Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 4
4 2. október 2003 FIMMTUDAGUR
Hvað finnst þér um
Laxnessdeiluna?
Spurning dagsins í dag:
Hvað finnst þér um fjárlögin sem
kynnt voru á Alþingi?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
32%
22%
Leiðinleg
46%
Skemmtileg
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
Samdráttur í millilandaflugi:
Uppsagnir hjá Icelandair
ATVINNUMÁL Icelandair hefur sagt
upp 29 flugmönnum félagsins
vegna samdráttar í millilanda-
flugi. Af þeim eru fjórtán þegar
hættir störfum en aðrir munu láta
af störfum um næstu mánaðamót.
„Þetta er venjubundið vegna
þess að umsvif í millilandaflugi
minnka á veturna,“ sagði Jóhannes
Bjarni Guðmundsson hjá Félagi ís-
lenskra atvinnuflugmanna.
„Reyndar eru þetta færri uppsagn-
ir en á síðasta ári vegna fleiri
leiguflugsverkefna félagsins. En
þetta er lýsandi fyrir það hvað at-
vinnuástand íslenskra flugmanna
er ótryggt.“
Guðjón Arngrímsson, blaðafull-
trúi Icelandair, sagði að starfs-
mennirnir sem um væri að ræða
hefðu eingöngu verið ráðnir tíma-
bundið yfir háannatímann. „Það
þekkist úr öllum greinum við-
skipta og þjónustu að bæta við sig
yfir sumartímann til að anna eftir-
spurn. Þessir menn voru ráðnir
sem sumarstarfsmenn og ekkert
óeðlilegt við slíkt.“ ■
Þróunaðstoð
dýr á metum
ÞINGSETNING Lág framlög Íslands
til þróunarhjálpar geta grafið
undan möguleikum íslenskra
stjórnvalda á að fá sæti í öryggis-
ráði Sameinuðu þjóðanna ef til
kosninga kemur, sagði Ólafur
Ragnar Grímsson forseti þegar
hann ávarpaði þingheim við setn-
ingu Alþingis.
Þróunaraðstoð var meginefni
ræðu forsetans. Hann vitnaði í
vinnu fræðimanna sem hafa fjall-
að um þróunar-
aðstoð, einn
talið lág fram-
lög geta dregið
úr líkum á að Ís-
land komist í
Öryggisráðið og
aðrir lagt til
þess að framlögin yrðu aukin.
„Hvernig sem það veltur er
ljóst að með auknum ábyrgðar-
störfum á alþjóðavelli, innan Al-
þjóðabankans, Sameinuðu þjóð-
anna og víðar mun þessi sérstaða
Íslands meðal frændþjóðanna á
Norðurlöndum og ríkjanna í Evr-
ópu vestanverðri verða í æ ríkari
mæli talin okkur til álitshnekk-
is,“ sagði forsetinn.
Hann minntist þess að þó 30 ár
væru síðan sú stefna hefði verið
mótuð að veita þróunaraðstoð að
verðmæti 0,7% af landsframleiðslu
hefði ekki tekist að hrinda því í
framkvæmd. Gilti engu þó mark-
miðið hefði oft verið ítrekað af rík-
isstjórnum og stjórnmálaflokkum.
„Margt bendir til að nú megi ná
víðtækri sátt um að tvöfalda á
næstu árum framlag Íslands til
þróunarhjálpar og auka það síðan
til jafns við þá sem fremstir
standa,“ sagði Ólafur Ragnar.
„Slíkt myndi efla mjög hróður okk-
ar meðal þjóða heims og styrkja til
muna framboð til ábyrgðarstarfa
innan Öryggisráðsins.“
Þrír varamenn tóku sæti á
þingi vegna fjarveru þingmanna.
Sjálfstæðismennirnir Kjartan
Ólafsson og Sigurrós Þorgríms-
dóttir taka sæti Árna Ragnars
Árnasonar, sem er veikur, og Þor-
gerðar K. Gunnarsdóttur sem er í
barneignarleyfi. Þá tekur Sigur-
lín Margrét Sigurðardóttir sæti
Gunnars Arnar Örlygssonar sem
afplánar refsidóm.
40 þingmenn greiddu Halldóri
Blöndal atkvæði sitt í starf for-
seta Alþingis en 14 sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
brynjolfur@frettabladid.is
Hegranesgoði:
Fór í kirkju
ÞINGSETNING Allir þingmenn sem
voru við setningu Alþingis í gær
lögðu leið sína í kirkju áður en
haldið var til fundar á Alþingi.
Þeirra á meðal var Sigurjón Þórð-
arson, þingmaður Frjálslynda
flokksins og Hegranesgoði. Hér
áður fyrr neituðu sumir þing-
menn sósíalista, yfirlýstir trú-
leysingjar, að fara í kirkju á þing-
setningardag.
Sigurjón segist ekkert sjá að
því að fara í kirkju enda megi líta
á það sem framhald af helgun
þinga. „Mér þykir sárara að þeir
skyldu hafa tekið sólkrossinn úr
stéttinni við kirkjuna. Það hefði
verið gaman að hafa hann þar
áfram.“ ■
TONY BLAIR
Breski forsætisráðherrann heimsótti sjúkra-
hús í Bournemouth þar sem flokksþing
Verkamannaflokksins fer fram.
Flokksþing Verka-
mannaflokksins:
Íraksstríðið
ekki rætt
ENGLAND, AP Andstæðingar Íraks-
stríðsins létu í sér heyra á flokks-
þingi breska Verkamannaflokks-
ins þrátt fyrir að Tony Blair for-
sætisráðherra hefði neitað þeim
um formlegar umræður um mál-
ið. „Það var logið að okkur varð-
andi gereyðingarvopnin,“ sagði
Alice Mahon, þingmaður flokks-
ins.
Nokkrir meðlimir Verka-
mannaflokksins lögðu fram neyð-
artillögu þess efnis að hernaðar-
aðgerðir gegn Írökum hefðu verið
óréttmætar og kalla skyldi bresk-
ar hersveitir heim frá Írak. Tillag-
an var ekki tekin til umfjöllunar á
flokksþinginu en andstæðingar
Íraksstríðsins fengu tækifæri til
að koma sjónarmiðum sínum á
framfæri í almennum umræðum
um utanríkismál. ■
HVALVEIÐAR
Vísindaveiðum Íslendinga á þessu
ári er lokið.
Vísindaveiðum lokið:
Kvótinn
kláraðist ekki
HVALVEIÐAR „Við tókum ákvörðun
um að ljúka veiðunum þrátt fyrir
að ekki næðist að veiða öll dýr-
in,“ sagði Gísli A. Víkingsson,
hvalasérfræðingur Hafrannsókn-
astofnunar. Vísindaveiðum Ís-
lendinga á hrefnu á þessu ári er
lokið.
„Veiðarnar voru svæðisskiptar
og þessar tvær hrefnur sem upp á
vantaði áttu að veiðast á djúpsævi
norður í hafi. Þangað var farið tví-
vegis án árangurs og við töldum
ekki skipta öllu máli þó að þeim
yrði sleppt í þessari atrennu. Það
var gert ráð fyrir því við áætlun-
argerðina að ekki næðist að veiða
allar hrefnurnar og þetta er vel
innan skekkjumarka.“
Gísli sagði að rannsóknir á sýn-
um sem tekin hafa verið í sumar
færu að hefjast. „Að þeim koma
margir aðilar og við búumst ekki
við niðurstöðum fyrr en liðið er á
veturinn.“ ■
FLUGLEIÐAÞOTA
Tæplega 30 flugmönnum verður sagt upp vegna minnkandi verkefna í millilandaflugi.
OF HÆGT FARIÐ Shlomo Ben-Ami,
utanríkisráðherra Ísraels í stjórn
Ehuds Baraks, segir að það væru
mistök að reka Yasser Arafat úr
landi, slíkt myndi einungis auka
vinsældir hans. Hann sagði þörf á
róttækara friðarferli í stað þeirra
stuttu skrefa sem nú væru tekin.
ÞINGSETNING Nokkur mannfjöldi
safnaðist saman fyrir utan Al-
þingi um það leyti sem þingsetn-
ingin fór fram. Var þar á ferðinni
fólk sem mótmælir framkvæmd-
um við Kárahnjúka og öðrum
stóriðjuáformum.
„Fólk kemur og mótmælir nátt-
úruspjöllum á hálendinu. Það er
ærin ástæða til núna,“ segir Ásta
Arnardóttir, leiðsögukona og einn
mótmælendanna. „Það er verið að
vinna skemmdarverk við Kára-
hnjúka og það stendur til að
skerða Þjórsárver. Það er sann-
færing sem dregur fólk hingað
niður eftir. Sannfæring um að
náttúruvernd sé betri kostur.“
„Við berum hvert og eitt
ábyrgð á því að standa fyrir þann
sannleika og þá sannfæringu sem
við finnum til,“ segir Ásta.
Á einu spjaldanna sem var
veifað fyrir framan Alþingi stend-
ur að allir tapi á Kárahnjúkavirkj-
un. „Þetta hefur komið fram á svo
margvíslegan hátt núna,“ segir
Ásta. „Það er vægast sagt ótrúlegt
að framkvæmdir skuli ekki hafa
verið stöðvaðar áður en lengra er
haldið.“ ■
Forseti sagði við setningu Alþingis að lág framlög til þróunarhjálpar
geti orðið Íslendingum til álitshnekkis samhliða auknum ábyrgðar-
störfum á alþjóðavettvangi.
GENGIÐ TIL ÞINGFUNDAR
Þingsetning var með hefðbundnum hætti, byrjað á messu í Dómkirkjunni og síðan
haldið í þingsal þar sem forseti flutti ræðu sína.
AUKIÐ VIÐ MÚRINN Ísraelska
ríkisstjórnin hefur samþykkt að
byggja múr austan landnema-
byggðarinnar Ariel á Vestur-
bakkanum. Byggingin er viðbót
við umdeildan múr sem Ísraelar
eru að reisa inni á svæðum
Palestínumanna.
NÝ STJÓRN INNAN SKAMMS Ah-
med Qureia, sem Arafat forseti
Palestínumanna hefur valið sem
forsætisráðherra, leggur ráð-
herralista sinn fyrir Palestínuþing
á næstu dögum.
■ Mið-Austurlönd
■ Mið-Austurlönd
Stóriðjuáformum og framkvæmdum var mótmælt við þingsetningu:
Ærin ástæða til mótmæla
MÓTMÆLT Á AUSTURVELLI
Umhverfisverndarsinnar mótmæltu framkvæmdum á hálendinu.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A
„...í æ ríkari
mæli talin
okkur til álits-
hnekkis.
Óskiljanleg
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A