Fréttablaðið - 08.10.2003, Page 14

Fréttablaðið - 08.10.2003, Page 14
Það er gleðilegt að hópar fjárfestahafi áhuga á að kaupa Landssím- ann af ríkinu og að vonir standi til að ekki beri svo mikið á milli verðhug- mynda hugsanlegra kaupenda og rík- isstjórnarinnar. Miðað við reynsluna af sölu Landsbankans og Búnaðar- bankans ætti það ekki að taka alltof langan tíma að ganga frá sölunni ef ríkisstjórnin hefur til þess einlægan vilja. Ef vel er að verki staðið gæti ríkisvaldið því fljótlega losað sig við þessa eign og fengið fyrir hana um 40 milljarða eða svo. Það er dágóð upphæð. Ef miðað er við ummæli ráðherra ríkisstjórnarinnar hingað til myndi þeim fjármunum verða varið til að grynnka á skuldum ríkis- sjóðs og draga þar með úr skattbyrði næstu ára vegna vaxtagreiðslna úr ríkissjóði. Það er lofsvert markmið. Sala ríkisfyrirtækja hefur líka kosti umfram það að ríkissjóði áskotnist fé sem það getur nýtt betur en að liggja með það í starfsemi sem ekki kemur rekstri ríkissjóðs eða hlutverki ríkis- valdsins við. Sagan sýnir að ríkisfyr- irtæki sem hafa verið einkavædd efl- ast við breytingarnar; þeim er betur stjórnað á eftir og þau koma fleiri í verk. Stutt saga einkavæddra ríkis- banka – allt frá einkavæðingu FBA að Búnaðar- og Landsbanka – sýnir að slík einkavæðing getur orðið mik- il lyftistöng fyrir samfélagið. Það að flytja starfsemi úr ríkisrekstri í einkaeigu hefur því gildi í sjálfum sér – að söluverðinu slepptu. Það er erfitt að átta sig hvort ráð- herrar ríkisstjórnarinnar trúi þessu síðast talda. Þeir hafa selt nokkur ríkisfyrirtæki og komið með því veigamikilli starfsemi úr ríkisrekstri yfir í öflugra rekstrarform. En á sama tíma hafa þeir þanið út ríkis- reksturinn á öðrum sviðum. Þeir virðast því hafa mjög tvíbent viðhorf til ríkisrekstrar. Með annarri hend- inni færa þeir verkefni frá ríkinu til einkageirans en með hinni hendinni stuðla þeir að vexti ríkisrekstrar með meiri hraða en áður hefur þekkst í Íslandssögunni. Það liggur við að útgjöld ríkissjóðs séu í dag 50 prósent meiri á föstu verðlagi en þau voru þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks tók við fyrir rúmum átta árum. Sala einstakra rík- isfyrirtæki vegur því ef til vill ekki þungt á móti þessari ógnarþenslu. Heilt yfir hefur þessi ríkisstjórn stefnt að því að auka við ríkisrekstur og fjölga þeim verkefnum sem ríkis- valdið skiptir sér af. Á þensluárun- um 1999 og 2000 leið fram hjá ríkis- stjórninni einstætt tækifæri til að draga úr vægi ríkisrekstrar. Vegna þenslu á vinnumarkaði var tækifæri til að fækka opinberum starfsmönn- um og spara í rekstri. Það hefði bæði verið skynsamlegt til að hemja lát- lausan vöxt ríkisrekstrar og einnig til að draga úr þenslu. Þess í stað fjölgaði ríkisstjórnin bæði opinber- um starfsmönnum og hækkaði laun þeirra. Í margboðaðri og yfirvofandi þenslu opnast tækifæri fyrir stjórn- ina að leiðrétta þessi mistök. ■ Vaxandi áhyggjur eru vegna sí-versnandi heilsu Jóhannesar Páls páfa II. Fjölmiðlar hafa fyl- gst grannt með ástandi hans og kardinálar í Páfagarði hafa gefið í skyn að hann sé við dauðans dyr, en páfi sem er 83 ára þjáist af parkinsonveiki á háu stigi. Páfi hefur verið gríðarlega ötull við að ferðast og í gær hélt hann til Pompei til að biðja fyrir friði í heiminum. Í páfadómi sínum hef- ur Jóhannes Páll farið í tæplega hundrað ferðir utan Ítalíu – þar á meðal komið til Íslands – og rúm- lega hundrað innanlands. Ætlaði að verða leikari Jóhannes Páll er fyrsti páfinn frá því snemma á 16. öld sem ekki er af ítölskum ættum. Hann fæddist árið 1920 í bænum Wa- dowici nálægt Kraká í Póllandi. Fullt nafn hans er Karol Jósef Vojtila. Ungur að árum missti hann móður sína og eldri bróður og föður sinn þegar hann var rúmlega tvítugur. Í háskóla sýndi hann mikinn áhuga á leiklist og á árum seinna stríðs starfaði hann í leynilegum leikflokki. Um tíma íhugaði hann að leggja stund á bókmenntir og verða atvinnuleik- ari. Heit trúarvitund hans varð þeirri löngun yfirsterkari og hann lærði til prests. Með ástsælustu páfum Karol Jósef Vojtila var vígð- ur prestur árið 1946 og tólf árum síðar var hann skipaður vígsluprestur í Kraká og loks vígður biskup þar. Árið 1967 varð hann kardínáli. Hann var kjörinn páfi 16. október árið 1978, 58 ára gamall. Hann hefur verið afar farsæll páfi og dáður víða um heim. Á sínum tíma fór hann ekki leynt með stuðning sinn við verkalýðshreyfinguna Samstöðu í heimalandi sínu Pól- landi og því er haldið fram að hann hafi átt sinn þátt í falli al- ræðisstjórnar kommúnista í Pól- landi. Honum var sýnt banatil- ræði árið 1981 á Péturstorginu og lá í tvo og hálfan mánuð á sjúkrahúsi. Seinna heimsótti páfi tilræðismanninn í fangelsi en hefur aldrei látið uppi hvað þeim fór á milli. Jóhannes Páll hefur mikinn áhuga á heimspeki og skáldskap og var á árum áður mikill íþróttamaður. Hann þykir mjög íhaldssamur í siðgæðismálum, er harður andstæðingur fóstur- eyðinga og hefur varað við sam- kynhneigð. Þrátt fyrir þau við- horf sín telst hann sennilega með ástsælustu páfum sögunn- ar. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um áhuga kaupenda á Landssímanum. 14 8. október 2003 MIÐVIKUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Ákjörtímabilinu ætlar ríkis-stjórnin að auka ríkisútgjöld um 50 milljarða samkvæmt stefnumörkun fjárlagafrum- varpsins. Skv. sömu stefnu- mörkun á að taka 20 milljarða til að lækka skatta á árunum 2005 til 2007 en nánari útfærsla bíður eftir almennum kjarasamning- um. Þrátt fyrir að í stefnumörk- uninni komi fram að lækka eigi skatta um 20 milljarða liggur fyrir skv. áætlun ríkisstjórnar- innar að skatttekjur verði 49 milljörðum meiri árið 2007 en skv. fjárlögum þessa árs. Sá sem þetta ritar viðurkennir að stærðfræði var ekki hans sterka hlið í skóla en veittist þó auðvelt að leggja saman og draga frá. Það þvælist þannig jafnvel ekki fyrir okkur tossum í stærðfræði að 50 mínus 49 er einn en ekki 20. Aukist ríkisútgjöld á kjörtímabilinu um 50 milljónir og skatttekjur ríkissjóðs um 49 milljónir þá er aukning ríkisút- gjalda fjármögnuð með aukinni skattheimtu en ekki verður úr henni dregið. Skattheimta eykst þá um 49 milljarða á kjörtíma- bilinu en minnkar ekki. Þrátt fyrir þessa auknu skattheimtu á að reka ríkissjóð með halla og neikvæðum lánsfjárjöfnuði upp á 13 milljarða árið 2007 en þá er fyrirhugað að Alþingiskosning- ar fari fram næst. Á því ári á að fjármagna nýja veislu til að freista þess skv. þessu að slá enn á ný ryki í augu skattgreið- enda í landinu. Ef til vill verður þá dustað rykið af gömlu loforð- unum sem koma ekki til fram- kvæmda á þessu kjörtímabili. Stjórnmálaumræða og stjórnarandstaða Víðast í okkar heimshluta fara fram ítarlegar umræður um fjárlagafrumvarp sérstak- lega langtímastefnumörkunina. Á heimasíðum norrænna stjórn- málaflokka má sjá heildarvið- horf þeirra til stefnumörkunar ríkisstjórnar viðkomandi landa í ríkisfjármálum. Fólk getur þá áttað sig á því hvað flokkarnir í stjórnarandstöðu vilja gera öðruvísi. Hér á landi vantar heildstæða stefnumörkun stjórnmálaflokka til ríkisfjár- mála og venjulega einkennist umræðan af yfirboðstillögum stjórnarandstöðu þar sem born- ar eru fram hækkunartillögur sem á að fjármagna með því að skuldsetja framtíðina eins og ríkisstjórnin ætlar að gera þeg- ar Alþingiskosningar verða haldnar næst. Árið 2007 hefur ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og bráðum Halldórs Ásgrímssonar afrekað skv. eigin áætlun að hækka rík- isútgjöld um 150 milljarða frá því að hún tók við árið 1995 eða næstum helming að krónutölu. Þetta er ógnvænleg aukning rík- isútgjalda. Aukning skattheimtu og ríkisútgjalda hefur verið og verður meiri hér en í öðrum löndum í okkar heimshluta á þessu tímabili. Þessi hækkun ríkisútgjalda og sóun á ríkisins fé og virðingarleysi fyrir rétti einstaklingsins til að ráða sem mestu um líf sitt og fjármál þarf ekki að koma á óvart þeim sem fylgdust með síðustu kosninga- baráttu. Þar kepptust flokkarnir við að lofa öllum öllu á ríkisins kostnað samfara því að lofa því að lækka skatta. Aðeins einn flokkur benti á að þetta væri ekki hægt það yrði að draga úr ríkisútgjöldum til að unnt yrði að lækka skatta og fékk sá flokkur ekki mann kjörinn því miður fyrir skattgreiðendur. Auk beinnar skattheimtu er ýmis önnur skattheimta. Hvert heimili í landinu hvort heldur þar býr einn einstaklingur eða 10 þarf að greiða um 90 þúsund krónur á ári til ríkisútvarpsins hvort sem einhver nýtir sér þjónustuna eða ekki. Allt er þetta skv. hugmyndafræði ein- staklingsfrelsis er ekki svo? Sósíalismi ekki til? Gömul saga segir frá því þeg- ar djöfullinn tók á móti nokkrum árum sínum eftir sendiför þeirra til mannheima. Árunum voru gefnar einkunnir og viðurkenningar fyrir frammistöðu og vel unnin störf. Hæstu einkunn hlaut minnsti árinn sem hafði unnið sér það til ágætis að fá fólk til að trúa að djöfullinn væri ekki til. Með því jukust möguleikar hans til sálnaveiða og illvirkja. Ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokksins und- ir forustu Davíðs Oddssonar á rétt á Lenín orðunni fyrir að auka ríkisbáknið. Engin önnur ríkisstjórn í Evrópu hefur unnið jafn ötullega að framgangi sósí- alismans að þessu leyti. Þetta er gert undir gunnfána einstak- lingsfrelsis og aðhalds í ríkis- fjármálum sem að Sjálfstæðis- flokkurinn segist berjast fyrir og telur fólki trú um að flokkur- inn sé á móti sósíalisma. ■ Um daginnog veginn JÓN MAGNÚS- SON HRL. ■ skrifar um fjárlaga- frumvarp ríkisstjórnar Íslands Fær Davíð Lenín orðuna? ■ Bréf til blaðsins JÓHANNES PÁLL II Þrátt fyrir parkinson á háu stigi held- ur hann áfram að ferðast. Í vikunni var hann í Pompei. Kar- dinálar segja heilsu hans afar bágborna. Sala ríkisfyrirtækja stöðvar ekki vöxt ríkisins ■ Árið 2007 hefur ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar og bráðum Halldórs Ás- grímssonar af- rekað skv. eigin áætlun að hækka ríkis- útgjöld um 150 milljarða frá því að hún tók við árið 1995 eða næstum helming að krónutölu. Þetta er ógn- vænleg aukning ríkisútgjalda. Girt fyrir bílastæði Íbúi við Garðastræti skrifar: Íbúar við Garðastræti vöknuðuum daginn við að búið var að girða fyrir bílastæðin við götuna og loka fyrir stöðumælana. Engin skilti útskýrðu hvað var á seyði og ekki leit út fyrir að um fram- kvæmdir væri að ræða. Þegar spurst var fyrir um ástæðuna hjá Bílastæðasjóði, kom í ljós að á meðan Aðalstræti er lokað vegna framkvæmda verður umferð beint um Garðastræti og þar með talin strætisvagnaumferðin. Þeg- ar vagnstjórarnir áttu erfitt með að mæta bílum í Garðastræti var brugðist við með því að taka bíla- stæðin af íbúum götunnar í heilan mánuð. Ekki virðast þeim sem ábyrgir eru hafa dottið í hug að gera göt- una tímabundið að einstefnugötu, eða að beina strætisvögnunum um Ægisgötuna í staðinn. Frekar var ákveðið að traðka á réttindum íbú- anna og vona að þeir komist upp með það. Með því að loka fyrir stæðin við Garðastræti minnka möguleikar okkar mikið. Það er erfitt að fá stæði í miðbænum. Við, sem þar kjósum að búa, verð- um að sætta okkur við það, en ég hvet íbúa Garðastrætis og ná- grennis að láta í sér heyra. Hafa samband við Gatnamálastofu á gatnamal@rvk.is eða Strætó bs á bus@bus.is og láta ráðamenn þar vita að svona gerir maður ekki. ■ Maðurinn ■ Vaxandi áhyggjur eru vegna versn- andi heilsu Jóhannesar Páls II. Páfi kominn að fótum fram

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.