Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 22
Tískan verður lífleg næsta sum-ar ef marka má sýningar helstu hönnuðanna á Tískuvik- unni í Mílanó. Fjörið er allsráðandi í sumar- línu Dolce og Gabbana. Yfir- bragðið er stelpulegt og djarft en efniviðurinn er sóttur í ýmsar átt- ir, meðal annars til japanskra geisja, sjötta áratugarins og kúrekastíls. Sýning Dsquared2 þótti einnig mjög djörf og ungleg. Armani var með fágaðri línu, sem er kvenleg og praktísk í senn. Efnin eru létt og mjúk og bláir, hvítir og rauðir litir áberandi. Sjóaraþemað var allsráðandi og rendur af öllum stærðum og gerð- um drógu úr fáguninni. Þema Burberry-sýningarinnar var breskar sumarskúrir, sem meðal annars mátti sjá í máðum pastellitum og regndropamynstri á yfirhöfnum og sund- fötum. Á sýningu Moschino var einn- ig áhersla á kven- leikann en meira brugðið á leik með kynþokkann. Má segja að bert hold hafi oft verið jafn áber- andi og f ö t i n sjálf. ■ tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. ■ Verslun hársverði? BIO+ fæst á hársnyrtistofum og í apótekum. Vandamál í • psoriasis • exem • flasa • skán • hárlos • kláði • feitur hársvörður lausnin er BIO+ hársnyrtivörur frá Finnlandi Ég er voða lítið fyrir skartgripi.En fyrir utan giftingarhring- inn er einn hringur sem ég geng alltaf með, nema þegar ég þarf að taka af mér skartgripi vinnunnar vegna. Þetta er lítill hringur með tinnusteini sem eiginmaðurinn gaf mér fyrir um tíu árum,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona um uppáhaldsskartgripinn sinn. Hún er um þessar mundir að leika í Veislunni, en ekkert lát er á að- sókninni þar. Tinna segir að hún gangi einna helst með hálsmen, nælur eða hringi en viðurkennir að sér haldist illa á skartgripum. „Ég fékk t.d. hringi í fermingargjöf og þeir voru því miður fljótir að glatast.“ Tinna segir jafnframt að hún kaupi sér aldrei skartgripi sjálf en fái þá stundum gefins. „Það koma svona tímabil þegar ég sæki meira í að ganga með skartgripi en ég get ekki sagt að það eigi við núna.“ ■ Förðun: Aftur til fortíðar Það er mikið afturhvarf til for-tíðar í tískunni um þessar mundir. Það á líka við um andlits- förðun. Hér eru klassískar konur sem eru innblástur andlitsförðun- ar í tískunni nú sem oft áður. ■ IN WEAR VERÐUR COMPANYS Verslunin In Wear – Part Two í Kringlunni hefur fengið nýtt nafn, Companys. Hún er áfram á sama stað í Kringlunni, við hlið- ina á Hard Rock, og mun áfram bjóða upp á svipað vöruúrval. Tískuvikan í Mílanó: Fjörugt og heitt sumar TINNA GUNNLAUGSDÓTTIR Með hring frá eiginmanninum á litlafingri. Uppáhaldsskartgripurinn: Gjöf frá eiginmanninum AUDREY HEPBURN Þykkar augabrúnir – brúnn varalitur. MARILYN MONROE Rauður varalitur – ljós augu. TWIGGY Dökk augnmálning, ljósar varir. tíska gæði betra verð www.hm.is Corselett frá kr. 3.990 Undirfatasett frá kr. 2.990 Mjaðma blúndu boxer. Verð aðeins kr. 1.390 Sjáumst! S. 588 5575 - Nýr Glæsibær COS Aðhaldsbuxur St.: S - M - L -XL - XXL Litir: Ljósar, húðlitar og svartar. Verð kr. 3.500 Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsunum v/Faxafen) s. 568 2560 Fást eingöngu í www.brudarkjolaleiga.is Mikið úrval af peysum,buxum, toppum og yfirhöfnum Cha Cha Hallveigarstíg 1, sími 588 4848 RENDUR ÚT UM ALLT HJÁ ARMANI Fiskinet voru líka áberandi. DSQUARED2 KYNNTI DJARFA LÍNU Hönnuðirnir Dean og Dan Caten þykja með þeim heitustu í dag. REGNKÁPA FRÁ BURBERRY Sletturnar vísa til rigningar- þemas. SUMARIÐ VERÐUR DJARFT Mikið var um bert hold hjá Moschino. FÖT MOSCHINO ERU KVENLEG Áherslan er á leik frekar en alvöru.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.