Fréttablaðið - 02.10.2003, Blaðsíða 14
14 2. október 2003 FIMMTUDAGUR
■ Efnahagsmál
BÓKELSKAR FORSETAFRÚR
Forsetafrúr Bandaríkjanna og Rússlands,
Laura Bush og Ljúdmila Pútín, sátu hlið
við hlið á bókastefnu í Moskvu. Með Lauru
Bush komu nokkrir af vinsælustu barna-
bókahöfundum Bandaríkjanna.
SVEITARSTJÓRN Íþróttamenn vilja fá
kyndingu í fjölnota íþróttahúsið
Bogann á Akureyri.
Engin kynding er í Boganum,
sem tekinn var í notkun í janúar og
kostaði yfir hálfan milljarð króna.
Þröstur Guðjónsson, formaður
Íþróttabandalags Akureyrar, hefur
sent stjórn fasteigna bæjarins fyr-
irspurn um áætlanir varðandi úr-
bætur til að auka hitastig í Bogan-
um. Duga átti að láta einangra Bog-
ann vel en sleppa kyndingunni:
„Það virkar ekki nógu vel.
Knattspyrnumennirnir eru ekki
óánægðir en frjálsíþróttafólkinu
finnst þetta dálítið pínlegt því það
þarf að hita svo vel upp og kuldinn
getur haft áhrif á frammistöðuna.
Áhorfendur þurfa líka að vera mjög
vel klæddir,“ segir Þröstur.
Framkvæmdastjóra stjórnar
fasteigna Akureyrarbæjar á að afla
upplýsinga um stofn- og rekstrar-
kostnað kyndingar fyrir Bogann.
Þess má geta að þetta sama hús
komst í frétti fyrr á árinu vegna
skorts á salernisaðstöðu. Til að
komast að henni og í búningsklefa
þarf fara um tengibyggingu í hús
Íþróttafélagsins Þórs. ■
Vilja meiri áhrif
í eigin málum
WASHINGTON, AP Bandarísk stjórn-
völd ættu að leggja aukinn kraft í
að koma upp íröskum öryggis-
sveitum til að halda uppi lögum og
reglu í landinu, segir Ahmad
Chalabi, meðlimur framkvæmda-
ráðsins sem Bandaríkjamenn skip-
uðu til að undirbúa að Írakar
fengju aftur völdin í landi sínu – og
tímabundinn forseti þess. Chalabi
segir að uppbygging öryggissveit-
anna þurfi aðeins að taka nokkrar
vikur ef hún verður sett í forgang.
Chalabi segir í viðtali við
Associated Press fréttastofuna að
besta leiðin til að binda enda á dag-
legar árásir á bandaríska hermenn
sé að láta Íraka taka við öryggis-
vörslu í borgum Íraks og leit að
árásarmönnum og öðrum stuðn-
ingsmönnum Saddams Husseins,
fyrrum forseta.
„Bandarískar hersveitir ættu
að hverfa af götum borganna eins
fljótt og mögulegt er og fleiri og
fleiri Írakar að taka við öryggis-
gæslu,“ segir Chalabi.
Enn sem komið er hafa banda-
rísk yfirvöld aðeins þjálfað um
6.000 starfsmenn öryggissveita
Íraks. Sumir þeirra hafa þó þegar
hafið eftirlitsferðir og sinna öðr-
um verkefnum í samvinnu við
bandaríska hermenn. Öryggis-
sveitirnar eru hluti af 60.000
manna liði lögreglu og annarra ör-
yggisafla sem Bandaríkjamenn
hafa þjálfað.
Þrátt fyrir að Chalabi kjósi
fremur að heimamenn sinni ör-
yggisgæslu í Írak en Bandaríkja-
menn gerir hann ráð fyrir að þeir
síðarnefndu verði áfram í Írak
„um langt skeið enn“. Hann segist
sjálfur vilja hafa bandarískar her-
stöðvar í Írak til frambúðar en
framkvæmdaráðið hefur ekki tek-
ið afstöðu til þess.
Írakar búa að góðu veðurfari til
flugferða og mörgum góðum flug-
völlum, segir Chalabi og vísar til
flugbækistöðva Bandaríkjamanna
í Tyrklandi, Kúvæt og Katar auk
bækistöðvar í Sádi-Arabíu sem
Bandaríkjamenn hafa lagt niður.
Vilja aukin áhrif
Vilji framkvæmdaráðsins
stendur til þess að það fái aukin
áhrif í fjármálum Íraks og það vill
hafa meira um það að segja
hvernig borgaraleg yfirvöld undir
stjórn Bandaríkjamanna verja
fjármagni sem Bandaríkin leggja
til uppbyggingar.
Chalabi gerir engar athuga-
semdir við áætlun George W.
Bush Bandaríkjaforseta um upp-
byggingarstarf og rekstur í Írak
og Afganistan, sem talið er að
kosti andvirði um 6.700 milljarða
króna. Um 1.550 milljarðar af því
fé eiga að fara til borgaralegra
stjórnvalda í Írak undir stjórn
Pauls Bremers.
Írösk stjórnvöld vilja þó hafa
eitthvað um það að segja hvernig
þessum 1.550 milljörðum verði
varið. „Við gerum enga kröfu til
þessara fjármuna,“ segir Chalabi.
„Það sem við segjum er að við
ættum að eiga viðræður við
Bandaríkjamenn um það til hvaða
verkefna fénu verður varið.“
Það tekur nokkurn tíma að
semja stjórnarskrá fyrir nýja lýð-
ræðislega kjörna ríkisstjórn í Írak,
segir Chalabi en kveður ekki upp
úr um hvort mögulegt sé að gera
það á sex mánuðum eins og Colin
Powell, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, lagði til fyrir skömmu.
Talsmaður Chalabis hefur sagt að
hálft ár dugi ekki til verksins.
Meðal þeirra hugmynda sem
hafa komið fram um stjórnar-
skrárvinnuna er að efna til kosn-
inga um stjórnlagaþing sem semji
stjórnarskrána. Þó sú aðferð
myndi tryggja Írökum stjórn-
sýslulög að eigin ósk myndu slík-
ar kosningar taka það langan tíma
að sú leið er ekki líkleg til árang-
urs, segir Chalabi. Hann segir
ástæðuna þá að hvorki séu til
kjörskrár né annar búnaður fyrir
kosningarnar.
Chalabi segir jafnframt að
samning stjórnarskrárinnar eigi
að vera í höndum Íraka og endur-
spegla þá mörgu trúarhópa og
þjóðarbrot sem búa í landinu.
Hann segir þó ekki hvernig ætti
að fara að þessu en leggur áherslu
á nauðsyn þess að stjórnarskráin
taki gildi sem fyrst.
Löngum umdeildur
Chalabi hefur verið á ferð í
Bandaríkjunum að undanförnu,
fyrst á allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna en nú síðast í Wash-
ington. Þangað fór hann með það
AUKNING ÚTLÁNA Útlán jukust
mikið fyrstu sex mánuði ársins
miðað við sama tíma á síðasta
ári. Samkvæmt Hagvísum Seðla-
bankans jukust útlán til fyrir-
tækja um 15% og lán til einstak-
linga um sjö prósent. Hjá ein-
staklingum munar mest um 12%
aukningu í útlánum Íbúðalána-
sjóðs og lífeyrissjóða.
NIZAR TRABELSI
Hinn dæmdi var atvinnumaður í knatt-
spyrnu í borginni Wuppertal í Þýskalandi í
upphafi 10. áratugarins.
Túnisi dæmdur:
Skipulagði
hryðjuverk
BRUSSEL, AP Dómstólar í Brussel
hafa dæmt karlmann frá Túnis í
tíu ára fangelsi fyrir að skipu-
leggja sprengjuárás á bandaríska
herstöð í Belgíu. Nizar Trabelsi
játaði að hafa ætlað að aka bíl
hlöðnum sprengiefni inn í mötu-
neyti herstöðvarinnar. Dómurinn
yfir Trabelsi þótti óvenju þungur í
ljósi þess að hann lýsti yfir iðrun
og aðstoðaði lögregluna við rann-
sókn málsins.
Annar Túnisi, Tarek Maaroufi,
hlaut sextán ára fangelsisdóm
fyrir aðild sína að morði á herfor-
ingja í Afganistan árið 2001. Sext-
án aðrir menn voru dæmdir í
tveggja til fimm ára fangelsi fyr-
ir að skipuleggja hryðjuverk en
fimm voru sýknaðir vegna skorts
á sönnunum. ■
LESTARSLYS
Fremstu vagnar lestarinnar bognuðu þegar
hún fór út af sporinu.
Lest fór út af sporinu:
150 manns
slösuðust
ÍTALÍA, AP Hátt í 150 manns slösuð-
ust þegar farþegalest fór út af
sporinu skammt suður af Bologna
á Ítalíu. Fólkið var flutt á sjúkra-
hús í borginni en enginn er talinn
vera alvarlega slasaður.
Um það bil 250 manns voru um
borð í lestinni þegar atvikið átti
sér stað. Talið er að lestarstjórinn
hafi ekki dregið nægilega úr hrað-
anum þegar hann kom að lestar-
stöðinni í Casalecchio-Garibaldi. ■
Einn helsti stjórnmálamaður Íraka leggur áherslu á að heimamenn fái aukin áhrif í eigin málum
sem fyrst og taki við löggæslu og öryggismálum af Bandaríkjamönnum. Hann býst við veru
Bandaríkjamanna til langframa og vill að þeir komi upp varanlegum herstöðvum.
UMDEILDUR
Hafði mikil áhrif á stefnu
Bandaríkjanna gagnvart Írak.
BOGINN Á AKUREYRI
Sú ráðagerð að hafa fjölnotahúsið Bogann
á Akureyri óupphitað hefur ekki gengið
upp. Verið er að upphugsa leiðir til að
koma hita í húsið.
Landsvirkjun:
Lækkar verð
umframorku
ORKUSALA Landsvirkjun hefur
lækkað verð á umframraforku til
rafveitna úr tæpum 40 krónum í
12 krónur á kílóvattstund.
Ákvörðunin, sem byggir á góðri
vatnsstöðu í miðlunarlóðum, gild-
ir til áramóta.
Samkvæmt heimasíðu fyrir-
tækisins eru verulegar horfur á
að nægt afl verði í kerfi Lands-
virkjunar í vetur. Ekki er við því
að búast að lækkunin á um-
framorkunni leiði til lægri raf-
magnsreikninga hjá almennum
notendum enda gjaldið aðeins fyr-
ir orku sem notuð er á almestu
álagsstundum. ■
Kalt í 500 milljóna króna fjölnotahúsi:
Vilja fá kyndingu í
Bogann á Akureyri