Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 34
2. október 2003 FIMMTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 29 30 1 2 3 4 5 OKTÓBER Fimmtudagur Það er afskaplega mikilvægt aðþeir sem hafa áhuga á djasstón- list hafi einhvern fastan stað þar sem þeir geta gengið að djassmús- ík vísri,“ segir Sigurður Flosason saxófónleikari, sem skipuleggur nýja djasstónleikaröð á Kaffi List við Laugaveginn. Í vetur verða tónleikar þar á hverjum fimmtudegi klukkan hálf- tíu og standa þeir hverju sinni til miðnættis eða þar um bil. Tríó Ragnheiðar Gröndal ríður á vaðið í kvöld. Þessi unga söng- kona hefur fengið til liðs við sig þá Jón Pál Bjarnason gítarleikara og Tómas R. Einarsson bassaleikara. „Þetta verða því þrjár mismun- andi kynslóðir íslenskra djasstón- listarmanna, sem við fáum að heyra í,“ segir Sigurður. Þegar er ákveðið hverjir koma fram næstu þrjá fimmtudaga. Í næstu viku verður það Kvartett Ómars Guðjónssonar, þar á eftir tríóið B3 og loks Tríó Sigurðar Flosasonar. „Síðan stefnum við á að halda þessu áfram í allan vetur,“ segir Sigurður, sem hefur undanfarin ár skipulagt tónleikadagskrá veit- ingahússins Jómfrúarinnar við Lækjargötu. Eins og á Jómfrúnni verður ókeypis aðgangur að tón- leikunum á Kaffi List. ■ ■ TÓNLIST ■ MÁLÞING Þrjár kynslóðir íslenskra djassara GUÐMUNDUR ÞORVALDSSON Mér þykir vænst um rafmagns-gítarinn sem ég keypti þegar ég var 17 ára,“ segir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari hljóm- sveitarinnar Tvö dónalegu haust. „Þetta er Aria Pro Mad Axe sem öllum finnst ljótur nema mér. Svo finnst mér líka mjög töff að eiga sítt að aftan hljómborðið sem Magnús Kjartansson spilaði Sól- arsömbu á í undankeppni Eurovision,“ segir leikarinn, sem fer á kostum í Hafnarfjarðarleik- húsinu um þessar mundir í sýn- ingunni Vinur minn heimsendir. Hljóðfæriðmitt SELLÓFON sjá nánari upplýsingar á www.sellofon.is Miðasala í Iðnó í síma 562 9700 www.idno.is Frumsýning á Ólafíu 8 október Í kvöld 2. okt kl. 21, UPPSELT lau 11. okt kl. 21, UPPSELT mið 15. okt kl. 21, örfá sæti sun 19. okt kl. 21, nokkur sæti TENÓRINN FRUMSÝNING 5 október 2 sýning 9 október 3 sýning 10 október 4 sýning 18 október ■ ■ TÓNLEIKAR  19.30 Erling Blöndal Bengtsson sellóleikari leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveit Íslands í Háskólabíói. Flutt verða verk eftir Georges Enesco, Aram Khatsjatúrjan og Johannes Brahms. Hljómsveitarstjóri er Lawrence Foster.  21.30 Nýrri jazztónleikaröð verður hleypt af stokkunum á Kaffi List, Lauga- vegi 20a. Tríó söngkonunnar Ragnheið- ar Gröndal kemur fram á þessum fyrstu tónleikum. Með henni leika þeir Jón Páll Bjarnason á gítar og Tómas R. Ein- arsson á kontrabassa. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, meðan hús- rúm leyfir.  Stórtónleikar Sigrúnar Hjálmtýs- dóttur, Gunnars Guðbjörnssonar, Kristins Sigmundssonar og Jónasar Ingimundarsonar verða í Reykholts- kirkju.  Jazzkvartett Andreu flytur vel valda jazz-standarda á Central café, Pósthús- stræti 17. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Vinur minn heimsendir, nýtt leikrit eftir Kristínu Ómarsdóttur, verður sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu.  21.00 Björk Jakobsdóttir flytur einleik sinn, Sellófon, í Iðnó. ■ ■ LISTOPNANIR  17.00 Sýning á myndum eftir Gísla Steindór Þórðarson, Sigurð Þór Elías- son og Simun Poulsen verður opnuð í norðursal Kjarvalsstaða, nýjum sal Listasafns Reykjavíkur. Þetta er önnur sýningin í röð myndlistarsýninga listahá- tíðarinnar List án landamæra og að þessu sinni eru listamennirnir allir ein- hverfir. Sýningunni lýkur 12. október. ■ ■ SKEMMTANIR  22.00 Stefnumót Undirtóna á Grand Rokk með Móra, Forgotten Lores, Chosen Ground og MC Mezzías.  22.00 Fyrsta undanúrslitakvöldið í keppninni Fyndnasti maður Íslands 2003 verður haldið á Kaffi Akureyri. Kynnir er Bjarni Töframaður, næstfyndn- asti maður Íslands 1999.  22.00 Vestur-Íslendingurinn og trúbadorinn Bill Bourne heldur tónleika á veitingastaðnum Paddý’s í Keflavík. Aðgangseyrir er 1.000 krónur.  Breakbeat.is (Drum and Bass) á Vídalín.  Tónleikar með hljómsveitinni Centaur á Gauknum.  KK og Maggi Eiríks verða með tón- leika í Hafnarborg, Hafnarfirði.  Hljómsveitirnar Pan, Sein og Inn- vortis spila á skemmtistaðnum de Boomkikker í Hafnarstræti.  Hljómsveitin Smokie, sem í eina tíð gerði það gott, verður með tónleika á Broadway. ■ ■ FUNDIR  12.05 Guðrún H. Eyþórsdóttir mannfræðingur flytur fyrirlestur á Rabbfundi Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í stofu 301 í Árnagarði. Fyrirlesturinn nefnist: For- sendur breytuvals í krabbameinsrann- sóknum: Hin kynbundna nálgun í skjóli hlutleysis.  20.00 Í tilefni af frumsýningu heimildarmyndarinnar „Rannsókn á huliðsheimum“ eftir Jean Michel Roux í Háskólabíói skipuleggur Alliance Française spjallfund og umræður með leikstjóranum og nokkrum þátttakenda myndarinnar: Erlu Stefánsdóttur, Þór- unni Kristínu Emilsdóttur, Brynjólfi Snorrasyni, Guðjóni Sigmundssyni, Lárusi Thorlacius og Ragnari Stefáns- syni. Leiðandi umræðna verður Gérard Lemarquis. Fundurinn fer fram á ís- lensku og ensku í nýjum húsakynnum Alliance Française á Tryggvagötu 8, 2. hæð. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.  21.30 Dagný Kristjánsdóttir pró- fessor, Kristín Eysteinsdóttir leikstjóri og Ingibjörg Magnadóttir leikmynda- hönnuður taka þátt í leikhúsumræðum í Hafnarfjarðarleikhúsinu um leikritið Vinur minn heimsendir eftir Kristínu Ómarsdóttur. Umræðurnar hefjast að lokinni sýningu. Allir velkomnir. RAGNHEIÐUR GRÖNDAL Syngur djass á Kaffi List í kvöld í nýrri tónleikaröð, sem Sigurður Flosason hefur skipulagt. Spjallað um drauga Í gær var frumsýnd hér á landifrönsk heimildarmynd um land- læga trú Íslendinga á hulin fyrir- bæri á borð við drauga. Í myndinni, sem heitir Rann- sókn á hulinsheimum, er rætt við marga Íslendinga sem telja sig hafa séð fyrirbæri af ýmsu tagi, sem jafnan eru hulin öðru fólki. Í tilefni af frumsýningu mynd- arinnar efnir Alliance Francaise, sem er félag áhugamanna hér á landi um Frakkland og franska menningu, til spjallþings með leikstjóra myndarinnar, Jean Michael Roux, í nýjum húsakynn- um félagsins að Tryggvagötu 8. Í spjallinu, sem verður á léttu nótunum, taka þátt auk leikstjór- ans nokkrir þeirra Íslendinga sem rætt var við í myndinni, þar á meðal miðlar, sjáendur og vís- indamenn. Þetta eru þau Erla Stefánsdóttir, Þórunn Kristín Em- ilsdóttir, Brynjólfur Snorrason, Guðjón Sigmundsson, Lárus Thor- lacius og Ragnar Stefánsson. Stjórnandi umræðnanna verður Gerard Lemarquis. Myndin vakti töluverða athygli í Frakklandi þegar hún var sýnd þar síðastliðinn vetur og ætti að gera það ekki síður hér á landi. ■ SJÁANDINN Erla Stefánsdóttir verður ein þeirra sem taka þátt í spjalli um frönsku heimildar- myndina Rannsókn á hulinsheimum. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is • 563 1790 Magnús Ólafsson ljósmyndari 27. sept. - 1.des. 2003 Tekið er á móti hópum eftir samkomulagi, nánari upplýsingar í síma 563 1790. Afgreiðsla og skrifstofa opin virka daga frá 10-16. Opnunartími sýninga virka daga 12-19 og 13-17 um helgar. AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnreykjavikur.is Sími 590 1200 HAFNARHÚS, 10-17 Úr byggingarlistarsafni, Yfir bjartsýnisbrúna, Vögguvísur, Erró - Stríð. Leiðsögn alla sunnudaga kl. 15.00. KJARVALSSTAÐIR, 10-17 Eyjólfur Einarsson, Sæmundur Valdimarsson, Kjarval. Tréskurðanámskeið sunnudag 10-17 Leiðsögn alla sunnudaga kl. 15.00. ÁSMUNDARSAFN, 10-16 Ásmundur Sveinsson - Nútímamaðurinn. Minjasafn Reykjavíkur Árbæjarsafn - Viðey www.arbaejarsafn.is s: 577-1111 Árbæjarsafn: Safnhúsin eru lokuð en boðið er upp á leiðsögn um safnsvæðið á mán., mið. og fös. kl. 13. Skrifstofan er opin virka daga kl. 8.30-16. Móttaka hópa eftir samkomulagi. Viðey: Upplýsingar um leiðsögn í Viðey í síma 568-0535 og 693-1440 Menningarmiðstöðin Gerðuberg. Sími 575 7700. Gerðubergi 3-5, 111 Rvík. Kogga á Sjónþingi lau. 27. sept. kl. 13.30 Félagsstarf: Steinlaug Sigurjónsdóttir Á döfinni: Ljóðatónleikar 19.okt. Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir www.gerduberg.is s. 563 1717 Upplýsingar um afgreiðslutíma s. 552 7545 og á heimasíðu www.borgarbokasafn.is SUNNUDAGAR ERU BARNADAGAR Í AÐALSAFNI, TRYGGVAGÖTU 15 ... og næsta sunnudag 5. október kl. 15 verður danska fjölskyldumyndin Krummarnir sýnd á Reykjavíkurtorgi. Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir Minjasafn Orkuveitunnar Breyttur opnunartími hjá Minjasafni Orkuveitunnar Nýju tímarnir eru: mán.-fös. 13-16 sun. 15-17 Borgarskjalasafn Reykjavíkur www.rvk.is/borgarskjalasafn, sími: 563 1770 Langar þig að vita sögu hússins þíns? Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir sögu húsa í Reykjavík Opið alla virka daga kl. 10-16. 34 Laugardagur 04.10. kl. 20 örfá sæti laus Fimmtudagur 09.10. kl 20:30 uppselt Föstudagur 10.10. kl. 20 uppselt Fimmtudagur 16.10. kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 24.10 kl. 20 laus sæti Föstudagur 31.10. kl. 20 laus sæti BYRJAÐIR AFTUR sýning 2. okt. kl 20 og 4. okt. kl 20 LAUGARDAGUR 4. OKT kl. 14.30 STÓRTÓNLEIKAR -ENDURFLUTTIR Diddú, Snorri Wium, Kristinn Sigmunds og Jónas Ingimundarson. SUNNUDAGUR 5. OKT kl. 20 TÍBRÁ: SELLÓ OG PÍANÓ Erling Blöndal Bengtsson og Nina Kavt- aradze leika. ÞRIÐJUDAGUR 7. OKT kl. 20 TÍBRÁ: Söngkvartettinn Rúdolf ÚTGÁFUTÓNLEIKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.