Fréttablaðið - 05.10.2003, Page 14
14 5. október 2003 SUNNUDAGUR
Vet
rar
sól
24.
930kr..
Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100
Fyrstir koma
- fyrstir fá!
Alicante
Beint leigu-
flug me›
Icelandair
í allan vetur!
Sumarhúsa-
eigendur
og a›rir
farflegar
til Spánar!
Tilbo›
5. og 19. nóv.
í 2 vikur:
Flug fram og til baka
með flugvallarsköttum.
Tilvali›
tækifæri
til a› stytta
veturinn.
Eddan leitaði eftir fjárstuðningiokkar en þar sem við sáum
okkur ekki hag í því að styðja við
Edduna eina og sér fórum við út í
umræður um að stækka Eddu-
konseptið í sameiningu og þannig
er þessi kvikmyndahátíð Eddunn-
ar til komin,“ segir Björn Sigurðs-
son, forstöðumaður Kvikmynda-
deildar Skífunnar.
Gullmolarnir hlaðast upp
„Við áttum óvenju mikið af
góðum myndum fyrirliggjandi og
gerum fastlega ráð fyrir að ein-
hverjar myndir á hátíðinni haldi
áfram í almennum sýningum að
henni lokinni. Þarna erum við sér-
staklega að horfa til Hero, sem við
höfum fjárfest talsvert í, meðal
annars með textun, Dogville eftir
Lars Von Trier og Elephant eftir
Gus Van Sant. Það má segja að við
séum að prufukeyra þessar mynd-
ir á hátíðinni en þær munu þó
klárlega halda áfram. Rétt eins og
Bowling for Columbine og 28
Days Later sem gengu mjög vel á
kvikmyndahátíð hjá okkur í vor
og héldu svo áfram í bíó við mikl-
ar vinsældir.“
Björn segir að hátíðarmyndirn-
ar hafi safnast upp þar sem Skífan
hafi haldið að sér höndum vegna
óvissu um hvort Kvikmyndahátíð
í Reykjavík yrði haldin í haust.
„Það hefur verið erfitt að fá það á
hreint hvort sú hátíð verði haldin
en ég er farinn að hallast að því að
ekkert verði af henni, í það
minnsta ekki í því formi sem hún
hefur verið undanfarin ár, þannig
að það var alveg tímabært að gera
eitthvað.“
Hátíðirnar slá í gegn
Björn segir að kvikmyndahá-
tíðir séu alltaf að sækja í sig veðr-
ið. „Við fengum gríðarlega góða
aðsókn á 101 Kvikmyndadagana í
vor og ég veit ekki betur en
Bresku kvikmyndagarnir hjá
keppinautum okkar hafi heppnast
feikilega vel. Þá vorum við með
spænska kvikmyndahátíð í byrjun
árs sem gekk vonum framar
þannig að kvikmyndahátíðirnar
hafa alveg sannað sig. Þessu er
líka mjög oft þannig farið að við
erum með athyglisverðar myndir
sem standa ekki undir sér einar
og sér og þá eru svona hátíðir al-
veg fullkominn vettvangur til að
koma þeim á framfæri.
Það hefur helst staðið kvik-
myndahátíðum fyrir þrifum að
þær standa svo stutt að fólk má
hafa sig allt við ætli það sér að ná
öllu því helsta. Þetta hefur þó ver-
ið að breytast á síðustu misserum
og Björn segir að í því ljósi hafi
verið ákveðið að hafa Kvikmynda-
hátíð Eddunnar í lengri kantinum.
„Hátíðirnar hafa yfirleitt staðið í
tíu daga eða svo, þannig að þær ná
í besta falli aðeins yfir tvær helg-
ar. Þá hefur það líka sýnt sig að
aðsóknin á hátíðarmyndir dettur
oft niður þegar hátíðinni lýkur
formlega þó þær haldi áfram í
kvikmyndahúsum. Við ákváðum
því bara að lengja hátíðina í annan
endann.“
Myndir koma og fara
Björn lætur þess þó getið að
það sé allur gangur á því hversu
lengi einstakar myndir verði
sýndar og þannig þarf Skífan til
dæmis að skila dönsku myndinni
Stealing Rembrandt eftir helgina
þannig að það verður keyrt á
henni í upphafi og þeir sem hyggj-
ast sjá hana ættu því ekki að láta
hana mæta afgangi. „Myndirnar
eru þannig að koma og fara á með-
an á hátíðinni stendur og músík-
prógrammið Mirrorball sem sýnt
er í tengslum við Iceland Airwa-
ves einungis á dagskrá í lok hátíð-
arinnar dagana 16.-19. október.
Mirrorball var fyrst sýnt á Kvik-
myndahátíðinni í Edinborg 1996
og hefur síðan vaxið í vinsældum
og virðingu en það var Mirrorball
sem sýndi fyrst myndbönd og
kvikmyndir frá Spike Jonze,
Michel Gondry, Jonathan Glazer,
Jonas Akerlund og Roman
Coppola.“
thorarinn@frettabladid.is
Vegur bardagahetjunnar Jet Lihefur farið vaxandi á Vestur-
löndum á síðustu árum en hann
hefur verið að gera það gott í
myndum eins og Lethal Weapon 4,
Romeo Must Die, Kiss of the
Dragon og The One.
Ying xiong eða Hero var gerð á
síðasta ári og íslenskir aðdáendur
kappans hafa beðið hennar með
nokkurri eftirvæntingu. Mörgum
þykir það sjálfsagt skjóta skökku
við að myndin skuli frumsýnd á
kvikmyndahátíð en myndir Li
hafa ekki beinlínis þótt vera jað-
arfyrirbæri hingað til.
Hero er að vísu listrænni en
gengur og gerist með myndir
kappans og var meðal annars til-
nefnd til Óskarsverðlaunanna og
Golden Globe-verðlaunanna sem
besta erlenda myndin 2003. Þá
vann hún til verðlauna fyrir leik-
stjórn á Kvikmyndahátíðinni í
Berlín og sópaði til sín verðlaun-
um á Kvikmyndahátíðinni í Hong
Kong, fyrir bestu listrænu leik-
stjórn, búninga, kvikmyndatöku,
útfærslu spennuatriða, tónlist,
hljóð og brellur. Hero var einnig
tilnefnd til verðlauna fyrir leik-
stjórn, leikkonu í aðalhlutverki,
sem besta mynd, fyrir klippingu,
handrit, lag og leikkonu í auka-
hlutverki.
Hero gerist í Kína til forna.
Landið skiptist þá í sjö konungs-
dæmi og Qin, konungi norðurkon-
ungdæmisins, stafar stöðug hætta
af leigumorðingjum. Hann hræð-
ist mest leigumorðingjana „Brotið
Sverð“, „Fljúgandi Snjó“ og „Him-
in“. Dag einn kemur til hans her-
foringi sem heldur því fram að
hann hafi drepið alla þrjá óvini
konungsins og segir ótrúlega sög-
una af því hvernig hann sigraði
„Himin“ í einvígi og notaði ást
„Brotins Sverðs“ og „Fljúgandi
Snjós“ gegn þeim. ■
Elephant greinir frá því hvaðaáhrif skotárás í bandarískum
skóla hefur á líf nokkurra ung-
menna og byggir á harmleiknum í
Columbine árið 1999 þegar tveir
drengir mættu með alvæpni í
skólann og létu byssukúlum rigna
yfir samnemendur sína og kenn-
ara. Þetta er sami harmleikurinn
og liggur að baki heimildarmynd-
arinnar Bowling for Columbine
eftir Michael Moore, sem var
sýnd í Cannes í fyrra og hlaut
Óskarsverðlaun sem besta heim-
ildarmyndin fyrr á þessu ári.
Gus Van Sant skaut Lars Von
Trier ref fyrir rass í Cannes í vor
og vann Gullpálmann. Van Sant
hlaut einnig verðlaun sem besti
leikstjórinn en hann er fyrsti
Bandaríkjamaðurinn sem fær
Gullpálmann síðan Quentin Tar-
antino kom, sá og sigraði með
Pulp Fiction árið 1994.
Þegar Van Sant tók við verð-
laununum sagðist hann vera búin
að reyna að koma myndunum sín-
um til Cannes árum saman og
sagðist telja það bæði kraftaverk
og heppni að hann hafi unnið.
Viðfangsefni hans er við-
kvæmt og líkt og Michael Moore
hefur hann verið sakaður um and-
amerískan áróður. Hann þvertek-
ur hins vegar fyrir það og segir
hana einfaldlega gerða frá sínu
sjónarhorni sem Bandaríkjamað-
ur.
Elephant hefur ekki síst vakið
athygli fyrir þær sakir að einung-
is þrír atvinnuleikarar koma við
sögu í henni en að öðru leyti setti
leikstjórinn allt sitt traust á ósköp
venjulega skólakrakka. ■
Það kom mörgum á óvart aðDogville eftir Lars Von Trier
skyldi ekki hreppa Gullpálmann í
Cannes. Trier varð að lúta í lægra
haldi fyrir Gus Van Sant en verð-
launamynd hans, Elephant, er
einnig sýnd á Kvikyndahátíð Edd-
unnar.
Dogville skartar úrvalsliði
leikara með Nicole Kidman í
broddi fylkingar en henni til halds
og trausts eru gamla þokkagyðjan
Lauren Bacall, Paul Bettany,
James Caan, Ben Gazzara og John
Hurt.
Kidman leikur hina gullfallegu
Grace, sem endar í hinum ein-
manalega smábæ Dogville í
Klettafjöllum á flótta sínum und-
an glæpagengi. Bæjarbúar fallast
á að skjóta yfir hana skjólshúsi
gegn því að hún vinni fyrir þá en
góðvildin snýst upp í andhverfu
sína þegar glæpaklíkan herðir
leitina. Þá vilja Dogvillebúar fá
meira fyrir sinn snúð og Grace er
nauðgað, hún pyntuð og niður-
lægð. Hún býr hins vegar yfir
hættulegu leyndarmáli sem gæti
orðið til þess að bæjarbúar sjái
hressilega eftir því að hafa brotið
á henni. ■
MYNDIR Á KVIKMYNDA-
HÁTÍÐ EDDUNNAR:
HERO / YING XIONG (2002)
Leikstjóri: Yimou Zhang
Aðalhlutverk: Jet Li, Tony Leung Chiu
Wai
ELEPHANT (2003)
Leikstjóri: Gus Van Sant
Aðalhlutverk: Alex Frost, Eric Deulen
DOGVILLE (2003)
Leikstjóri: Lars Von Trier
Aðalhlutverk: Nicole Kidman, Harriett
Andersson, Lauren Bacall
DIRTY PRETTY THINGS
Leikstjóri: Stephen Frears
Aðalhlutverk: Audrey Tatou, Sergi López
BLUE CAR (2002)
Leikstjóri: Karen Moncrieff
Aðalhlutverk: David Strathairn, Agnes
Bruckner, Margaret Colin
CARANDIRU (2003)
Leikstjóri: Hector Babenco
Aðalhlutverk: Luiz Carlos Vasconcelos,
Milhem Cortaz, Milton Concalvez
THE FOG OF WAR (2003)
Leikstjóri: Errol Morris
Heimildarmynd um Robert McNamara,
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í
stjórn Kennedys og Johnsons, sem
varð forstjóri Heimsbankans.
YOUNG ADAM (2003)
Leikstjóri: David Mackenzie
Aðalhlutverk: Ewan McGregor, Tilda
Swinton, Peter Mullan
HOME ROOM (2002)
Leikstjóri: Paul F. Ryan
Aðalhlutverk: Busy Phillips, Erika
Christensen, Victor Garber
STEALING REMBRANDT (2003)
Leikstjóri: Jannik Johansen
Aðalhlutverk: Nikolaj Coster - Waldau,
Nicolas Bro, Lars Brygmann
THIRTEEN (2003)
Leikstjóri: Catherine Hardwick
Aðalhlutverk: Evan Rachel Wood, Nikki
Reed, Holly Hunter
SÍÐASTA KYNSLÓÐIN: BOÐORÐIN 10
Leikstjóri: Bragi Þór Hinriksson
Aðalhlutverk: Hafsteinn Gunnar Haf-
steinsson, Bára Ösp Kristgeirsdóttir
MIRRORBALL
Sýnt í tengslum við Iceland Airwaves.
Tónlistarmyndbönd, auglýsingar &
stuttmyndir. Úrval síðustu 12 mánaða,
3 mismunandi prógrömm.
LARS VON TRIER
Dogville, nýjasta mynd þess sérlundaða
danska leikstjóra, verður sýnd á Kvik-
myndahátíð Eddunnar og mun örugglega
halda áfram á almennum sýningum að
henni lokinni enda Daninn eftirsóttur hér-
lendis þó hann sé að sama skapi afar um-
deildur.
Sérvitur Dani og
kínverskur slagsmálahundur
Kvikmyndahátíð Eddunnar hófst á föstudag og stendur til 19. október. Þar kennir ýmissa grasa en bíó-
unnendur hafa líklega beðið einna spenntastir eftir Dogville eftir Lars Von Trier, Elephant eftir Gus
Van Sant og Hero með bardagahetjunni Jet Li.
Dogville:
Kidman fer í hundana
NICOLE
KIDMAN
Fékk að kynnast því
á eftirminnilegan
hátt að það er síður
en svo heiglum
hent að vinna með
hinum sérlundaða
Lars Von Trier.
Hero:
Ástir og átök í Kína
Elephant:
Columbine með augum Sant
GUS VAN
SANT
Hlaut
Gullpálmann
í Cannes í vor
fyrir Elephant.
JET LI
Leikur nafnlausa
hetju í Hero,
sem er án efa
listrænasta
mynd slags-
málahetjunnar
til þessa.