Fréttablaðið - 02.10.2003, Side 37

Fréttablaðið - 02.10.2003, Side 37
FIMMTUDAGUR 2. október 2003 LAXVEIÐITÍMABILI AÐ LJÚKA Laxveiðitímabilinu í Breiðdalsá lauk formlega síðasta sunnudag. Örn Sigurhansson lét sig ekki vanta. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Bæjarlind 14-16 | 201 Kópavogi | Sími 564 4400 | Fax 564 4435 | tekk@tekk.is | www.tekk.is TEKK-COMPANY VER‹UR LOKA‹ FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG VEGNA BREYTINGA. opnum stærri og glæsilegri verslun laugardaginn 4. október kl. 10. Veri› velkomin! V IÐ B R EYTUM O G B Æ TUM! BRYNDÍS ÁSMUNDSDÓTTIR Umsjónarkona Djúpu laugarinnar tók þátt í keppninni árið 1999. Fyndnastur Íslendinga KEPPNI Það verður væntanlega mik- ið hlegið á fimmtudagskvöldum í október því þá hefst leitin að fyndnasta manni Íslands árið 2003. Fyrsta undankeppnin verður hald- in á Kaffi Akureyri þann 2. október en fimmtudagskvöldin þar á eftir verður keppt á skemmtistaðnum Felix í Reykjavík. Þátttakendur keppninnar hafa margir hverjir verið að gera það gott í skemmt- anabransanum en af þeim má nefna Auðun Blöndal, Svein Waage og Bryndísi Ásmundsdóttur. Úr- slitakvöldið fer fram 30. október og þá mun Sigurvin Jónsson, eða Fíll- inn, sem er fyndnasti maður ársins 2002, afhenda nýjum sigurvegara titilinn. Bjarni Töframaður, næst- fyndnasti maður Íslands 1999, verður kynnir á keppninni, sem hefst klukkan 22.00 öll kvöldin. ■ SIMS Metsöluleikur á Íslandi og um heim allan, fyrst og fremst af því að konur eru líka sjúkar í hann en þær eru ekki hinn týpíski tölvuleikjaneytandi. Konur elska Sims TÖLVULEIKIR Tölvuleikurinn Sims er á góðri leið með að slá öll met hér á landi. Þegar hafa selst 20.068 eintök af leiknum og viðbætum tengdum honum, en leikurinn virkar þannig að þú byggir hús og stýrir borg eða stofnar fjölskyldu og sendir þau í vinnuna og svo framvegis. Og alltaf fjölgar útgáfunum á þessu stefi, að búa eitthvað til sem lýkist raun- veruleikanum, og nýjunga er að vænta. Fyrir jól kemur galdraút- gáfa af leiknum, svona eins og í Harry Potter, og á næsta ári kemur genaútgáfan. Þá er hægt að breyta erfðavísi fjölskyldunnar sem þú stýrir og þróa heilu ættirnar, heilu þjóðfélagshópana. En það sem vekur mikla athygli við Sims er að ólíkt öðrum tölvu- leikjum eru konur sjúkar í Sims. Helmingur þeirra sem skrá sig sem eiganda leiksins á Netinu (en flestir skrá leikinn sem viðkom- andi var að kaupa hjá fyrirtækinu til að fá allar viðbætur) er konur. Þetta er algjört einsdæmi því hing- að til hefur tölvuleikjanotkun fyrst og fremst verið tengd ungum drengjum. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.