Fréttablaðið - 05.10.2003, Side 6
VARNARMÁL Guðjón Arnar Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, telur að íslensk stjórn-
völd þurfi að hefja undirbúning að
áætlunum til þess að taka yfir
starfsemi og viðhald Keflavíkur-
flugvallar. Hann telur víst að
Bandaríkjamenn muni ekki hafa
áhuga á að viðhalda varnarvið-
búnaði hér á landi til langframa
þótt vilyrði hafi
fengist frá
æðstu ráða-
mönnum í Was-
hington um að
áformum um
breytingar á
vellinum yrði
frestað um sinn.
„Ég held að
staðan í þessu
máli sé sú að við
Í s l e n d i n g a r
þurfum ekki að
gera ráð fyrir
því til lang-
frama að Banda-
ríkjamenn hafi mikinn áhuga á að
vera með her hér á landi. Þeirra
áherslur í varnar- og öryggismál-
um í veröldinni hafa verið að fær-
ast yfir á önnur svæði í heiminum
en Norður-Evrópu þar sem menn
eru að horfa á samruna þjóða eins
og í gegnum Evrópusambandið,“
segir Guðjón Arnar.
Hann telur mikilvægt að
tryggt verði að á Íslandi verði
viðhaldið útbúnaði sem gerir
Bandaríkjamönnum eða Atlants-
hafsbandalaginu kleift að nýta
sér þá aðstöðu með mjög skömm-
um fyrirvara. „Það er auðvitað
okkar hagur að viðhalda stöðinni
og það getum við gert með samn-
ingum við Atlantshafsbandalagið
um að það greiði hlut af kostnað-
inum en við sjáum um að halda
þessari stöð við þannig að hér
megi koma inn með varnarlið
með tiltölulega skömmum fyrir-
vara ef slíkar aðstæður skapast,“
segir Guðjón.
Guðjón bendir á að þótt ekki
þurfi að vera nauðsynlegt að við-
halda herliði á Keflavíkurflugvelli
þjóni völlurinn samt sem áður
mikilvægu hernaðarlegu hlut-
verki auk þess sem hann þjóni
sem neyðarflugvöllur fyrir vélar
sem fljúga yfir Atlantshafið. Hann
segir að þessi staða vallarins ætti
að duga til þess að hægt yrði að
komast að samkomulagi við aðrar
þjóðir Atlantshafsbandalagsins
um kostnaðarþátttöku við rekstur
og viðhald vallarins.
thkjart@frettabladid.is
6 5. október 2003 SUNNUDAGURVeistusvarið?
1Hann er fyrrverandi utanríkisráð-herra Breta og langar að heimsækja
Ísland. Hvað heitir maðurinn?
2Hvað heitir væntanlegur nýr stjórnar-formaður Eimskipafélags Íslands?
3Hvaða kvikmynd hefur hlotið flestartilnefningar til Edduverðlaunanna í
ár?
Svörin eru á bls. 22
Deilurnar um Nóbelsskáldið:
Davíð spurður um Gljúfrastein
BÓKMENNTIR „Það er eðlilegt að
Davíð segi frá því sem hefur
gerst í þessu máli. Hér er ekki
bara um eigur almennings að
ræða heldur minningu eins helsta
listamanns þjóðarinnar,“ segir
Mörður Árnason, alþingismaður
Samfylkingar.
Mörður leggur skriflega fyrir-
spurn fyrir Davíð Oddsson for-
sætisráðherra um stöðu mála á
Gljúfrasteini. Spurningarnar eru
til komnar vegna deilna um ritun
ævisögu Halldórs Laxness.
Spurningar Marðar eru í fjórum
liðum:
1. Hvað líður stofnun safns um
Halldór Laxness á Gljúfrasteini?
Hvernig verður háttað samstarfi
þess og væntanlegs fræðaseturs á
vegum Mosfells-
bæjar?
2. Hvernig hef-
ur umsjón með
eigninni á
Gljúfrasteini ver-
ið háttað frá af-
hendingunni 21.
apríl 2002?
3. Hefur hús-
eignin verið nýtt
með einhverjum hætti á vegum
forsætisráðuneytisins frá apríl
2002 eða öðrum verið heimiluð af-
not af henni?
4. Hver varðveitir bókasafn
Halldórs Laxness, handrit hans og
minnisbækur sem Auður Laxness
gaf íslenska rík-
inu? Hvernig er
háttað umsjón
þeirra, flokkun og
skráningu?
F r é t t a b l a ð i ð
hefur í tvígang
spurt forsætis-
ráðuneytið, með
tilvísun til upplýs-
ingalaga, um þá
samninga sem eru að baki þess að
Vala Káradóttir var ráðin til að
vinna að skráningu bókasafns
skáldsins á Gljúfrasteini. Ráðu-
neytið hefur enn ekki svarað. ■
Íslendingar annist
rekstur vallarins Á BRUNASTAÐTalið er að eldurinn hafi kviknað út frá raf-magni.Heilsuverndarstöð:
Eldur við
Barónsstíg
LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði á
fyrstu hæð Heilsuverndarstöðvar
Reykjavíkur við Barónsstíg um
tíuleytið í gærmorgun. Ekki var
um að ræða mikinn eld heldur
hafði kviknað í hurð og hurða-
karmi sem staðsett er norðanmeg-
in í húsinu.
Mikill reykur barst um bygg-
inguna og urðu læknanemar á
fjórðu hæð reyksins vart. Létu
þeir slökkvilið vita sem kom fljót-
lega á staðinn og slökkti eldinn.
Að sögn lögreglu er talið að kvikn-
að hafi í út frá rafmagni. ■
Vegklæðningarverkefni:
Stærra en
fyrri verk
SAMGÖNGUR Héraðsverk ehf. á Eg-
ilsstöðum hefur lokið við að klæða
Fljótsdalsheiðar- og Kárahnjúka-
veg en verkið er hið stærsta sinn-
ar tegundar hér á landi. Tvöfalt
slitlag var lagt á alls 58,5 kíló-
metra langan vegarkafla, sem er
tvöfalt meira en áður hefur verið
lagt á samfelldan vegarkafla hér-
lendis. Verkið hófst 11. júlí síðast-
liðinn og hefur staðið sleitulaust
síðan.
Þar með lýkur þeim verkefn-
um sem Héraðsverk vinnur fyrir
Impregilo en Björn Sveinsson,
fráfarandi framkvæmdastjóri
fyrirtækisins, sagði ekki loku fyr-
ir það skotið að Héraðsverk tæki
þátt í öðrum verkefnum síðar. ■
Nýr formaður
Ungra jafnaðarmanna:
Kosinn með
yfirburðum
STJÓRNMÁL Andrés Jónsson hlaut
yfirburðastuðning í embætti for-
manns Ungra jafnaðarmanna á
Landsþingi félagsins sem haldið
er í Reykjavík.
Andrés, sem er fyrir formaður
Ungra jafnaðarmanna í Reykja-
vík, hlaut 298 atkvæði gegn 139
atkvæðum Margrétar Gauju
Magnúsdóttur, fráfarandi ritara
stjórnar Ungra jafnaðarmanna.
Fjórir kjörseðlar voru auðir eða
ógildir.
Landsþingsstarf hélt áfram um
helgina í Kvennaskólanum í
Reykjavík.
Ágúst Ólafur Ágústsson al-
þingismaður gaf ekki kost á sér til
endurkjörs í embætti formanns
en hann hafði gegnt embættinu
frá árinu 2001. ■
2.OOO DAUÐSFÖLL Dauðsföll í
Englandi og Wales þegar hitabylgj-
an geisaði í ágúst voru um það bil
2.000 fleiri en á sama tíma í fyrra.
Heilbrigðisyfirvöld segjast ekki
hafa rannsakað það hversu mörg
dauðsföll megi með beinum hætti
rekja til hitabylgjunnar.
GRÓF UPP HRAÐAHINDRUN Bresk-
ur karlmaður var dæmdur til að
greiða sem svarar rúmum 33.000
íslenskum krónum í sekt fyrir að
grafa upp hraðahindrun skammt
frá heimili sínu í Oxford. Maðurinn
hélt því fram að hann hefði ekki
getað sofið vikum saman vegna há-
vaðans sem skapaðist þegar stórir
flutningabílar ækju yfir hindrun-
ina. Ákvað hann því að eyðileggja
hraðahindrunina með aðstoð vél-
knúinnar gröfu.
HÁSKÓLANEMAR
600 fleiri í fjórum skólum en gert var ráð
fyrir á fjárlögum.
Háskólanemar:
Greitt fyrir
600 til við-
bótar
FJÁRAUKALÖG Farið er fram á 300
milljóna króna aukaframlag í
fjáraukalögum til að standa
straum af kennslukostnaði í há-
skólum.
Háskólanemar eru 600 fleiri
þetta árið en gert var ráð fyrir í
fjárlögum sem samþykkt voru í
lok síðasta árs. Gert var ráð fyrir
að þeir yrðu 8.867 talsins en raun-
in er að þeir urðu 9.467 talsins, sjö
prósentum fleiri en spárnar
gengu út á.
Auk þeirra 300 milljóna króna
sem farið er fram á í fjáraukalög-
um verður 83,8 milljóna króna
heimild af fjárlögum nýtt til að
greiða kostnað við fleiri nema. ■
■ Evrópa
MÖRÐUR
Vill upplýsingar
um safn Laxness.
DAVÍÐ
Spurður um
Gljúfrastein.
GUÐJÓN ARNAR KRISTJÁNSSON
Telur víst að Bandaríkjamenn muni ekki vilja hafa herlið hér til langframa en mikilvægt sé
að viðhalda vellinum svo hann geti nýst fyrir her ef hætta skapast.
Formaður Frjálslyndra telur að Íslendingar eigi að taka við rekstri her-
flugvallarins í Keflavík. Hann segir að viðhalda eigi vellinum þannig að
hægt sé að nýta hann með skömmum fyrirvara ef hætta skapist.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
■ Írak
STJÓRNARSKRÁ EFTIR HÁLFT ÁR
Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja
ekki ómögulegt að stjórnarskrá
Íraka geti verið komin í gagnið
eftir um hálft ár, að sögn Colins
Powells utanríkisráðherra.
Powell telur tímabært fyrir Íraka
að kjósa sér ríkisstjórn í kjölfar
stjórnarskrárinnar.
NÝR GJALDMIÐILL Seðlabanki
Íraks tók í gær í notkun nýjan
gjaldmiðil. Er nýi gjaldmiðillinn
jafngildur þeim gamla, en prent-
aðir hafa verið nýir peningaseðl-
ar. Eru nýju seðlarnir án mynda
af fyrrum forseta landsins,
Saddam Hussein, sem áður
prýddi seðlana.
CHIRAC ÓSÁTTUR Jacques Chirac
Frakklandsforseti er ósáttur við
hugmyndir Bandaríkjamanna um
að koma forræði ríkisins smátt
og smátt til bráðabirgðastjórnar í
Bagdad, þar sem engar tímasetn-
ingar séu gefnar út um hvenær
Írakar fái fullt sjálfstæði.
„Það er
auðvitað okk-
ar hagur að
viðhalda stöð-
inni og það
getum við
gert með
samningum
við Atlants-
hafsbanda-
lagið.