Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 35
FIMMTUDAGUR 2. október 2003 ■ TÓNLEIKAR 35 Spilar gamlan vin sinn Ég hef komið hingað annaðhvert ár eða svo allt frá því 1946, þegar ég var fjórtán ára. Síðast var ég hérna í maí á síðasta ári,“ segir Erling Blöndal Bengts- son sellóleikari. Hann ætlar að flytja Selló- konsert eftir Aram Khatsjatúrjan ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í Háskólabíói í kvöld. Þessi konsert hefur ekki verið leikinn hér á landi áður, en í ár eru liðin hundrað ár frá fæðingu Khatsjatúrjans. „Ég tengist þessum konsert sérstökum böndum því ég spilaði hann fyrst í Tívolí í Kaupmanna- höfn árið 1949. Svo þetta er gam- all vinur minn, sem ég ætla að leika með Sinfóníuhljómsveitinni í kvöld,“ segir Erling Blöndal, sem hefur verið búsettur í Banda- ríkjunum í þrettán ár. „Ég hafði verið prófessor á konservatoríinu í Kaupmanna- höfn í 37 ár þegar ég fékk tilboð frá Bandaríkjunum. Mér þótti það freistandi, því ég hafði búið í Bandaríkjunum á yngri árum. Synir okkar voru líka vaxnir úr grasi og foreldrar okkar fallnir frá, þannig að við fluttum okkur um set gömlu hjónin. En við eig- um ennþá hús í Danmörku þar sem við dveljumst alltaf á sumr- in.“ Á sunnudagskvöldið ætlar Er- ling Blöndal að halda tónleika í Salnum í Kópavogi ásamt tengda- dóttur sinni, Ninu Kavtaradze, sem er píanóleikari. Þau ætla einnig að skreppa norður til Ísafjarðar þar sem þau leika hjá Tónlistarfélaginu á þriðjudaginn. ■ ERLING BLÖNDAL BENGTSSON Þessi dansk-íslenski sellóleikari leikur með Sinfóníuhljómsveit Íslands í kvöld. Vestur-Íslendingurinn og trúba-dorinn Bill Bourne heldur tón- leika á veitingastaðnum Paddy’s í Keflavík. Aðgangseyrir er 1.000 krónur. Bill er afkomandi skálds- ins Stephans G. Stephanssonar og gerði góða lukku þegar hann kom hingað fyrir tveimur árum og lék víða um land. ■ Aftur í heimahögum Miðasalan, sími 568 8000 Sala áskriftarkorta og afsláttarkorta stendur yfir . Sex sýningar: Þrjár á Stóra sviði, þrjár að eigin vali. Kr. 9.900 STÓRA SVIÐ ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: THE MATCH eftir Lonneke Van Leth - heimsfrumsýning SYMBIOSIS eftir Itzik Galili PARTY eftir Guðmund Helgason FRUMSÝNING Fi 9/10 kl 20 - hvít kort 2. sýn su 12/10 kl 20 - gul kort 3. sýn lau 18/10 kl 20 - rauð kort 4. sýn fi 30/10 kl 20 - græn kort 5. sýn su 2/11 kl 20 - blá kort LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 4/10 kl 14 - UPPSELT Su 5/10 kl 14 - UPPSELT Su 5/10 kl 17 - UPPSELT Lau 11/10 kl 14 - UPPSELT Su 12/10 kl 14 - UPPSELT Lau 18/10 kl 14 -UPPSELT Su 19/10 kl 14 - UPPSELT Lau 25/10 kl 14 - UPPSELT Lau 25/10 kl 17 - AUKASÝNING Su 26/10 kl 14 - UPPSELT Lau 1/11 kl 14 Su 2/11 kl 14 Lau 8/11 kl 14 Su 9/11 kl 14 Lau 15/11 kl 14 Su 16/11 kl 14 - UPPSELT ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Lau 4/10 kl 20 Fö 10/10 kl 20 Fö 17/10 kl 20 Fö 24/10 kl 20 PÚNTILA OG MATTI e. Bertolt Brecht Fö 3/10 kl 20 Lau 11/10 kl 20 Su 19/10 kl 20 Su 26/10 kl 20 Ath. Aðeins þessar sýningar NÝJA SVIÐ KVETCH e. Steven Berkoff Mi 15/10 kl 20 Lau 18/10 kl 20 Fö 24/10 kl 20 Ath: Aðeins örfáar sýningar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.