Fréttablaðið - 08.10.2003, Page 27
Fyrstu tónleikar StórsveitarReykjavíkur í vetur verða
haldnir á Kaffi Reykjavík í kvöld.
Þótt ótrúlegt megi virðast stækkar
sveitin við sig og fær ekki ómerkari
djassara en trompetleikarann Tim
Hagans til liðs við sig.
„Ég hef vitað af Stórsveit
Reykjavíkur, og heyrt talað um þá,
lengi,“ segir Tim sem hefur verið
hér við æfingar síðan á laugardag.
„Ég hef vitað af Sigurði Flosasyni í
langan tíma þar sem ég hef unnið
mikið í Skandinavíu og fólk ræðir
sín á milli hvað sé á seyði í hinum
löndunum. Bassabásúnuleikarinn,
David, var nemandi minn fyrir 20
árum síðan þegar ég kenndi í Há-
skólanum í Cincinatti. Í sumar fékk
ég svo tölvupóst frá honum þar sem
hann bað mig um að koma og spila
með sveitinni.“
Á tónleikadagskránni
eru nýjar tónsmíðar
Tims. Hann segir
hverja stórsveit hafa
sín eigin einkenni,
rödd og tilfinningu.
Hans verk sé að fatta
þá tilfinningu og
leyfa henni að hafa
áhrif á smíðar sínar.
„Þau sáu nóturnar bara
fyrst á laugardaginn þannig að það
er mitt verk að túlka fyrir þeim
hvað ég var að hugsa hverju sinni.
Sveitin hljómar frábærlega og þetta
er mjög skemmtilegt. Þetta er óraf-
mögnuð stórsveitartónlist með fullt
af villtum sólóum. Mikið af spennu-
uppbyggingu og svo spennulosun.
Taktspilararnir eru mjög kraft-
miklir svo það verður bókað gefið
í á köflum.“
Tim ætti að vera vanur stór-
sveitaleik þar sem hann hefur
m.a. leikið með sveitum
Stan Kenton, Woody
Herman, Thad Jones og
Ernie Wilkins í gegnum tíðina.
Hann hefur einnig gaman að til-
raunastarfsemi og gerði tvær plöt-
ur fyrir útgáfufyrirtæki sitt Blue
Note, með drum’n bass raftónlistar-
mönnum. En fyrir þær plötur, Ani-
mation - Imagination og Re-Ani-
mation: Live in Montreal, var hann
tilnefndur til Grammy-verðlaun-
anna.
„Ég hef alltaf haldið fram að ef
takturinn er athyglisverður þá sé
alltaf hægt að semja eitthvað ofan
á það sem fólk mun fíla. Hlustand-
inn einbeitir sér fyrst að taktinum
svo að melódíunni. Margir hafa
ekki áhuga á djass og spuna af því
hann er svo flókinn melódíulega
séð. Listrænt séð naut þetta mikill-
ar velgengni, en plötuútgáfan okk-
ar Blue Note vissi ekki hvernig
ætti að markaðssetja tónlistina til
þeirra sem hefðu keypt hana,“ seg-
ir Tim að lokum. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 21. ■
MIÐVIKUDAGUR 8. október 2003 27
Spennu uppbygging
og spennulosun
■ TÓNLEIKAR
TIM HAGAN
Segir tónlist kvöldsins
byggjast á spennu-
uppbyggingu og spennu-
losun. Hikar ekki við að
gefa í á köflum enda
alinn upp við rokkið og
tilraunagleðina.
Búið er að gefa út handtöku-skipun á Ben Affleck eftir að
kona kærði leikarann fyrir morð-
hótun. Konan,
sem heitir Tara
Rey, segist eitt
sinn hafa verið
ástkona Affleck
og heldur því
fram að hann
hafi hótað að
myrða hana
nokkrum dögum
áður en brúðkaup Afflecks og
Jennifer Lopez átti að eiga sér
stað. Lögreglan segist aðeins
vilja spyrja Affleck nokkra
spurninga og að ekki sé verið að
rannsaka málið sem glæp, ennþá
að minnsta kosti.
Nú hefur söngkonan KylieMinogue gefið út allar upplýs-
ingar um smáatriði varðandi
væntanlega út-
gáfu sína. Þar
kemur í ljós að
Emilíana Torrini
á ekki bara þátt
í því að semja
næsta smáskífu-
lag stúlkunnar
heldur einnig í
öðru lagi breið-
skífunnar væntanlegu sem ber
nafnið „Body Language“. Emilí-
ana er titluð sem lagahöfundur
fyrir lögin Slow, sem kemur út á
smáskífu eftir mánuð, og
Someday.
Poppdúettinn Tears for Fearshefur ákveðið að taka upp
þráðinn að nýju. Þeir Roland
Orzabal og Curt Smith hafa ekki
hljóðritað plötu síðan árið 1989
en eru nú langt komnir á leið með
þá næstu. Þeir gengu frá nýjum
plötusamning við Arista á dögun-
um sem kemur út á vormánuðum
næsta árs. Curt hætti á sínum
tíma til þess að reyna sólóferil en
Roland gaf út tvær plötur undir
nafninu Tears for Fears einn síns
liðs.
Nicole Kidman og rokkarinnLenny Kravitz komu í fyrsta
skiptið fram sem par opinberlega
þegar þau mættu
saman í 47 ára
afmælisveislu
töframannsins
David Copper-
field í New York.
Þau hafa víst
verið að stinga
nefjum saman
síðan í ágúst.
Hvorugt þeirra hefur þó viljað við-
urkenna sambandið í fjölmiðlum.
Leikkonan Helen Bonham-Carterog leikstjórinn Tim Burton
eignuðust sitt fyrsta barn á dög-
unum. Þau eignuðust dreng og fór
fæðingin fram á spítala í London.
Þau kynntust við tökur Planet of
the Apes og hafa verið par síðan.
Þau búa þó ekki saman, heldur
kaus leikstjórinn sérvitri frekar
að kaupa húsið við hliðina á elsk-
unni sinni. Helen fer með smá
hlutverk í næstu mynd Burtons,
Big Fish, sem er væntanleg í bíó.
Fréttiraf fólki