæli og ætla að bjóða
til mín fólki oftar en einu sinni af
því tilefni,“ segir Björk Vil-
helmsdóttir borgarfulltrúi, sem
er fertug í dag.
Björk ætlar að sitja borgar-
stjórnarfund í dag og bera þar
fram tillögu um stefnubreytingu
á félagslega leiguíbúðakerfinu
sem gengur út á það að rétta hag
þeirra verst settu. „Fundirnir í
borgarstjórn geta staðið mjög
lengi og ég veit ekki hvenær
þessum lýkur en þá ætla ég að
bjóða samstarfsfélögum mínum
heim í kaffi og kökur,“ segir hún
og bætir við að hún hafi staðið í
ströngu undanfarna daga við
kökubakstur. „Ég hef bakað heil
ósköp af kökum og fryst en mig
langar að leyfa vinnufélögunum
að njóta afraksturs sumarsins í
berjatínslunni. Sveinn Rúnar eig-
inmaður minn tíndi mikið af berj-
um og gerði meðal annars mjög
góða ferð vestur á firði. Á
Snæfjallaströndinni fékk hann
mikið af aðalbláberjum sem nú
koma að góðum notum,“ segir
Björk.
Á laugardagskvöldið verður
annar í afmæli en þá ætlar hún að
bjóða vinum og ættingjum heim.
„Ég ætla að elda einhvern góðan
pottrétt og halda gamaldags
partí. Ég vonast til að það verði
mikið fjör og menn fái sér vel
neðan í því. Í veisluna býð ég
nánustu fjölskyldu og æskuvin-
um, einkum frá Blönduósi en þar
er ég alin upp.
Björk hefur ekki oft haldið
upp á afmæli sitt en gerði það
síðast þegar hún var þrítug. Þá
bauð hún öllum konunum í lífi
sínu í haustferð í Heiðmörk. „Þá
var ég að vinna með eintómum
konum og ég var svo kvennasinn-
uð að mér datt ekki í hug að bjóða
neinum öðrum en konum. Það
heppnaðist mjög vel og var mikið
fjör hjá okkur,“ segir Björk en
hún er gift Sveini Rúnari Hauks-
syni lækni og eiga þau tvö börn
saman en Sveinn átti fyrir þrjú.
„Við bíðum eftir barnabörnunum
en þau láta standa á sér,“ segir
hún og vonar að það sé ekki
vegna þess að þeim sé ekki treyst
fyrir hlutverkinu.
bergljot@frettabladid.is
STING
Gordon Sumner, betur þekktur sem Sting,
fæddist fyrir réttum 52 árum nálægt
Newcastle á Englandi.
2. október
■ Þetta gerðist
1941 Þýskar hersveitir lögðu upp í her-
för sína til Moskvuborgar, sem
varð hrakför mikil.
1944 Þjóðverjar brutu á bak aftur upp-
reisnina í Varsjá, stuttu áður en
Sovétmenn náðu borginni á sitt
vald.
1958 Franska nýlendan Gínea í Afríku
lýsti yfir sjálfstæði. Stuttu síðar
hættu Frakkar allri fjárhagslegri
aðstoð við landið.
1967 Thurgood Marshall tók við dóm-
arasæti í Hæstarétti Bandaríkj-
anna, og varð þar með fyrsti
þeldökki maðurinn til þess að
gegna þeirri stöðu.
1985 Bandaríski leikarinn Rock Hud-
son lést af völdum alnæmis.
1990 Bandaríkjamenn, Bretar, Rússar
og Frakkar gáfu Þjóðverjum eftir
yfirráð á hernumdu svæðunum í
Berlín.
CHARLES DARWIN
■ Þennan dag árið 1836 kom hann
heim til Englands úr rannsóknarför sinni
með HMS Beagle.
2. október
1836
Bláberjaterta
að hætti Bjarkar
Darwin siglir í höfn
Það fyrsta sem ég tók eftir hér áSuðurnesjum er hve mikill
kraftur og uppbygging er á svæð-
inu,“ segir Guðbjörg Jóhannsdótt-
ir, sem fyrir skömmu tók við nýju
starfi atvinnuráðgjafa í sveitarfé-
laginu.
Atvinnuráðgjafi hefur ekki
verið við störf á Suðurnesjum
áður en Guðbjörg býr í
Hafnarfirði og keyrir daglega á
milli. Hún segir verksvið sitt að
aðstoða fólk, hvetja til atvinnu-
skapandi verkefna og miðla til
þeirra þeim upplýsingum um
þann stuðning sem til boða stend-
ur í opinbera kerfinu.
„Það er nauðsynlegt að ýta
undir framlag einstaklinga á
svæðinu með því að heimsækja
fyrirtæki. Sumir leita mig að vísu
uppi og sýna frumkvæði en eigi að
síður hefur þetta mikið með kynn-
ingar- og markaðsstarf að gera,“
segir Guðbjörg, sem er með
meistaragráðu í viðskiptarfræði
með áherslu á frumkvöðla- og ný-
sköpunarmál. „Ég hef starfað við
ráðgjöf þannig að ég þekki þetta
umhverfi ágætlega og hef ánægju
af því að aðstoða fólk við að koma
sér áfram.“ ■
GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
Hún segir ekki lengri tíma taka að koma
sér í vinnu suður með sjó en í miðbæ
Reykjavíkur
Tímamót
GUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR
■ Mikill kraftur er í Suðurnesja-
mönnum og mörg ónýtt tækifæri á
sviði atvinnumála.
Afmæli
BJÖRK VILHELMSDÓTTIR
■ Hún ætlar á borgarstjórnarfund í dag
og mæla fyrir stefnubreytingu á félags-
lega leiguíbúðakerfinu. Á eftir ætlar hún
að bjóða vinnufélögunum í heim í kaffi.
Keyrir til Keflavíkur
BJÖRK VILHELMSDÓTTIR BORGARFULLTRÚI
Þau hjón Sveinn Rúnar og hún hafa verið drjúg við berjatínsluna í sumar.
■ Tilkynningar
Fréttablaðið býður lesendum aðsenda inn tilkynningar um dán-
arfregnir, jarðarfarir, afmæli eða
aðra stórviðburði. Tekið er á móti
tilkynningum á tölvupóstfangið:
tilkynningar@frettabladid.is.
DARWIN
Meistari Charles Darwin sneri aftur til
Englands á þessum degi. Hafði verið á
siglingu um heiminn í 5 ár.
PERLAN UPPLÝST
Perlan í bleiku ljósi í október 2002. Árið
áður var Hallgrímskirkja lýst upp.
Brjósta-
krabbamein
ÁTAK Októbermánuður verður
helgaður brjóstakrabbameini hér
á landi líkt og gert hefur verið síð-
ustu 3 ár. Þetta er hluti af alþjóð-
legu árveknisátaki og tákn þess er
bleik slaufa. Þess vegna er verið
að lýsa Stjórnarráðshúsið við
Lækjartorg upp í bleikum lit. Er
það Orkuveita Reykjavíkur sem
sér um lýsinguna en sjúkrahúsið á
Ísafirði verður einnig lýst upp.
Stendur þessi viðburður fram yfir
helgi en þá taka nýjar byggingar
við. Þetta er einnig gert úti í heimi
og verða um 200 mannvirki um
víða veröld lýst upp, meðal annars
Empire State-byggingin í New
York, skakki turninn í Pisa, Niag-
ara-fossarnir, Mall of America í
Minneapolis og Harrod’s í
London.
Ár hvert greinast um 160 ís-
lenskar konur með brjóstakrabba-
mein, en þar af er nær helmingur-
inn á aldrinum frá 30 til 60 ára.
Fjöldi nýrra tilfella hefur verið að
aukast en lífshorfurnar hafa
einnig batnað mikið. Um helming-
ur kvenna sem greindust með
brjóstakrabbamein fyrir fjörutíu
árum lifðu í fimm ár eða lengur en
nú geta um 80% vænst þess að lifa
svo lengi. Nú eru á lífi um 1.700
konur sem fengið hafa brjósta-
krabbamein. Samkvæmt útreikn-
ingum frá Krabbameinsskránni
getur tíunda hver kona búist við að
fá brjóstakrabbamein.
Konur sem náð hafa fertugs-
aldri eru hvattar til að koma til
brjóstamyndatöku annað hvert ár.
Erlendar rannsóknir benda til
þess að með því að taka röntgen-
myndir reglulega af brjóstum
kvenna megi lækka dánartíðni
vegna krabbameins í brjóstum
verulega. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Ásdís Ragnarsdóttir,
Furugrund 17, Akranesi,
lést á heimili sínu þann
29. september.
Hjalti Samúelsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.