Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 10
10 2. október 2003 FIMMTUDAGUR
■ Hafnarfjörður
MÓTMÆLI Í BELGÍU
Bílaframleiðandinn Ford hefur ákveðið að
skera niður í verksmiðjum sínum í Genk í
Belgíu. Alls hefur verið 3.000 starfsmönn-
um verið sagt upp.
DÝRAVERND Kærumál varðandi
kattahald og eyðingu villikatta á
Ísafirði er nú komið á borð Hall-
dórs Halldórssonar bæjarstjóra.
Fréttavefurinn bb.is segir frá því
að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar
hafi vísað kattamálum til með-
ferðar í bæjarráði sem samþykkti
að aðgerðum við útrýmingu villi-
katta yrði hætt um sinn.
Bæjarráð vísaði drögunum að
samþykkt um kattahald til bæjar-
stjóra til frekari vinnslu. Eins og
Fréttablaðið hefur greint frá
kærði Höskuldur Guðmundsson,
fyrrverandi kattaeigandi, Val
Richter, meindýraeyði bæjarins,
fyrir að skjóta af riffli inn um
kjallarahurð þar sem skot fór í
gegnum kött en endurkastaðist af
steinhellu og inn um hurð á heimili
Höskuldar. Meindýraraeyðirinn
hefur banað 25 köttum á lóðinni og
grunar meindýraeyðinn um að
hafa tortímt tveimur heimiliskött-
um sínum, öðrum risavöxnum
norskum skógarketti. Kettirnir
hurfu sporlaust um það leyti sem
herferðin gegn villiköttunum stóð
sem hæst. Nú hafa nágrannar
Höskuldar kært vegna þess
óþrifnaðar sem þeir telja vera
vegna þeirra tuga villikatta sem
eiga skjól í kjallara Höskuldar. ■
SKIPULAG Erlent ráðgjafafyrirtæki
fullyrðir að rekstur fyrirhugaðs
tónlistar- og ráðstefnuhúss við
höfnina í Reykjavík muni skila
hagnaði strax fyrsta árið.
Áætlaður kostnaður við tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsið er 6,4 millj-
arðar króna. Ríkið mun greiða 54%
og Reykjavíkurborg 46%.
Hótel sem gert er ráð fyrir að
einkaaðilar byggi í tengslum við
húsið er talið munu kosta 6 millj-
arða króna. Hótelið á að vera 250
herbergi.
Góður rekstrargrundvöllur er
sagður fyrir hótelinu, sem yrði
„fyrsta flokks“. Heildarstærð þess
yrði 20 þúsund fermetrar með
möguleika á stækkun um 7 þúsund
fermetra. Þá yrði unnt að auka her-
bergjafjöldann í 450. Sagt er að 432
milljóna króna hagnaður geti orðið
af rekstri hótelsins árið 2009.
Í tónlistar- og ráðstefnuhúsinu á
að vera salur fyrir 1.500 áhorfend-
ur auk 450 manna salar og 16 minni
sala. Húsið á að vera heimavöllur
Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Stefnan er sú að tónlistar- og
ráðstefnuhúsið verði opnað í lok
árs 2008. Alþjóða ráðgjafafyrir-
tækið Hospitality Consulting
International er sagt meta rekstur-
inn í húsinu þannig að á fyrsta ári
nemi tekjur 416 milljónum króna.
Kostnaðurinn myndi nema 385
milljónum þannig að hagnaðurinn
yrði 31 milljón króna. Rekstrar-
kostnaður yrði stigvaxandi og yrði
63 milljónir árið 2013.
„Unnið er að því að tónlistarhús-
ið og ráðstefnuhúsið verði boðin út
í einkaframkvæmd. Í því felst að
einkaaðili mun annast hönnun,
byggingu, fjármögnun og rekstur
mannvirkja,“ segir í kynningu frá
Austurhöfn-TR ehf. Félagið annast
undirbúning verkefnisins og er
stjórn þess skipuð fulltrúum frá
ríki og borg.
Austurhöfn segir að reynist leið
einkaframkvæmdar ekki vera fær
muni ríki og borg „beita sér fyrir
lausn verkefnisins eftir öðrum
leiðum.“
Verðlaunahugmynd úr sam-
keppni um skipulag tónlistar- og
ráðstefnuhúss lóðarinnar gerir ráð
fyrir tengingu við miðborgina um
göng undir Geirsgötu. Borgarráð
hefur nú tekið fremur jákvætt í
hugmynd Landsbankans um að
höfuðstöðvar bankans rísi sunnan
Geirsgötunnar. Forvígismenn
Austurhafnar-TR sögðust í gær
telja þá framkvæmd mundu létta
byggingu hótelsins og tónlistar- og
ráðstefnuhússins.
gar@frettabladid.is
LEIKFÉLAG Í LÆKJARSKÓLA Leik-
félag Hafnarfjarðar á nú von á að
komast í framtíðarhúsnæði og á
hluta jarðhæðar í gamla Lækjar-
skóla. Menningar- og ferðamála-
nefnd bæjarins hefur tekið já-
kvætt í erindi leikfélagsins þessa
efnis.
EVRÓPA STYRKI ÁLFA Óskað hef-
ur verið eftir samstarfi við
Hafnarfjarðarbæ um að sækja
um styrk til Evrópusjóðs vegna
álfaverkefnis. Menningar- og
ferðamálanefnd bæjarins er
áhugasöm enda hafi bærinn ver-
ið í fararbroddi við að kynna
álfatrú. Þetta skapi sóknarfæri í
ferðamálum.
Farsímarkaður:
Bandalag
gegn
Vodafone
LONDON, AP Sjö tiltölulega lítil evr-
ópsk farsímafyrirtæki hafa
myndað bandalag um að veita
sameiginlega þjónustu fyrir við-
skiptavini sína.
Bandalagið er tilraun til að
veita Vodafone og öðrum stórfyr-
irtækjum á farsímamarkaðnum
aukna samkeppni. Fyrirtækin
sem standa að bandalaginu eru
Amena, mmO2, Wind Ifostrada
Spa, Pannon GSM, TDC og Tele-
nor. Sameiginlega hafa fyrirtækin
40 milljón áskrifendur.
Fyrr á þessu ári mynduðu fjög-
ur farsímafyrirtæki álíka banda-
lag. Þau eru: Telefonica SA,
T-Mobile, Orange og Telecom Ital-
ia Mobile SpA. ■
BANDARÍKJAFORSETI
Bush hlýðir á spurningar blaðamanna varð-
andi rannsókn dómsmálaráðuneytisins.
Rannsókn í Hvíta húsinu:
Bush vill vita
sannleikann
WASHINGTON George W. Bush
Bandaríkjaforseti fagnaði ákvörð-
un dómsmálaráðuneytisins um að
hrinda af stað rannsókn á því
hvort embættismenn í Hvíta hús-
inu hafi brotið lög þegar þeir
sögðu til starfsmanns bandarísku
leyniþjónustunnar. „Ég vil vita
sannleikann,“ sagði Bush og
hvatti fólk til að liggja ekki á upp-
lýsingum sem kynnu að koma að
gagni við rannsókn málsins.
Embættismenn Hvíta hússins
hafa verið sakaðir um að hafa lek-
ið nafni leyniþjónustumannsins
Valerie Plame í fjölmiðla til að
hefna fyrir gjörðir eiginmanns
hennar, Joseph C. Wilson, sem
hélt því fram að ekkert væri hæft
í þeirri fullyrðingu Bandaríkja-
stjórnar að Írak hefði reynt að
kaupa úraníum í Afríku. ■
■ Evrópa
RÓLEGT Á LANDAMÆRUNUM
Óvenju lítið var um að vera á
austurlandamærum Póllands í
gær. Þá þurftu íbúar Hvíta-Rúss-
lands, Úkraínu og Rússlands í
fyrsta sinn að hafa vegabréfsárit-
anir til að komast inn í landið.
Breytingin er vegna væntanlegr-
ar inngöngu Póllands í Evrópu-
sambandið.
LÝSA ÁBYRGÐ Hópur sem er and-
vígur tengslum stórfyrirtækja
við ólympíuleikana sem fram
fara á næsta ári hefur lýst
ábyrgð á fjölda íkveikja í Aþenu
á hendur sér. Mikið hefur verið
um það að næturlagi að kveikt
hafi verið í bönkum, verslunum
og bílum sendimanna erlendra
ríkja.
KOFI ANNAN
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna segir
að koma verði á lýðræði í Mjanmar fyrir
árið 2006.
Kofi Annan:
Lýðræði í
Mjanmar
fyrir 2006
SÞ, AP Kofi Annan, aðalritari Sam-
einuðu þjóðanna, hvetur alþjóða-
samfélagið til að beita sér fyrir
því að koma á lýðræði í Mjanmar
fyrir árið 2006. Annan segir að ef
mjanmörsk stjórnvöld breyti
ekki um stefnu nú þegar verði að
grípa til aðgerða gegn landinu.
Í skýrslu sem Annan lagði fyr-
ir Allsherjarþingið undirstrikaði
hann mikilvægi þess að koma
herforingjastjórninni frá völdum
áður en Mjanmar tekur yfir for-
mennsku í Samtökum ríkja Suð-
austur-Asíu, ASEAN, 2006. Annan
afhenti utanríkisráðherra Mjan-
mar formlega beiðni um að Aung
San Suu Kyi, leiðtoga lýðræðis-
sinna, yrði sleppt úr haldi og
teknar upp samningaviðræður
við flokk hennar. ■
Kattamál í Ísafjarðarbæ:
Bæjarstjóri hugar
að villikattafárinu
MEINDÝRARAEYÐIRINN
Valur Richter er í aðalhlutverki í kattamál-
inu á Ísafirði. Skot úr riffli hans geigaði og
lenti í kjallara kattavinar.
Tólf milljarða hótel
og tónlistarbygging
Sagt er að tónlistar- og ráðstefnuhöll í Reykjavíkurhöfn verði rekin með
hagnaði. Lúxushótel við hliðina er sagt munu skila 432 milljónum í
hagnað á fyrsta ári. Samtals kosta þessar byggingar 12,4 milljarða.
BYGGING NÝS TÓNLISTAR- OG RÁÐSTEFNUHÚSS KYNNT
Reisa á tónlistarhöll á Hafnarbakkanum í Reykjavík og lúxushótel í tengslum við hana. Samtals eiga þessar byggingar að kosta
12,4 milljarða króna. Lengst til vinstri á byggingarreitnum vill Landsbankinn byggja höfuðstöðvar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T