Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 24
Ólafur Ragnarsson útgefandihefur farið í þó nokkrar
skútusiglingar
um Karíbahafið
undanfarin ár og
alltaf haft jafn
gaman af. „Það
eru sjö til átta ár
síðan ég fór
fyrst um þessar
slóðir en ég er
búinn að fara
fjórum sinnum í
skútusiglingar
um Karíbahafið með kunningja-
fólki,“ segir Ólafur. „Þessar eyjar
eru sjálfstætt ríki innan Breska
samveldisins. Þetta eru um 50 eyj-
ar, margar óbyggðar en saman-
lagður íbúafjöldi á þeim er ekki
nema um 20.000. Við komum á
nokkrar eyjar þar sem íbúafjöldi
var ekki nema um 150 manns og
aðrar þar sem enginn býr.“
Ólafur segir að eyjarnar séu
bæði friðsælar og fallegar: „Þetta
eru eldfjallaeyjar sem eru álíka
gamlar og Ísland. Þarna eru líka
þjóðgarðar bæði ofansjávar og
neðan. Á hafsbotninum er við-
kvæmt dýralíf og þar er víða
bannað að varpa akkerum til að
skemma ekki neitt.“
Að sögn Ólafs eru Bresku Jóm-
frúaeyjarnar svipaðar þeim eyj-
um sem fólk norðar á hnettinum
sveipar jafnan rómantískum
ljóma vegna loftslagsins og feg-
urðarinnar: „Menn sjá fyrir sér
sólskinseyjar með pálmatrjám
sem sveigjast í golunni með
grænu hafi í kring og gullnum
sandströndum. Það sem gerir
þessar Jómfrúareyjar ekki síst
spennandi eru þessar sagnir allar
um sjóræningjana. Þarna var um
tíma miðstöð sjóræninga í Karíba-
hafinu sem rændu sérstaklega
spænsk skip sem voru að koma
frá nýja heiminum með gull og
gersemar. Þarna voru frægir sjó-
ræningjar eins og Svartskeggur
skipstjóri og Black Sam Bellamy.
Síðan hafði ég fréttir af dönskum
sjóræningja sem var afar grimm-
ur. Í hópi sjóræningja voru líka
konur þannig að þetta var ansi
fjölbreytilegur hópur,“ segir Ólaf-
ur, sem hefur greinilega frá ýmsu
að segja af ferðum sínum um
fagrar strendur Karíbahafsins.
Ólafur ætlar á næstu vikum að
miðla hlustendum Ríkisútvarps-
ins af reynslu sinni því næsta
laugardag hefst fyrsti þátturinn
af fimm um ferð hans um Bresku
Jómfrúaeyjar í Vestur-Indíum. Í
þáttunum, sem kallast Á slóðum
sjóræningja í Karíbahafi, flytur
Ólafur dagbókarbrot úr skútusigl-
ingunni sem hann fór í með vina-
fólki sínu fyrir rúmlega tveimur
árum.
freyr@frettabladid.is
GOLFFERÐ TIL ALGARVE Net-
klúbbur Terra Nova-Sólar býður
helgarferð í golf til Algarve
17.-21. október. Verð 58.900 kr. á
mann í tvíbýli. Innifalið er flug,
gisting í fjórar nætur með morg-
unverði á Dom Pedro Golf 4*
golfhóteli, golfkennsla, bílaleigu-
bíll í A-flokki með ótakmörkuð-
um akstri og tryggingum fyrir
hvert golfpar, vallargjöld á þrjá
helstu golfvelli í Vilamoura, ferð-
ir til og frá flugvelli. Aukagjöld,
flugvallaskattar 4.445 kr., elds-
neyti á bílaleigubílinn.
SÍÐUSTU SÆTIN TIL PORTÚGALS
Netklúbbur Terra Nova-Sólar
býður tilboð á síðustu sætunum
til Portúgals 6. október. Verð 4-5
saman í íbúð kr. 36.900 og 2-3
saman í íbúð kr. 39.900 fyrir 11
nætur. Innifalið er flug, gisting,
ferðir til og frá flugvelli, íslensk
fararstjórn og flugvallarskattar.
TVEIR FYRIR EINN TIL PORTÚ-
GALS Plúsferðir eru með tveir
fyrir einn tilboð á síðustu sætun-
um til Portúgal. Verð frá kr.
28.755 miðað við 2 í íbúð 9. októ-
ber. Innifalið er flug, gisting í
íbúð í fimm nætur á Sol Dorio,
ferð til og frá flugvelli erlendis
og allir flugvallarskattar.
Við hjónin höfum eignast ágæt-is vini í gegnum þennan fé-
lagsskap,“ segir Bergþóra Skúla-
dóttir, forsvarsmaður Servas á Ís-
landi. Servas er félag ferðamanna
og gestgjafa auk þess að vera frið-
arhreyfing sem stofnuð var árið
1949 í Danmörku af Bob
Luitweiler. Markmiðið er að koma
á tengslum milli heimamanna og
ferðamanna og veita þannig inn-
sýn í líf fólksins í landinu, leiða til
dýpri alþjóðlegs skilnings á per-
sónulegum grundvelli og móta
undirstöðu fyrir frið í heiminum.
Hægt er að ganga í félagið sem
ferðamaður, gestgjafi eða hvort
tveggja, en um 14 þúsund heimili í
heiminum standa opin félagsmönn-
um.
Yfirleitt getur fólk gist í tvær
nætur hjá gestgjöfunum og fengið
þar kvöldmat og morgunmat en
Bergþóra segir að sjálf reyni hún
að bjóða gestgjöfunum í mat ann-
að kvöldið. Einnig er hægt að ger-
ast svokallaður daggestgjafi. Þá
eyðir maður dagstund með ferða-
mönnunum og getur hitt þá í bæn-
um eða boðið þeim heim í venju-
legan heimilismat.
„Við sjáum hvernig fólk býr og
starfar og það opnar augu manns
betur. Við hittum fólk frá öðrum
menningarheimum en líf þeirra
er oft ótrúlega líkt okkar. Það er
líka gaman að kynnast mismun-
andi trúarbrögðum.“ Bergþóra
hefur sjálf ferðast víða og gistir
stundum hjá fólki sem hefur
heimsótt hana til Íslands.
Bergþóru finnst Íslendingar
nokkuð feimnir að nýta sér sam-
tökin og bendir á að þessi leið er
til dæmis tilvalin fyrir háskóla-
stúdenta erlendis til að kynnast
fólki í landinu. Sjálf hefur hún
verið í samtökunum síðan 1994 og
í forsvari fyrir þau hér á landi síð-
an 1995. Nánari upplýsingar um
samtökin fást á vefsíðunni
www.servas.org. ■
Helgarslaufur
fyrir hópa, klúbba og félög af öllum stærðum.
Hafðu samband við
Bergþóru eða Kristjönu
í síma 570 30 75
hopadeild@flugfelag.is
ferðir o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur ferðalögum
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: ferðir@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Þjónustuauglýsingar: Gula línan, sími 580 8090 – netfang: auglysingar@gulalinan.is.
■ Út í heim
Ferða- og friðarsamtök:
Veitir innsýn í líf
fólksins í landinu
ÓLAFUR RAGNARSSON
Segir að Bresku Jómfrúaeyjar séu bæði
friðsælar og fallegar.
Ferðasagan:
Sjóræningjar og
gullnar sandstrendur
SKÚTUSIGLING
Frá skútusiglingunni við
Bresku Jómfrúaeyjar. Komið
að kvöldlagi inn í víkina
Sopers Hole á eynni Tortola.
„Þarna voru
frægir sjó-
ræningjar
eins og Svart-
skeggur skip-
stjóri og Black
Sam Bellamy.
Göngugarpar ÍT-ferða hittast alla sunnudagsmorgna
í október kl. 11 og ganga í tvo til þrjá tíma. 5. októ-
ber verður gengið á Skálafell í Mosfellsdal, 12. októ-
ber á Úlfarsfell, 19. október upp með Fossá í Hval-
firði, 26. október hringur í Vífilsstaðahlíðinni. Ef
veður leyfir ekki fjallgöngur verða valdar aðrar
leiðir. Mæting við Vetnisstöðina (Skalla/Skeljung)
við Vesturlandsveg nema 26. október, en þá er hist
við Hafnarfjarðarkirkjugarð. ■
Gönguferðir í október
VIÐ LEIFSSTÖÐ
Upplýsingar
í síma 421 2800
BERGÞÓRA
SKÚLADÓTTIR
Forsvars-
maður
Servas á
Íslandi.
Ævintýraleg hellskoðunarferð
í Skaftáreldarhraun 3. til 5. okt.
Sjá heimasíðu www.efrivik.is s: 487 4694